Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30. Vísir

Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, hélt fram sakleysi sínu við aðalmeðferð málsins í dag. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður, hefur fylgst með í dómsal síðan í morgun og mun reifa málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, sem hvetur alla til að mæta í AztraZeneca bólusetningu á miðvikudag. Það ætlar hann að gera sjálfur.

Í fréttatímanum förum við yfir líflega umræður á þingi, þar á meðal um Samherjamálið, og rætt verður við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna um mikla endurnýjun sem verður í þingflokknum í haust.

Greint verður frá stöðunni á Indlandi en fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og við sýnum frá sumarstemningu í miðbæ Reykjavíkur í fallega sumarveðrinu sem höfuðborgarbúar fengu að njóta í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18.30. Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×