Lárus: Þetta var bara góður körfuboltaleikur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2021 20:35 Lárus Jónsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Hann segir að næstu leikir verði notaðir til að undirbúa liðið fyrir úrslitakeppnina. vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var eðlilega ánægður með 98-96 sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Lárus segir að í heildina hafi þetta verið góður körfuboltaleikur hjá báðum liðum. „Við náðum kannski yfirhöndinni í seinni hálfleik og við enduðum fyrri hálfleik mjög vel,“ sagði Lárus eftir sigur kvöldsins. „Mér fannst Valsarar vera með yfirhöndina mest megnis af fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum náðum við að hægja aðeins á Jordan og þá vorum við aðeins með yfirhöndina, en annars var þetta bara rosalega jafn leikur.“ „Það er í rauninni ekki hægt að benda á eitthvað eitt sem vann leikinn. Við hittum mjög vel í seinni og svo vorum við kannski að frákasta aðeins betur en þeir. Eigum við ekki að segja það? Að góð hitni og fráköst hafi unnið leikinn.“ Lárus tók þó ekkert af Valsmönnum og hrósaði gæðum leiksins í kvöld, en var mest ánægður með að klára þennan leik eftir svekkjandi tap gegn Tindastól í seinustu umferð. „Það var í rauninni bara frábær hitni hjá báðum liðum í seinni hálfleik. Þetta var bara góður körfuboltaleikur. Ég held að bæði lið geti verið nokkuð ánægð fyrir úrslitakeppnina með það hvernig þau voru að spila.“ „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var og ég var bara mjög ánægður með leikinn okkar fyrir norðan á móti Tindastól. Þeir voru bara með mjög gott lið og við töpuðum bara þegar tvö sekúndubrot voru eftir. Við getum bara verið sæmilega ánægðir með þetta, og Valsarar ábyggilega líka.“ Þórsarar ferðast til Egilsstaða á mánudaginn þar sem Höttur bíður þeirra. Lárus segir að hann ætli að nota þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa liðið fyrir komandi úrslitakeppni. „Ég held að við bara reynum að halda áfram að bæta okkur og spila á eins háu leveli og við getum fyrir úrslitakeppnina. Höttur er bara einn partur af því og við mætum í þann leik og reynum að sjá hvar við getum orðið ennþá betri sem liðsheild.“ „Við erum núna í fyrsta skipti í svolítið langan tíma með allt liðið. Adomas er að koma aftur inn eftir leikbann og Styrmir er að finna sitt gamla form eftir að hafa misstigið sig þannig að við ætlum bara að nýta þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
„Við náðum kannski yfirhöndinni í seinni hálfleik og við enduðum fyrri hálfleik mjög vel,“ sagði Lárus eftir sigur kvöldsins. „Mér fannst Valsarar vera með yfirhöndina mest megnis af fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum náðum við að hægja aðeins á Jordan og þá vorum við aðeins með yfirhöndina, en annars var þetta bara rosalega jafn leikur.“ „Það er í rauninni ekki hægt að benda á eitthvað eitt sem vann leikinn. Við hittum mjög vel í seinni og svo vorum við kannski að frákasta aðeins betur en þeir. Eigum við ekki að segja það? Að góð hitni og fráköst hafi unnið leikinn.“ Lárus tók þó ekkert af Valsmönnum og hrósaði gæðum leiksins í kvöld, en var mest ánægður með að klára þennan leik eftir svekkjandi tap gegn Tindastól í seinustu umferð. „Það var í rauninni bara frábær hitni hjá báðum liðum í seinni hálfleik. Þetta var bara góður körfuboltaleikur. Ég held að bæði lið geti verið nokkuð ánægð fyrir úrslitakeppnina með það hvernig þau voru að spila.“ „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var og ég var bara mjög ánægður með leikinn okkar fyrir norðan á móti Tindastól. Þeir voru bara með mjög gott lið og við töpuðum bara þegar tvö sekúndubrot voru eftir. Við getum bara verið sæmilega ánægðir með þetta, og Valsarar ábyggilega líka.“ Þórsarar ferðast til Egilsstaða á mánudaginn þar sem Höttur bíður þeirra. Lárus segir að hann ætli að nota þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa liðið fyrir komandi úrslitakeppni. „Ég held að við bara reynum að halda áfram að bæta okkur og spila á eins háu leveli og við getum fyrir úrslitakeppnina. Höttur er bara einn partur af því og við mætum í þann leik og reynum að sjá hvar við getum orðið ennþá betri sem liðsheild.“ „Við erum núna í fyrsta skipti í svolítið langan tíma með allt liðið. Adomas er að koma aftur inn eftir leikbann og Styrmir er að finna sitt gamla form eftir að hafa misstigið sig þannig að við ætlum bara að nýta þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum