Hættum að skattleggja fátækt Kristjana Rut Atladóttir skrifar 27. apríl 2021 14:30 Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort. Þessar tölur hafa tvöfaldast frá árinu 2009 og aðrar sambærilegar rannsóknir sýna að þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár. Umræðan um fátækt er oft flókin og sumir kjörnir fulltrúar vilja jafnvel telja okkur trú um að lítið sé hægt að gera í málinu. Aftur á móti hefur Flokkur fólksins einfalda tillögu um það hvernig hægt er að takast á við þetta samfélagsmein. Hættum að skattleggja fátækt. Okkar samfélag græðir lítið á því að skattleggja einstaklinga með lágmarkslaun. Í skýrslu um dreifingu skattbyrðar sem unnin var fyrir stéttarfélagið Eflingu og birt var í febrúar 2019 kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa en skattbyrði lægstu tekjuhópa jókst. Á sama tíma hækkuðu fasteignaverð verulega. Sú þróun kemur illa við lágtekjufólk sem þarf að verja stærstum hluta tekna sinna í húsnæði. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfall leigjenda hefur aukist og ungmenni flytja nú seinna að heiman. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Með þrjú skattþrep og 50.792 kr. persónuafslátt þá eru skattleysismörk launatekna á mánuði í kringum 168.000 kr. Flokkur fólksins vill hækka þessi mörk upp í 350.000 kr. og innleiða fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur virkar þannig að eftir að skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Með því að taka upp fallandi persónuafslátt er hægt að hækka skattleysismörk talsvert og koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með lægri persónuafslætti hátekjufólks. Það er okkar sannfæring að við getum öll sammælst í því að koma í veg fyrir að börn á Íslandi þurfi að búa við fátækt. Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt í eins ríku landi og Ísland er. Við getum og ættum að hugsa betur um þá sem minnst hafa. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort. Þessar tölur hafa tvöfaldast frá árinu 2009 og aðrar sambærilegar rannsóknir sýna að þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár. Umræðan um fátækt er oft flókin og sumir kjörnir fulltrúar vilja jafnvel telja okkur trú um að lítið sé hægt að gera í málinu. Aftur á móti hefur Flokkur fólksins einfalda tillögu um það hvernig hægt er að takast á við þetta samfélagsmein. Hættum að skattleggja fátækt. Okkar samfélag græðir lítið á því að skattleggja einstaklinga með lágmarkslaun. Í skýrslu um dreifingu skattbyrðar sem unnin var fyrir stéttarfélagið Eflingu og birt var í febrúar 2019 kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa en skattbyrði lægstu tekjuhópa jókst. Á sama tíma hækkuðu fasteignaverð verulega. Sú þróun kemur illa við lágtekjufólk sem þarf að verja stærstum hluta tekna sinna í húsnæði. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfall leigjenda hefur aukist og ungmenni flytja nú seinna að heiman. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Með þrjú skattþrep og 50.792 kr. persónuafslátt þá eru skattleysismörk launatekna á mánuði í kringum 168.000 kr. Flokkur fólksins vill hækka þessi mörk upp í 350.000 kr. og innleiða fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur virkar þannig að eftir að skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Með því að taka upp fallandi persónuafslátt er hægt að hækka skattleysismörk talsvert og koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með lægri persónuafslætti hátekjufólks. Það er okkar sannfæring að við getum öll sammælst í því að koma í veg fyrir að börn á Íslandi þurfi að búa við fátækt. Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt í eins ríku landi og Ísland er. Við getum og ættum að hugsa betur um þá sem minnst hafa. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar