Elva Hrönn vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:19 Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, er í hópi þeirra sem sækjast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Elva Hrönn er 37 ára, frá Akureyri en hefur búið í Reykjavík síðastliðin tólf ár. Þetta kemur fram í tilkynningu um framboð Elvu Hrannar. Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins. ,,Ég hef verið virk í stefnumótun hreyfingarinnar og er annar hópstjóra í málefnahóp um loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni. Árið 2018-2019 gegndi ég embætti alþjóðafulltrúa Ungra vinstri grænna (UVG) og sat í framkvæmdastjórn ungmennaráðs Norðurlandaráðs (UNR) 2018-2019 sem fulltrúi Socialistisk Ungdom i Norden. Árið 2019-2020 sat ég í sérstökum vinnuhópi á vegum Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar og UNR um líffræðilega fjölbreytni og sótti á þeim vettvangi meðal annars opinn fund Sameinuðu þjóðanna og loftslagsráðstefnu árið 2019. Þetta var mikil reynsla sem nýtist mér svo sannarlega í dag,“ er haft eftir Elvu í tilkynningu. Elva er fædd og uppalin á Akureyri en flutti þaðan tvítug að aldri. Þá hefur hún búið erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. „Í velferðarríki eins og Íslandi á ekkert okkar að þurfa að líða skort af neinu tagi og gildir einu hver við erum, hvaðan- eða úr hvaða aðstæðum við komum. Ég legg áherslu á jafnrétti (til heilsu, menntunar, atvinnutækifæra, kynjajafnrétti og svo framvegis), jöfnuð, náttúruna, réttlát umskipti í loftslagsmálum, málefni útlendinga og annarra jaðarsettra hópa, vinnumarkaðinn og húsnæðismál,“ segir Elva. „Á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda hefur margt gott og þarft áunnist. Það verður þó alltaf nóg af verkefnum því það fylgir samfélagi í stöðugri þróun. Ég vil leggja mitt af mörkum við að halda áfram því góða starfi sem okkar fólk hefur lagt línurnar að og vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem samfélagið okkar kallar á,“ segir ennfremur í tilkynningu. „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar. Við stöndum nú á krossgötum því þrátt fyrir erfiða og krefjandi tíma höfum við í höndunum einstakt tækifæri til að núllstilla okkur og halda áfram veginn með grænni lausnum og sjálfbærari hætti og er nýsköpun mikilvæg sem aldrei fyrr. Ekkert okkar á að verða eftir þegar kemur að þeim aðgerðum og hér þarf að stuðla enn betur að félagslegri hagsæld samhliða þeirri efnahagslegu.“ Elva Hrönn er í sambúð með Andra Rey Haraldssyni, framkvæmdastjóra Ákvæðisstofu rafiðna og saman eiga þau tvö börn. Elva Hrönn er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplóma í grafískri hönnunartækni (Grafisk Designteknologi) frá Nordjyllands Erhvervsakademi í Álaborg, Danmörku, og er stúdent frá listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54 Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins. ,,Ég hef verið virk í stefnumótun hreyfingarinnar og er annar hópstjóra í málefnahóp um loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni. Árið 2018-2019 gegndi ég embætti alþjóðafulltrúa Ungra vinstri grænna (UVG) og sat í framkvæmdastjórn ungmennaráðs Norðurlandaráðs (UNR) 2018-2019 sem fulltrúi Socialistisk Ungdom i Norden. Árið 2019-2020 sat ég í sérstökum vinnuhópi á vegum Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar og UNR um líffræðilega fjölbreytni og sótti á þeim vettvangi meðal annars opinn fund Sameinuðu þjóðanna og loftslagsráðstefnu árið 2019. Þetta var mikil reynsla sem nýtist mér svo sannarlega í dag,“ er haft eftir Elvu í tilkynningu. Elva er fædd og uppalin á Akureyri en flutti þaðan tvítug að aldri. Þá hefur hún búið erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. „Í velferðarríki eins og Íslandi á ekkert okkar að þurfa að líða skort af neinu tagi og gildir einu hver við erum, hvaðan- eða úr hvaða aðstæðum við komum. Ég legg áherslu á jafnrétti (til heilsu, menntunar, atvinnutækifæra, kynjajafnrétti og svo framvegis), jöfnuð, náttúruna, réttlát umskipti í loftslagsmálum, málefni útlendinga og annarra jaðarsettra hópa, vinnumarkaðinn og húsnæðismál,“ segir Elva. „Á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda hefur margt gott og þarft áunnist. Það verður þó alltaf nóg af verkefnum því það fylgir samfélagi í stöðugri þróun. Ég vil leggja mitt af mörkum við að halda áfram því góða starfi sem okkar fólk hefur lagt línurnar að og vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem samfélagið okkar kallar á,“ segir ennfremur í tilkynningu. „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar. Við stöndum nú á krossgötum því þrátt fyrir erfiða og krefjandi tíma höfum við í höndunum einstakt tækifæri til að núllstilla okkur og halda áfram veginn með grænni lausnum og sjálfbærari hætti og er nýsköpun mikilvæg sem aldrei fyrr. Ekkert okkar á að verða eftir þegar kemur að þeim aðgerðum og hér þarf að stuðla enn betur að félagslegri hagsæld samhliða þeirri efnahagslegu.“ Elva Hrönn er í sambúð með Andra Rey Haraldssyni, framkvæmdastjóra Ákvæðisstofu rafiðna og saman eiga þau tvö börn. Elva Hrönn er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplóma í grafískri hönnunartækni (Grafisk Designteknologi) frá Nordjyllands Erhvervsakademi í Álaborg, Danmörku, og er stúdent frá listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54 Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54
Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50