Fékk sýkingu eftir sýnatöku á landamærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sóttkví Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2021 23:01 Sóttvarnarhúsið er í þessu húsi við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið. Mönnunum var gerð 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví sem var látið reyna á fyrir dómstólum. „Þeir komu til landsins fyrir þrettán dögum síðan og fóru í sýnatöku þá og voru neikvæðir í henni,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannanna í samtali við Vísi. Þeir voru jafnframt með tvö neikvæð Covid-próf frá Danmörku sem munu enn hafa verið í gildi við komu þeirra til landsins. Með undirliggjandi sjúkdóm „Þeir fóru í þessa sýnatöku og annar þeirra fékk sýkingu í nefkok eftir hana út af sýnatökupinnanum og slíkar sýkingar eru mjög alvarlegar,“ segir Ómar, einkum í ljósi þess að skjólstæðingur hans glímir við undirliggjandi sjúkdóm og er á ónæmisbælandi lyfjum sem þýðir að særindin í nefkokinu gróa hægar. „Þar af leiðandi vildu þeir ekki fara í seinni sýnatökuna og því var skotið til héraðsdóms sem að tók undir sjónarmið sóttvarnalæknis og Landsréttur úrskurðaði í kvöld og þar var aftur sama niðurstaða, um að þeir skyldu ljúka fjórtán dögum í sóttkví,“ segir Ómar. Að öðrum kosti hefðu þeir þurft að gangast undir seinni sýnatöku að minnsta kosti fimm dögum eftir komuna til landsins til að losna fyrr undan sóttkví. Það vildu þeir hins vegar ekki í ljósi þess að í fyrstu þótti aðeins koma til greina að taka sýni úr nefi. „Í málsmeðferðinni breyttist afstaða sóttvarnalæknis að því leytinu til að þeir féllu frá því að það þyrfti að taka sýni úr nefkoki og féllust á það að það væri hægt að taka það úr hálskoki, sem að er að mínu mati ágætt. Það sýnir fram á að embættið sé að grípa til einhverra meðalhófsaðgerða og það er ekki endilega alltaf þannig að það sé eitthvað eitt sem skuli yfir alla ganga, það sé hægt að skoða aðstæður hvers og eins,“ segir Ómar. Breytt afstaða daginn áður en sóttkví lýkur Samkvæmt bréfi frá Embætti landlæknis til skjólstæðings Ómars var það ekki fyrr en í dag sem fallist var á að taka sýni úr hálsi en ekki nefi, deginum áður en tvær vikur eru liðnar frá komunni til landsins. „Sýnataka einungis úr hálsi er engan veginn eins öruggt próf vegna COVID-19 eins og að taka strok bæði úr háls- og nefkoki. Hins vegar er betra að fá strok úr hálsi heldur en ekkert sýni. Ákveðir þú að gangast undir COVID-19 próf þar sem einungis er tekið hálsstrok, og reynist það neikvætt, mun ákvörðun sóttvarnalæknis frá 23. apríl sl. falla niður,” segir í bréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Ómar segir málið athyglisvert fyrir margar sakir. „Það sem er líka áhugavert er að Landsréttur telur að játa beri sóttvarnayfirvöldum talsvert svigrúm til þess að framkvæma þessar reglur sem að þau eru með og að ekki hafi verið þannig brot á málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga í þessum málum, að það kalli á ógildingu ákvarðana þeirra. Þannig ég held að þetta séu fínar leiðbeiningar fyrir fólk sem fer í sóttkví og eins fyrir sóttvarnayfirvöld,“ útskýrir Ómar. Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Mönnunum var gerð 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví sem var látið reyna á fyrir dómstólum. „Þeir komu til landsins fyrir þrettán dögum síðan og fóru í sýnatöku þá og voru neikvæðir í henni,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannanna í samtali við Vísi. Þeir voru jafnframt með tvö neikvæð Covid-próf frá Danmörku sem munu enn hafa verið í gildi við komu þeirra til landsins. Með undirliggjandi sjúkdóm „Þeir fóru í þessa sýnatöku og annar þeirra fékk sýkingu í nefkok eftir hana út af sýnatökupinnanum og slíkar sýkingar eru mjög alvarlegar,“ segir Ómar, einkum í ljósi þess að skjólstæðingur hans glímir við undirliggjandi sjúkdóm og er á ónæmisbælandi lyfjum sem þýðir að særindin í nefkokinu gróa hægar. „Þar af leiðandi vildu þeir ekki fara í seinni sýnatökuna og því var skotið til héraðsdóms sem að tók undir sjónarmið sóttvarnalæknis og Landsréttur úrskurðaði í kvöld og þar var aftur sama niðurstaða, um að þeir skyldu ljúka fjórtán dögum í sóttkví,“ segir Ómar. Að öðrum kosti hefðu þeir þurft að gangast undir seinni sýnatöku að minnsta kosti fimm dögum eftir komuna til landsins til að losna fyrr undan sóttkví. Það vildu þeir hins vegar ekki í ljósi þess að í fyrstu þótti aðeins koma til greina að taka sýni úr nefi. „Í málsmeðferðinni breyttist afstaða sóttvarnalæknis að því leytinu til að þeir féllu frá því að það þyrfti að taka sýni úr nefkoki og féllust á það að það væri hægt að taka það úr hálskoki, sem að er að mínu mati ágætt. Það sýnir fram á að embættið sé að grípa til einhverra meðalhófsaðgerða og það er ekki endilega alltaf þannig að það sé eitthvað eitt sem skuli yfir alla ganga, það sé hægt að skoða aðstæður hvers og eins,“ segir Ómar. Breytt afstaða daginn áður en sóttkví lýkur Samkvæmt bréfi frá Embætti landlæknis til skjólstæðings Ómars var það ekki fyrr en í dag sem fallist var á að taka sýni úr hálsi en ekki nefi, deginum áður en tvær vikur eru liðnar frá komunni til landsins. „Sýnataka einungis úr hálsi er engan veginn eins öruggt próf vegna COVID-19 eins og að taka strok bæði úr háls- og nefkoki. Hins vegar er betra að fá strok úr hálsi heldur en ekkert sýni. Ákveðir þú að gangast undir COVID-19 próf þar sem einungis er tekið hálsstrok, og reynist það neikvætt, mun ákvörðun sóttvarnalæknis frá 23. apríl sl. falla niður,” segir í bréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Ómar segir málið athyglisvert fyrir margar sakir. „Það sem er líka áhugavert er að Landsréttur telur að játa beri sóttvarnayfirvöldum talsvert svigrúm til þess að framkvæma þessar reglur sem að þau eru með og að ekki hafi verið þannig brot á málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga í þessum málum, að það kalli á ógildingu ákvarðana þeirra. Þannig ég held að þetta séu fínar leiðbeiningar fyrir fólk sem fer í sóttkví og eins fyrir sóttvarnayfirvöld,“ útskýrir Ómar.
Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira