Skuldaði hinni látnu um 176 milljónir króna eftir dómsmál Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2021 13:01 Maðurinn var handtekinn í bíl sínum á E18-hraðbrautinni skömmu eftir morðið. Getty Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt konu á götu úti í Frogner-hverfi í norsku höfuðborginni Osló í morgun, skuldaði hinni látnu 11,8 milljónir norskra króna. Maðurinn hafði nýverið verið dæmdur til greiðslu bóta í dómsmáli sem staðið hafði í mörg ár. NRK segir að norska lögreglan rannsaki nú hvað hafi leitt manninn, sem er á fertugsaldri, til að skjóta konunasem var á sextugsaldri. Lögregla sé meðvituð um tengsl konunnar og banamanns hennar, en þau tengdust ekki fjölskylduböndum. „Það er ekkert sem bendir til að þetta hafi verið tilviljun,“ segir Grete Lien Metlid hjá lögreglunni. Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu fyrir klukkan 8:30 að staðartíma, en konan var úrskurðuð látin þegar sjúkralið bar að garði. Árásin átti sér stað á Tostrups gate í Frogner. Einungis þremur mínútum eftir að tilkynning barst lögreglu var maður handtekinn í bíl á E18-hraðbrautinni, um sjö kílómetrum frá vettvangi árásarinnar, en hann var á leið út úr bænum. Ábendingar höfðu þá borist um að maður hafi yfirgefið vettvanginn í bíl á miklum hraða. Skotvopn fannst í bíl mannsins sem talið er vera morðvopnið. Norskir fjölmiðlar greina frá því að í umræddum dómsmálum hafi maðurinn verið dæmdur til að greiða konunni 11,8 milljónir norskra króna, um 176 milljónir íslenskra, í bætur í tengslum við framkvæmdir í tveimur fasteignum sem voru í eigu hinnar látnu. Þá var maðurinn sömuleiðis dæmdur til að greiða konunni 900 þúsund norskra króna, um 13,5 milljónir íslenskra króna, vegna lögmannskostnaðar konunnar í málinu. Konan hafði selt dýra íbúð í Osló langt undir ásettu verði, eftir að maðurinn og félag hans höfðu staðið þar að framkvæmdum og við þær þverbrotið byggingareglugerðir. Konan leitaði til dómstóla vegna málsins og var maðurinn dæmdur til greiðslu skaðabóta. Deilur þeirra höfðu staðið um margra ára skeið, en síðar í vikunni stóð til að fara fram á gjaldþrotaskipti á félagi mannsins. Noregur Tengdar fréttir Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28. apríl 2021 08:13 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
NRK segir að norska lögreglan rannsaki nú hvað hafi leitt manninn, sem er á fertugsaldri, til að skjóta konunasem var á sextugsaldri. Lögregla sé meðvituð um tengsl konunnar og banamanns hennar, en þau tengdust ekki fjölskylduböndum. „Það er ekkert sem bendir til að þetta hafi verið tilviljun,“ segir Grete Lien Metlid hjá lögreglunni. Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu fyrir klukkan 8:30 að staðartíma, en konan var úrskurðuð látin þegar sjúkralið bar að garði. Árásin átti sér stað á Tostrups gate í Frogner. Einungis þremur mínútum eftir að tilkynning barst lögreglu var maður handtekinn í bíl á E18-hraðbrautinni, um sjö kílómetrum frá vettvangi árásarinnar, en hann var á leið út úr bænum. Ábendingar höfðu þá borist um að maður hafi yfirgefið vettvanginn í bíl á miklum hraða. Skotvopn fannst í bíl mannsins sem talið er vera morðvopnið. Norskir fjölmiðlar greina frá því að í umræddum dómsmálum hafi maðurinn verið dæmdur til að greiða konunni 11,8 milljónir norskra króna, um 176 milljónir íslenskra, í bætur í tengslum við framkvæmdir í tveimur fasteignum sem voru í eigu hinnar látnu. Þá var maðurinn sömuleiðis dæmdur til að greiða konunni 900 þúsund norskra króna, um 13,5 milljónir íslenskra króna, vegna lögmannskostnaðar konunnar í málinu. Konan hafði selt dýra íbúð í Osló langt undir ásettu verði, eftir að maðurinn og félag hans höfðu staðið þar að framkvæmdum og við þær þverbrotið byggingareglugerðir. Konan leitaði til dómstóla vegna málsins og var maðurinn dæmdur til greiðslu skaðabóta. Deilur þeirra höfðu staðið um margra ára skeið, en síðar í vikunni stóð til að fara fram á gjaldþrotaskipti á félagi mannsins.
Noregur Tengdar fréttir Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28. apríl 2021 08:13 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28. apríl 2021 08:13