Þannig verður útlendingum frá og með morgundeginum óheimilt að koma til landsins, komi þeir frá eða hafa dvalið í meira en sólarhring á síðasta tveggja vikna tímabili á svæði þar sem fjórtán daga nýgengi smita er yfir 700 á hverja hundrað þúsund íbúa. Sama gildir ef fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið. Á bannið við um alla útlendinga, hvort sem þeir eru borgarar EES og EFTA-svæðisins eða ekki.
Bannið nær aftur á móti ekki til útlendinga sem hafa fasta búsetu hér á landi eða vegna brýnna erindagjörða líkt og nánar er kveðið á um í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Von er á tveimur vélum frá ríkjum sem eru í B-flokki samkvæmt flokkun sóttvarnalæknis yfir svæði og lönd sem talin eru sérstök áhættusvæði vegna Covid-19. Þessi ríki eru Holland og Pólland en þar er 14 daga nýgengi smita 700 eða meira á hverja 100 þúsund íbúa.
Þeir sem eru að koma beint frá Hollandi og Póllandi, eða öðrum ríkjum í B-flokki, verða skilyrðislaust skikkaðir í sóttkvíarhús, þar sem þeir verða að sæta sóttkví þar til niðurstöður seinni skimunar liggja fyrir.