Kærleikssamfélagið Guðmundur Auðunsson skrifar 30. apríl 2021 16:01 „Lífið á ekki að vera einungis sú staðreynd að við höfum lifað lífinu. Hvernig við höfum breytt lífi annara en okkar sjálfra er það sem mun meta lífshlaup okkar að verðleikum.“ - Nelson Mandela (1918-2013) Kærleikur er hugtak sem fólk tekur sér oft í munn á hátíðarstundum. En er samfélagið það sem við búum við kærleikssamfélag? Þó vissulega megi greina kærleika í samfélaginu þá hefur það þróast sífellt í átt til andstæðunnar, græðginnar, með vaxandi ójöfnuði og óréttlæti, þjófnaði á náttúruauðlindum og umhverfisspjöllum í nafni ofsagróða einstaklinga. Sífellt hefur verið grafið undan velferðarkerfinu og gráðugir einkaaðilar keppast um að komast á ríkisspenann. Eldra fólk og öryrkjar sjá fram á skert lífsviðurværi og ungt fólk horfir upp á það í fyrsta sinn að verða verr stödd en kynslóð foreldra sinna. Engir peningar eru til fyrir fátækasta fólkið, borgin telur sig ekki hafa efni á því að styðja við bakið á fátækasta fólki borgarinnar og fellir tillögu sósíalista um ókeypis máltíðir og frístundastarf og bæjarstjórn Akureyrar einkavæðiröldrunarheimili sitt með það að markmiði að spara við sig með því að lækka stórlega kjör láglaunastarfsfólksins sem þar vinnur. Atvinnuleysi fer stórhækkandi og ráðherrar og atvinnurekendur kenna almenning og „heimtufrekju“ þess um, launin séu allt of há! En ekki er minnst á stórfelldar arðgreiðslur úr feitum sjóðum einokunarkapítalista og kvótaræningja, því mikill vill meira og skítt með fólkið í landinu. Hagsmunum almennings skal ávallt fórnað á altari þeirra ríku sem aldrei virðast geta fengið nóg í græðgi sinni. Margir eru að gefast upp. Andstaða kærleikssamfélagsins, græðgissamfélagið, virðist allsráðandi og vonin víkur fyrir uppgjöfinni. En við þurfum ekki að búa við svona samfélag. Það er ekki lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn og spillingaröflin í kringum hann séu ávallt við völd. Það er okkar að breyta því og við getum tekið fyrstu skrefin í þá átt með því að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn og tryggja honum góðan sigur í kosningunum í haust. Merkja við J-listann. Sósíalistar vilja byggja upp kærleikssamfélag. Sósíalistar vita að kærleikshafkerfið er ekki bara réttlátara en hagkerfi nýfrjálshyggjunnar, sósíalistar vita að kærleikshagkerfið er líka rökréttara og ódýrara en hagkerfi græðginnar. Því hvað haldið þið að það kosti að halda tugum þúsunda við nagandi afkomuótta, að gera þúsundum ofan á þúsundir ómögulegt að nýta hæfileika sína, vilja, sköpunarkraft og lífsþorsta til að bæta líf sitt og auðga samfélagið? Hvað haldið þið að það kosti að leggja byrðar fátæktar á láglaunafólk, öryrkja, efnaminna eftirlaunafólk, innflytjendur, leigjendur, námsfólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað haldið þið að vinnuálagið, kvíðinn og bjargarleysið kosti? Hvað haldið þið að það kosti að meina börnum af fátækum heimilum fulla þátttöku í æskusamfélaginu? Hvað haldið þið að það kosti að sinna ekki þörfum innflytjenda? Hvað haldið þið að það kosti að sinna elsta fólkinu okkar ekki nógu vel? Eða börnunum? Samfélag okkar verður ekki réttlátt fyrr en allt fólk innan þess fær að njóta sín. Kærleikurinn og vonin er drifkrafturinn í samfélag okkar. Án kærleikans verður samfélagið innantómt, hvernig við komum fram við náungann er mælikvarðinn á lífshlaup okkar. Þó að þetta geti hljómað eins og algild sannindi þá er það samfélag sem við byggjum okkur birtingarmyndin af gerðum okkar. Til að skapa réttlátt samfélag kærleiks og vonar er framkoma samfélagsins við okkar minnstu og fátækustu bærður og systur mælikvarðinn á það hvort við búum í kærleikssamfélagi eða ekki. Svo lengi sem við lítum undan og yppum öxlum yfir óréttlæti, fátækt, kúgun og ójöfnuði í uppgjöf erum við að bregðast kærleikanum. Því eins og við sósíalistar vitum: „Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Besta leiðin til að reisa gott samfélag er að byggja það út frá þörfum þeirra sem þurfa mest á samfélaginu að halda. Vonir og væntingar hinna fátæku, veiku, útilokuðu og kúguðu eru leiðarljós að góðu samfélagi. Kærleikshagkerfið er byggt upp frá þörfum hinna veiku.“ Úr Kærleikshagkerfið , erindi sósíalista í kosningunum 2021 Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Guðmundur Auðunsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
„Lífið á ekki að vera einungis sú staðreynd að við höfum lifað lífinu. Hvernig við höfum breytt lífi annara en okkar sjálfra er það sem mun meta lífshlaup okkar að verðleikum.“ - Nelson Mandela (1918-2013) Kærleikur er hugtak sem fólk tekur sér oft í munn á hátíðarstundum. En er samfélagið það sem við búum við kærleikssamfélag? Þó vissulega megi greina kærleika í samfélaginu þá hefur það þróast sífellt í átt til andstæðunnar, græðginnar, með vaxandi ójöfnuði og óréttlæti, þjófnaði á náttúruauðlindum og umhverfisspjöllum í nafni ofsagróða einstaklinga. Sífellt hefur verið grafið undan velferðarkerfinu og gráðugir einkaaðilar keppast um að komast á ríkisspenann. Eldra fólk og öryrkjar sjá fram á skert lífsviðurværi og ungt fólk horfir upp á það í fyrsta sinn að verða verr stödd en kynslóð foreldra sinna. Engir peningar eru til fyrir fátækasta fólkið, borgin telur sig ekki hafa efni á því að styðja við bakið á fátækasta fólki borgarinnar og fellir tillögu sósíalista um ókeypis máltíðir og frístundastarf og bæjarstjórn Akureyrar einkavæðiröldrunarheimili sitt með það að markmiði að spara við sig með því að lækka stórlega kjör láglaunastarfsfólksins sem þar vinnur. Atvinnuleysi fer stórhækkandi og ráðherrar og atvinnurekendur kenna almenning og „heimtufrekju“ þess um, launin séu allt of há! En ekki er minnst á stórfelldar arðgreiðslur úr feitum sjóðum einokunarkapítalista og kvótaræningja, því mikill vill meira og skítt með fólkið í landinu. Hagsmunum almennings skal ávallt fórnað á altari þeirra ríku sem aldrei virðast geta fengið nóg í græðgi sinni. Margir eru að gefast upp. Andstaða kærleikssamfélagsins, græðgissamfélagið, virðist allsráðandi og vonin víkur fyrir uppgjöfinni. En við þurfum ekki að búa við svona samfélag. Það er ekki lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn og spillingaröflin í kringum hann séu ávallt við völd. Það er okkar að breyta því og við getum tekið fyrstu skrefin í þá átt með því að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn og tryggja honum góðan sigur í kosningunum í haust. Merkja við J-listann. Sósíalistar vilja byggja upp kærleikssamfélag. Sósíalistar vita að kærleikshafkerfið er ekki bara réttlátara en hagkerfi nýfrjálshyggjunnar, sósíalistar vita að kærleikshagkerfið er líka rökréttara og ódýrara en hagkerfi græðginnar. Því hvað haldið þið að það kosti að halda tugum þúsunda við nagandi afkomuótta, að gera þúsundum ofan á þúsundir ómögulegt að nýta hæfileika sína, vilja, sköpunarkraft og lífsþorsta til að bæta líf sitt og auðga samfélagið? Hvað haldið þið að það kosti að leggja byrðar fátæktar á láglaunafólk, öryrkja, efnaminna eftirlaunafólk, innflytjendur, leigjendur, námsfólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað haldið þið að vinnuálagið, kvíðinn og bjargarleysið kosti? Hvað haldið þið að það kosti að meina börnum af fátækum heimilum fulla þátttöku í æskusamfélaginu? Hvað haldið þið að það kosti að sinna ekki þörfum innflytjenda? Hvað haldið þið að það kosti að sinna elsta fólkinu okkar ekki nógu vel? Eða börnunum? Samfélag okkar verður ekki réttlátt fyrr en allt fólk innan þess fær að njóta sín. Kærleikurinn og vonin er drifkrafturinn í samfélag okkar. Án kærleikans verður samfélagið innantómt, hvernig við komum fram við náungann er mælikvarðinn á lífshlaup okkar. Þó að þetta geti hljómað eins og algild sannindi þá er það samfélag sem við byggjum okkur birtingarmyndin af gerðum okkar. Til að skapa réttlátt samfélag kærleiks og vonar er framkoma samfélagsins við okkar minnstu og fátækustu bærður og systur mælikvarðinn á það hvort við búum í kærleikssamfélagi eða ekki. Svo lengi sem við lítum undan og yppum öxlum yfir óréttlæti, fátækt, kúgun og ójöfnuði í uppgjöf erum við að bregðast kærleikanum. Því eins og við sósíalistar vitum: „Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Besta leiðin til að reisa gott samfélag er að byggja það út frá þörfum þeirra sem þurfa mest á samfélaginu að halda. Vonir og væntingar hinna fátæku, veiku, útilokuðu og kúguðu eru leiðarljós að góðu samfélagi. Kærleikshagkerfið er byggt upp frá þörfum hinna veiku.“ Úr Kærleikshagkerfið , erindi sósíalista í kosningunum 2021 Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun