Forsetinn segir ekki ljóst að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 14:02 Milos Zeman, forseti Tékklands. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Milos Zeman, forseti Tékklands, sagði í dag að enn sé ekki víst hvort að rússneskir leyniþjónustumenn hafi borið ábyrgð á sprengingu sem varð í vopnageymslu landinu árið 2014. Hann sagði einnig möguleika á því að sprengingin hafi aðeins verið slys og ekki megi skjóta loku fyrir þá kenningu. Fyrir aðeins viku síðan vísuðu yfirvöld í Tékklandi átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu í leið eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingarinnar. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Seirgei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salsibury í Bretlandi árið 2018. Auk þeirra 18 erindreka sem Tékkar hafa vísað úr landi hafa tékknesk yfirvöld gert 63 rússneskum diplómötum að yfirgefa landið fyrir lok maí. Rússar hafa harðneitað aðkomu að sprengingunni. Þetta er fyrsta skiptið sem Zeman tjáir sig um málið og sagði hann tvær meginkenningar ráða för í rannsókn málsins. „Við erum að skoða tvær rannsóknarkenningar – sú fyrsta er sú að sprengingin hafi orðið vegna þess að einhver sem ekki þekkti til hafi handleikið sprengiefni og hin er sú að þetta hafi tengst aðgerðum erlendra útsendara,“ sagði Zeman í ræðu sem var send út í ríkissjónvarpi landsins. „Ég tek báðar kenningarnar alvarlega og ég vil að þær verði báðar rannsakaðar í þaula,“ sagði Zeman. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í síðustu viku að grunur yfirvalda um aðild Rússa í málinu væri vel rökstudd. Engin önnur kenning kæmi til greina. Zeman er þekktur fyrir að vera nokkuð hliðhollur Rússum og hefur hann meðal annars kallað eftir því að Tékkland kaupi Sútnik V, bóluefni Rússa gegn kórónuveirunni. Forsetahlutverkið í Tékklandi líkist nokkuð forsetahlutverkinu hér á Íslandi og hefur Zeman því engin völd til að taka slíkar ákvarðanir. Þá hefur Zeman einnig talað fyrir því að fara í samstarf við Rosatom, kjarnorkustofnun Rússlands, við að byggja upp kjarnorkuver í Tékklandi. Tékkland Rússland Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Fyrir aðeins viku síðan vísuðu yfirvöld í Tékklandi átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu í leið eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingarinnar. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Seirgei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salsibury í Bretlandi árið 2018. Auk þeirra 18 erindreka sem Tékkar hafa vísað úr landi hafa tékknesk yfirvöld gert 63 rússneskum diplómötum að yfirgefa landið fyrir lok maí. Rússar hafa harðneitað aðkomu að sprengingunni. Þetta er fyrsta skiptið sem Zeman tjáir sig um málið og sagði hann tvær meginkenningar ráða för í rannsókn málsins. „Við erum að skoða tvær rannsóknarkenningar – sú fyrsta er sú að sprengingin hafi orðið vegna þess að einhver sem ekki þekkti til hafi handleikið sprengiefni og hin er sú að þetta hafi tengst aðgerðum erlendra útsendara,“ sagði Zeman í ræðu sem var send út í ríkissjónvarpi landsins. „Ég tek báðar kenningarnar alvarlega og ég vil að þær verði báðar rannsakaðar í þaula,“ sagði Zeman. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í síðustu viku að grunur yfirvalda um aðild Rússa í málinu væri vel rökstudd. Engin önnur kenning kæmi til greina. Zeman er þekktur fyrir að vera nokkuð hliðhollur Rússum og hefur hann meðal annars kallað eftir því að Tékkland kaupi Sútnik V, bóluefni Rússa gegn kórónuveirunni. Forsetahlutverkið í Tékklandi líkist nokkuð forsetahlutverkinu hér á Íslandi og hefur Zeman því engin völd til að taka slíkar ákvarðanir. Þá hefur Zeman einnig talað fyrir því að fara í samstarf við Rosatom, kjarnorkustofnun Rússlands, við að byggja upp kjarnorkuver í Tékklandi.
Tékkland Rússland Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira