Inga Lind deilir hart á Njál Trausta Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 15:20 Inga Lind Karlsdóttir tekur lofsamlega grein Njáls Trausta um sjókvíaeldi í sundur í grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona gagnrýnir harðlega málflutning Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um ágæti fiskeldis á Austfjörðum. Njáll Trausti skrifaði lofsamlega grein um fiskeldi í Markaðinn í síðustu viku, einkum með áherslu á Austfirði. Njáll stendur þessa dagana í baráttu um efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, en Inga Lind er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Inga Lind Karlsdóttir kærir sig ekki um umhverfisspjöll af völdum sjókvíaeldis. Hún er mikil veiðikona sjálf og situr í stjórn Icelandic Wildlife Fund. Inga Lind er líka mikill veiðimaður. Grein Njáls Trausta hljómar að sögn Ingu Lindar eins og hún hafi verið skrifuð á skrifstofu Fiskeldis Austfjarða „svo laus voru skrifin við gagnrýni og fyrirvara um laxeldi í opnum sjókvíum.“ Sannleikurinn sé sá að slík starfsemi flokkist sem mengandi iðnaður, þar sem spurningin sé ekki hvort hún valdi skaða á lífríkinu heldur einfaldlega hversu miklum. Inga heldur því fram að sjókvíaeldisfyrirtæki hafi aldrei greitt krónu í tekjuskatt á Íslandi. „Hamagangurinn við að þrýsta í gegn nýjum leyfum fyrir sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum snýst þannig um skammtímagróða fárra en ekki langtímahagsmuni margra,“ skrifar Inga Lind í grein á Vísi. Segir umhverfisvitund eldisfyrirtækja sterka Njáll Trausti telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af aðkomu erlendra fiskeldisfyrirtækja að starfsemi hér á landi. „Innan eldisfyrirtækja er sterk umhverfisvitund enda sjálfra þeirra hagsmunir að ganga vel um náttúruna. Kröfur alþjóðlegra umhverfisvottana aga einnig starfsemina,“ skrifar Njáll. Fyrirtækin miðli íslensku eldi mikilli reynslu og þekkingu og íslenskir fjárfestar séu þá farnir að fjárfesta í greininni. „Óháð eignaraðild er fiskeldið að skilja mikið eftir sig í hinum dreifðu byggðum. Efnahagsleg hagsæld mun áfram byggja á vexti útflutningsgreina. Þar verður fiskeldið æ mikilvægari drif kraftur atvinnusköpunar og byggðafestu, ekki síst á Austfjörðum,“ skrifar þingmaðurinn. Inga Lind víkur að þessari fjárhagslegu hlið í sinni grein. Hún segir að störfunum fækki jafnt og þétt sem hlutfall af framleiðslumagni í sjókvíaeldi. Að auki sé heimafólk almennt ekki áhugasamt um störf í þessari grein og flestir starfsmennirnir erlent farandverkafólk. Sjókvíaeldi er að sögn Ingu bein atlaga að verðmætum sem þegar eru til í landinu, enda séu tekjur af veiðihlunnindum á meðal meginstoða búsetu í dreifbýli hér á landi. „Þegar horft til landsins alls standa þessar tekjur undir 28 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Í kjördæmi Njáls er þetta hlutfall vel yfir landsmeðaltalinu eða 34% á Austurlandi,“ skrifar Inga. Prófkjör fyrir val á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021 fer fram laugardaginn 29. maí. Framboðsfrestur er runninn út. Fiskeldi Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Tengdar fréttir Það sem Njáll sagði ykkur ekki 23. apríl 2021 12:31 Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll! Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn. 23. apríl 2021 08:36 Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Laxeldi í Seyðisfirði? Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða. 9. apríl 2021 12:01 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Njáll Trausti skrifaði lofsamlega grein um fiskeldi í Markaðinn í síðustu viku, einkum með áherslu á Austfirði. Njáll stendur þessa dagana í baráttu um efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, en Inga Lind er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Inga Lind Karlsdóttir kærir sig ekki um umhverfisspjöll af völdum sjókvíaeldis. Hún er mikil veiðikona sjálf og situr í stjórn Icelandic Wildlife Fund. Inga Lind er líka mikill veiðimaður. Grein Njáls Trausta hljómar að sögn Ingu Lindar eins og hún hafi verið skrifuð á skrifstofu Fiskeldis Austfjarða „svo laus voru skrifin við gagnrýni og fyrirvara um laxeldi í opnum sjókvíum.“ Sannleikurinn sé sá að slík starfsemi flokkist sem mengandi iðnaður, þar sem spurningin sé ekki hvort hún valdi skaða á lífríkinu heldur einfaldlega hversu miklum. Inga heldur því fram að sjókvíaeldisfyrirtæki hafi aldrei greitt krónu í tekjuskatt á Íslandi. „Hamagangurinn við að þrýsta í gegn nýjum leyfum fyrir sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum snýst þannig um skammtímagróða fárra en ekki langtímahagsmuni margra,“ skrifar Inga Lind í grein á Vísi. Segir umhverfisvitund eldisfyrirtækja sterka Njáll Trausti telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af aðkomu erlendra fiskeldisfyrirtækja að starfsemi hér á landi. „Innan eldisfyrirtækja er sterk umhverfisvitund enda sjálfra þeirra hagsmunir að ganga vel um náttúruna. Kröfur alþjóðlegra umhverfisvottana aga einnig starfsemina,“ skrifar Njáll. Fyrirtækin miðli íslensku eldi mikilli reynslu og þekkingu og íslenskir fjárfestar séu þá farnir að fjárfesta í greininni. „Óháð eignaraðild er fiskeldið að skilja mikið eftir sig í hinum dreifðu byggðum. Efnahagsleg hagsæld mun áfram byggja á vexti útflutningsgreina. Þar verður fiskeldið æ mikilvægari drif kraftur atvinnusköpunar og byggðafestu, ekki síst á Austfjörðum,“ skrifar þingmaðurinn. Inga Lind víkur að þessari fjárhagslegu hlið í sinni grein. Hún segir að störfunum fækki jafnt og þétt sem hlutfall af framleiðslumagni í sjókvíaeldi. Að auki sé heimafólk almennt ekki áhugasamt um störf í þessari grein og flestir starfsmennirnir erlent farandverkafólk. Sjókvíaeldi er að sögn Ingu bein atlaga að verðmætum sem þegar eru til í landinu, enda séu tekjur af veiðihlunnindum á meðal meginstoða búsetu í dreifbýli hér á landi. „Þegar horft til landsins alls standa þessar tekjur undir 28 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Í kjördæmi Njáls er þetta hlutfall vel yfir landsmeðaltalinu eða 34% á Austurlandi,“ skrifar Inga. Prófkjör fyrir val á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021 fer fram laugardaginn 29. maí. Framboðsfrestur er runninn út.
Fiskeldi Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Tengdar fréttir Það sem Njáll sagði ykkur ekki 23. apríl 2021 12:31 Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll! Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn. 23. apríl 2021 08:36 Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Laxeldi í Seyðisfirði? Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða. 9. apríl 2021 12:01 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll! Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn. 23. apríl 2021 08:36
Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Laxeldi í Seyðisfirði? Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða. 9. apríl 2021 12:01