Skyldi það vera vegna þess að það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 30. apríl 2021 14:31 Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit í þágu þjóðarinnar hafa lent í því að stórfyrirtæki kæri þá persónulega vegna starfa sinna fyrir almannahag. Flestir geta séð valdaójafnvægið í þeim leik og að slíkar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að taka þróttinn úr almannahagsmunum til þess að styrkja sérhagsmunina. Orð eins æðsta embættismanns þjóðarinnar hafa mikla þýðingu. Orðin sagði hann í umfjöllun um það hvernig forsvarsmenn Samherja hafa farið fram. Þarna var hins vegar ekki verið að færa þjóðinni glænýjan sannleika. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er einmitt það að verja almannahagsmuni og verja þá fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari í íslensku samfélagi en almannahagsmunirnir. Þar gegnir löggjöfin okkar algjöru grundvallarhlutverk. Með þeim augum verður að rýna stjórnarskrárfrumvarp um auðlindaákvæði, sem er lagt fram af hálfu forsætisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Skiptir þessi þögn einhverju máli? Já, vegna þess að þar með er þaggað niður í ákalli þjóðarinnar um eðlilegar leikreglur hvað varðar sjávarauðlindina. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? Í ákvæðinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Í hinu pólitíska samhengi er þetta það atriði sem öllu máli skiptir, að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin. Ef fram kæmi í stjórnarskrárákvæði að rétturinn til að nýta auðlindir væri tímabundinn væri löggjafinn bundinn til þess að útfæra það í annarri löggjöf til hversu langs tíma. Og ef stjórnarskráin væri skýr um þetta atriði gætu flokkar sem verja sérhagsmunina ekki komist hjá því að virða þennan rétt þjóðarinnar yfir auðlindunum sínum. Það getur verið mismunandi eftir því hvaða auðlindir eiga í hlut hvernig reglurnar eru en löggjafinn væri engu að síður alltaf skyldur til þess að gera tímabundna samninga um nýtingu. Í dag býr almenningur við það kerfi að samningar til að nýta sjávarauðlindina eru ótímabundnir. Sjávarútvegurinn er með auðlindina að láni, án þess að tryggt sé að þetta lán verði ekki varanlegt. Tímabinding réttinda er og á að vera meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin sjást reyndar gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Nýtt auðlindaákvæði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á skjön við almenna lagasetningu um auðlindir. Auðlindaákvæði flokkanna þriggja rammar í reynd inn algjörlega óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu. Skyldi það vera vegna þess að Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit í þágu þjóðarinnar hafa lent í því að stórfyrirtæki kæri þá persónulega vegna starfa sinna fyrir almannahag. Flestir geta séð valdaójafnvægið í þeim leik og að slíkar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að taka þróttinn úr almannahagsmunum til þess að styrkja sérhagsmunina. Orð eins æðsta embættismanns þjóðarinnar hafa mikla þýðingu. Orðin sagði hann í umfjöllun um það hvernig forsvarsmenn Samherja hafa farið fram. Þarna var hins vegar ekki verið að færa þjóðinni glænýjan sannleika. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er einmitt það að verja almannahagsmuni og verja þá fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari í íslensku samfélagi en almannahagsmunirnir. Þar gegnir löggjöfin okkar algjöru grundvallarhlutverk. Með þeim augum verður að rýna stjórnarskrárfrumvarp um auðlindaákvæði, sem er lagt fram af hálfu forsætisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Skiptir þessi þögn einhverju máli? Já, vegna þess að þar með er þaggað niður í ákalli þjóðarinnar um eðlilegar leikreglur hvað varðar sjávarauðlindina. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? Í ákvæðinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Í hinu pólitíska samhengi er þetta það atriði sem öllu máli skiptir, að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin. Ef fram kæmi í stjórnarskrárákvæði að rétturinn til að nýta auðlindir væri tímabundinn væri löggjafinn bundinn til þess að útfæra það í annarri löggjöf til hversu langs tíma. Og ef stjórnarskráin væri skýr um þetta atriði gætu flokkar sem verja sérhagsmunina ekki komist hjá því að virða þennan rétt þjóðarinnar yfir auðlindunum sínum. Það getur verið mismunandi eftir því hvaða auðlindir eiga í hlut hvernig reglurnar eru en löggjafinn væri engu að síður alltaf skyldur til þess að gera tímabundna samninga um nýtingu. Í dag býr almenningur við það kerfi að samningar til að nýta sjávarauðlindina eru ótímabundnir. Sjávarútvegurinn er með auðlindina að láni, án þess að tryggt sé að þetta lán verði ekki varanlegt. Tímabinding réttinda er og á að vera meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin sjást reyndar gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Nýtt auðlindaákvæði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á skjön við almenna lagasetningu um auðlindir. Auðlindaákvæði flokkanna þriggja rammar í reynd inn algjörlega óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu. Skyldi það vera vegna þess að Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun