Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 09:15 Smíði geimstöðvarinnar hófst árið 1998 og fyrstu geimfararnir fóru þar um borð árið 2000. Sérfræðingar segja hægt að halda rekstri geimstöðvarinnar áfram til ársins 2028 í hið minnsta. Vísir/NASA Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. Nýr kafli virðist vera að hefjast í kapphlaupinu í geimnum sem staðið hefur yfir, í áföngum, í áratugi. Samvinna Rússa og Bandaríkjamanna hefur að mestu snúið að Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Rússar tilkynntu þó í síðustu viku að þeir ætluðu að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025. Í kjölfarið var svo tilkynnt að Rússar ætluðu sér að koma nýrri geimstöð á braut um jörðu fyrir árið 2030. Þá ætla þeir einnig að byggja nýja geimstöð á tunglinu, í samstarfi við Kínverja. Það var eftir að Bandaríkin buðu Rússum að taka þátt í Artemis-áætluninni sem snýr að því að senda menn til tunglsins, mögulega á árinu 2024, koma þar upp varanlegri bækistöð og nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Nýja geimstöðin á að vera í hærri sporbraut og vera að miklu leyti stýrt af gervigreind og vélmennum, samkvæmt Júrí Borisov, aðstoðarforsætisráðherra, sem vitnað er í í frétt CNN. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir. Það voru geimfararnir William Shepherd, frá Bandaríkjunum, og Sergei Krikalev og Yuri Gidsenkó, frá Rússlandi. Sergei Krikalev, William Shepherd og Yuri Gidsenkó.Vísir/NASA Þegar þetta er skrifað eru ellefu geimfarar um borð í geimstöðinni og þar af eru tveir Rússar, tveir Japanar, einn Frakki og sex Bandaríkjamenn. Sérfræðingar NASA segja að fátt standi í vegi þess að halda starfsemi geimstöðvarinnar áfram til minnst 2028. Einhverjar uppfærslur þurfi til en hin 440 tonna geimstöð mun þó alltaf enda í bitum á botni Kyrrahafsins. Ellefu geimfarar eru um borð í geimstöðinni þegar þetta er skrifað.Vísir/NASA Eins og segir í grein FT þurftu vestrænir aðilar að geimstöðinni sérstaklega á Rússum að halda vegna Soyuz-eldflauganna. Þær hafa verið einstaklega áreiðanlegar og geta flutt mikinn farm út í geim. Þá treysti Geimvísindastofnun Rússlands, Roscosmos, á greiðslur annarra ríkja fyrir geimskotin. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna greiddi til að mynda 3,9 milljarða dala fyrir sæti fyrir geimfara um borð í Soyuz-eldflaugum á árunum 2011 til 2019. Það var árið 2011 sem Bandaríkin hættu að nota geimskutlurnar gömlu og reiddu þeir sig í kjölfarið alfarið á Rússa til að koma fólki til geimstöðvarinnar. Þetta samstarf Rússa og Bandaríkjamanna hefur verið stöðugt, jafnvel þó samband ríkjanna hafi verið óstöðugt. Brottrekstur erindreka, viðskiptaþvinganir, refsiaðgerðir og aðrir neikvæðir kaflar í sögu ríkjanna hafa ekki komið niður á samvinnu geimvísindamanna og geimfara. Nú hafa Bandaríkin sent þrjá hópa geimfara til geimstöðvarinnar með eldflaugum og geimförum fyrirtækisins SpaceX. Aukinn áreiðanleiki SpaceX hefur í för með sér minni áherslu á Rússa og Soyuz-eldflaugar þeirra. Þá var það í kjölfar þess að Bandaríkin og önnur ríki beittu Rússa refsiaðgerðum í kjölfar innlimunar þeirra á Krímskaga af Úkraínu, sem Rússar fóru að líta til Kína. Tvö rússnesk geimför áföst Alþjóðlegu geimstöðinni. Soyuz-geimfar og Progress.Vísir/NASA Stefnir í nýtt kapphlaup Útlit er fyrir nýtt kapphlaup á næstu árum, sem snýr að því að koma mönnum til tunglsins og reisa þar geimstöð. Kínverjar stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á braut um jörðu á næstunni, mögulega á fimmtudaginn. Kínverjum hefur ekki verið leyft að koma að samstarfinu í kringum ISS vegna ótta Bandaríkjamanna á leka leynilegra gagna og þjófnaðar á tækni. Ráðamenn í Kína hafa reynt að leita að samstarfi við Evrópumenn en það hefur litlum árangri skilað. Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Fyrsti hluti geimstöðvarinn er 16,6 metra langur með 4,2 metra þvermál og um 22 tonn að þyngd. Í heildina verður geimstöðin í þremur hlutum og um 66 tonn að þyngd og á hún að hýsa þrjá geimfara í hálft ár í senn. Vonast er til þess að senda geimfara til geimstöðvarinnar strax í júní, samkvæmt frétt kínverska ríkisdagblaðsins Global Times. Heilt yfir stendur til að senda um ellefu geimför vegna byggingar geimstöðvarinnar á næstu tveimur árum. Þar af fjögur mönnuð geimför. Í kjölfarið ætla Kínverjar að reisa geimstöðina með Rússum og er verið að þróa stærðarinnar eldflaug í Kína sem nota á til að skjóta meira en 50 tonnum út í geim í hverju geimskoti. Allir beina sjónum sínum að tunglinu Geimkapphlaupið er ekki nýtt. Það hófst milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins og hefur í raun staðið yfir síðan. Ríki heimsins keppast um að vera fyrst til að gera hitt og þetta í geimnum. Í gamla daga snerist kapphlaupið að miklu leyti um tunglið og er farið að gera það aftur. Kapp er lagt á að koma mönnum þangað á nýjan leik og þaðan lengra út í sólkerfið. Geimurinn Tunglið Rússland Bandaríkin Kína Artemis-áætlunin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim. 20. apríl 2021 13:32 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Nýr kafli virðist vera að hefjast í kapphlaupinu í geimnum sem staðið hefur yfir, í áföngum, í áratugi. Samvinna Rússa og Bandaríkjamanna hefur að mestu snúið að Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Rússar tilkynntu þó í síðustu viku að þeir ætluðu að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025. Í kjölfarið var svo tilkynnt að Rússar ætluðu sér að koma nýrri geimstöð á braut um jörðu fyrir árið 2030. Þá ætla þeir einnig að byggja nýja geimstöð á tunglinu, í samstarfi við Kínverja. Það var eftir að Bandaríkin buðu Rússum að taka þátt í Artemis-áætluninni sem snýr að því að senda menn til tunglsins, mögulega á árinu 2024, koma þar upp varanlegri bækistöð og nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Nýja geimstöðin á að vera í hærri sporbraut og vera að miklu leyti stýrt af gervigreind og vélmennum, samkvæmt Júrí Borisov, aðstoðarforsætisráðherra, sem vitnað er í í frétt CNN. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir. Það voru geimfararnir William Shepherd, frá Bandaríkjunum, og Sergei Krikalev og Yuri Gidsenkó, frá Rússlandi. Sergei Krikalev, William Shepherd og Yuri Gidsenkó.Vísir/NASA Þegar þetta er skrifað eru ellefu geimfarar um borð í geimstöðinni og þar af eru tveir Rússar, tveir Japanar, einn Frakki og sex Bandaríkjamenn. Sérfræðingar NASA segja að fátt standi í vegi þess að halda starfsemi geimstöðvarinnar áfram til minnst 2028. Einhverjar uppfærslur þurfi til en hin 440 tonna geimstöð mun þó alltaf enda í bitum á botni Kyrrahafsins. Ellefu geimfarar eru um borð í geimstöðinni þegar þetta er skrifað.Vísir/NASA Eins og segir í grein FT þurftu vestrænir aðilar að geimstöðinni sérstaklega á Rússum að halda vegna Soyuz-eldflauganna. Þær hafa verið einstaklega áreiðanlegar og geta flutt mikinn farm út í geim. Þá treysti Geimvísindastofnun Rússlands, Roscosmos, á greiðslur annarra ríkja fyrir geimskotin. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna greiddi til að mynda 3,9 milljarða dala fyrir sæti fyrir geimfara um borð í Soyuz-eldflaugum á árunum 2011 til 2019. Það var árið 2011 sem Bandaríkin hættu að nota geimskutlurnar gömlu og reiddu þeir sig í kjölfarið alfarið á Rússa til að koma fólki til geimstöðvarinnar. Þetta samstarf Rússa og Bandaríkjamanna hefur verið stöðugt, jafnvel þó samband ríkjanna hafi verið óstöðugt. Brottrekstur erindreka, viðskiptaþvinganir, refsiaðgerðir og aðrir neikvæðir kaflar í sögu ríkjanna hafa ekki komið niður á samvinnu geimvísindamanna og geimfara. Nú hafa Bandaríkin sent þrjá hópa geimfara til geimstöðvarinnar með eldflaugum og geimförum fyrirtækisins SpaceX. Aukinn áreiðanleiki SpaceX hefur í för með sér minni áherslu á Rússa og Soyuz-eldflaugar þeirra. Þá var það í kjölfar þess að Bandaríkin og önnur ríki beittu Rússa refsiaðgerðum í kjölfar innlimunar þeirra á Krímskaga af Úkraínu, sem Rússar fóru að líta til Kína. Tvö rússnesk geimför áföst Alþjóðlegu geimstöðinni. Soyuz-geimfar og Progress.Vísir/NASA Stefnir í nýtt kapphlaup Útlit er fyrir nýtt kapphlaup á næstu árum, sem snýr að því að koma mönnum til tunglsins og reisa þar geimstöð. Kínverjar stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á braut um jörðu á næstunni, mögulega á fimmtudaginn. Kínverjum hefur ekki verið leyft að koma að samstarfinu í kringum ISS vegna ótta Bandaríkjamanna á leka leynilegra gagna og þjófnaðar á tækni. Ráðamenn í Kína hafa reynt að leita að samstarfi við Evrópumenn en það hefur litlum árangri skilað. Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Fyrsti hluti geimstöðvarinn er 16,6 metra langur með 4,2 metra þvermál og um 22 tonn að þyngd. Í heildina verður geimstöðin í þremur hlutum og um 66 tonn að þyngd og á hún að hýsa þrjá geimfara í hálft ár í senn. Vonast er til þess að senda geimfara til geimstöðvarinnar strax í júní, samkvæmt frétt kínverska ríkisdagblaðsins Global Times. Heilt yfir stendur til að senda um ellefu geimför vegna byggingar geimstöðvarinnar á næstu tveimur árum. Þar af fjögur mönnuð geimför. Í kjölfarið ætla Kínverjar að reisa geimstöðina með Rússum og er verið að þróa stærðarinnar eldflaug í Kína sem nota á til að skjóta meira en 50 tonnum út í geim í hverju geimskoti. Allir beina sjónum sínum að tunglinu Geimkapphlaupið er ekki nýtt. Það hófst milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins og hefur í raun staðið yfir síðan. Ríki heimsins keppast um að vera fyrst til að gera hitt og þetta í geimnum. Í gamla daga snerist kapphlaupið að miklu leyti um tunglið og er farið að gera það aftur. Kapp er lagt á að koma mönnum þangað á nýjan leik og þaðan lengra út í sólkerfið.
Geimurinn Tunglið Rússland Bandaríkin Kína Artemis-áætlunin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim. 20. apríl 2021 13:32 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim. 20. apríl 2021 13:32
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10
Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Rússar og Kínverjar hafa gert samkomulag um að reisa rannsóknarstöð á tunglinu. Stöðina vilja þeir nota bæði til könnunar og nýtingar tunglsins í framtíðinni. 11. mars 2021 13:27