Af réttlátum og óréttlátum umskiptum Drífa Snædal skrifar 23. apríl 2021 16:00 Sumardagurinn fyrsti var hefðbundinn að þessu sinni hvað veðrið varðar, þótt hátíðarhöldin hafi vantað. Nú er um að gera að draga fram sólgleraugun og stuttbuxurnar og hefjast handa við að telja okkur sjálfum trú um að sumarið sé komið! Sumardaginn fyrsta bar upp á sama dag og dag jarðar, sem er alþjóðlegur dagur til áminningar um mikilvægi umhverfisverndar. Ef okkur á að verða ágengt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þyrftu allir dagar að vera tileinkaðir jörðinni; gagngerar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum eru óumflýjanlegar. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur þróað ramma utan um breytingar á vinnumarkaði undir yfirskriftinni réttlát umskipti. Markmiðið með réttlátum umskiptum er að tryggja réttindi og lífsviðurværi fólks í gegnum breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagsbreytinga. Samhliða því er tekist á við áhrif nýrrar tækni, gervigreindar og sjálfvirknivæðingar. Grunnstefið er að breytingarnar þurfi að vera réttlátar gagnvart launafólki, ekki síst í þeim atvinnugreinum sem munu gjörbreytast eða jafnvel hverfa. Eins og staðan er í dag hefur skort á þessi gleraugu þegar ráðist er í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og tæknibreytingar hafa heldur orðið til að auka á hlut hinna fáu í verðmætum samfélagsins. Þessari þróun þarf að snúa við. Ein af þeim starfsstéttum sem mun ekki hverfa vegna tæknibreytinga er umönnun. Reyndar er talið að til framtíðar muni vægi starfa í umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sífellt aukast. Þar er ekki svo auðvelt að skipta manneskjunni út. Þetta þarf að hafa í huga við mótun framtíðarumhverfis öldrunarþjónustu, svo dæmi sé tekið. Þessi afstaða birtist þó hvergi í þeirri tilfærslu á rekstri hjúkrunarheimila sem nú stendur yfir, þar sem ríkið fríar sig ábyrgð á kjararýrnun starfsfólksins. Í vikunni sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem minnt er á ábyrgð ríkisins á kjörum starfsfólks hjúkrunarheimila. Það er nefnilega ríkið sem setur rammann utan um reksturinn og ákvarðar daggjaldið, sem er svo lágt að það felur beinlínis í sér hvata til að greiða lægstu mögulegu laun. Hér eiga sér því stað óréttlát umskipti, þar sem starfsfólk er látið borga brúsann og stéttarfélög sem hafa barist duglega fyrir hagsmunum þessar láglaunahópa eru send ár og jafnvel áratugi aftur í tímann. Við þetta verður ekki unað! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Sumardagurinn fyrsti var hefðbundinn að þessu sinni hvað veðrið varðar, þótt hátíðarhöldin hafi vantað. Nú er um að gera að draga fram sólgleraugun og stuttbuxurnar og hefjast handa við að telja okkur sjálfum trú um að sumarið sé komið! Sumardaginn fyrsta bar upp á sama dag og dag jarðar, sem er alþjóðlegur dagur til áminningar um mikilvægi umhverfisverndar. Ef okkur á að verða ágengt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þyrftu allir dagar að vera tileinkaðir jörðinni; gagngerar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum eru óumflýjanlegar. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur þróað ramma utan um breytingar á vinnumarkaði undir yfirskriftinni réttlát umskipti. Markmiðið með réttlátum umskiptum er að tryggja réttindi og lífsviðurværi fólks í gegnum breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagsbreytinga. Samhliða því er tekist á við áhrif nýrrar tækni, gervigreindar og sjálfvirknivæðingar. Grunnstefið er að breytingarnar þurfi að vera réttlátar gagnvart launafólki, ekki síst í þeim atvinnugreinum sem munu gjörbreytast eða jafnvel hverfa. Eins og staðan er í dag hefur skort á þessi gleraugu þegar ráðist er í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og tæknibreytingar hafa heldur orðið til að auka á hlut hinna fáu í verðmætum samfélagsins. Þessari þróun þarf að snúa við. Ein af þeim starfsstéttum sem mun ekki hverfa vegna tæknibreytinga er umönnun. Reyndar er talið að til framtíðar muni vægi starfa í umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sífellt aukast. Þar er ekki svo auðvelt að skipta manneskjunni út. Þetta þarf að hafa í huga við mótun framtíðarumhverfis öldrunarþjónustu, svo dæmi sé tekið. Þessi afstaða birtist þó hvergi í þeirri tilfærslu á rekstri hjúkrunarheimila sem nú stendur yfir, þar sem ríkið fríar sig ábyrgð á kjararýrnun starfsfólksins. Í vikunni sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem minnt er á ábyrgð ríkisins á kjörum starfsfólks hjúkrunarheimila. Það er nefnilega ríkið sem setur rammann utan um reksturinn og ákvarðar daggjaldið, sem er svo lágt að það felur beinlínis í sér hvata til að greiða lægstu mögulegu laun. Hér eiga sér því stað óréttlát umskipti, þar sem starfsfólk er látið borga brúsann og stéttarfélög sem hafa barist duglega fyrir hagsmunum þessar láglaunahópa eru send ár og jafnvel áratugi aftur í tímann. Við þetta verður ekki unað! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun