Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir rannsókn vera langt komna en RÚV greindi fyrst frá. Úlfar vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en sagði að umrætt atvik hafi komið upp í mars eða apríl.
Leikskólinn Sólborg er rekinn af Hjallastefnunni en ekki hefur náðst í Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur, framkvæmdastýru Hjallastefnunnar, vegna málsins. Margrét Pála Ólafsdóttir stjórnarformaður gaf ekki kost á viðtali og vísaði á framkvæmdastýru.