Hugmyndin er að viðkvæmustu hóparnir fái þriðju sprautuna, aukasprautu, af bóluefninu í von um að verja þá enn betur gegn kórónuveirunni sem veldur covid-19 fyrir næsta vetur. Hátt í tveir þriðju fullorðinna Breta hafa fengið fyrsta skammt bóluefnis gegn veirunni og um fjórðungur hefur þegar fengið báða skammta bóluefnis.
Matt Hancock heilbrigðisráðherra segir að viðbótarbólusetningin muni „tryggja öryggi okkar og frelsi [í Bretlandi] þangað til stjórn næst yfir sjúkdómnum um heiminn,“ að því er haft er eftir Hancock í frétt BBC.
Ríkisstjórnin segir að auk auka skammtana af bóluefni Pfizer verði einnig notast við bóluefni frá öðrum framleiðendum til að bólusetja viðkvæma hópa í þriðja sinn. Bretar hafa einnig notað bóluefni Oxford-AstraZeneca og Moderna.
Ítarlega er fjallað um verkefnið í frétt BBC.