Íslensku stelpurnar í riðli með Evrópumeisturum Hollands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 12:03 Sara Björk Gunnardóttir og félagar í íslenska landsliðinu fá krefjandi verkefni í undankeppni HM. VÍSIR/VILHELM Í dag kom í ljós hvernig riðill íslenska kvennalandsliðsins mun líta út í undankeppni heimsmeistarakeppninnar 2023. Íslenska liðið lenti í riðli með einu besta landsliði heims. Það er ekki hægt að setja að íslensku stelpurnar hafi verið heppnar með riðil fyrir næstu undankeppni HM þegar dregið var i dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga sem fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti. Íslenska liðið er einnig í riðli með Tékklandi en eins og Holland var efsta liðið í fyrsta styrkleikaflokki þá var Tékkland efsta liðið í þriðja styrkleikaflokki. Hin liðin í íslenska riðlinum eru Hvíta Rússland og Kýpur en Ísland er í einum af þremur fimm þjóða riðlum. Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir voru sex og liðin 51 talsins. Dregið var í níu riðla, þrír riðlar eru með fimm lið en sex riðlar sex lið. Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina. Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Það er ekki hægt að setja að íslensku stelpurnar hafi verið heppnar með riðil fyrir næstu undankeppni HM þegar dregið var i dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga sem fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti. Íslenska liðið er einnig í riðli með Tékklandi en eins og Holland var efsta liðið í fyrsta styrkleikaflokki þá var Tékkland efsta liðið í þriðja styrkleikaflokki. Hin liðin í íslenska riðlinum eru Hvíta Rússland og Kýpur en Ísland er í einum af þremur fimm þjóða riðlum. Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir voru sex og liðin 51 talsins. Dregið var í níu riðla, þrír riðlar eru með fimm lið en sex riðlar sex lið. Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina. Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni.
Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira