Suns hirti toppsætið af Jazz, Lakers tapaði í endurkomu LeBron og Tatum jafnaði stigamet Larry Bird Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2021 09:31 Jayson Tatum jafnaði met Larry Bird í nótt. The Athletic Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann stórsigur á Utah Jazz og hirti þar með toppsæti Vesturdeildarinnar. Los Angeles Lakers tapaði gegn Sacramento Kings af öllum liðum í endurkomu LeBron James. Meisturunum hefur gengið skelfilega að undanförnu og eiga erfiða leiki á næstunni. Þá jafnaði Jayson Tatum stigamet Boston Celtics en hann skoraði 60 stig í framlengdum leik gegn San Antonio Spurs. Phoeniz Suns gerði sér lítið fyrir og skellti Utah Jazz með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 121-100. Um var að ræða uppgjör toppliða Vesturdeildarinnar. Utah auðvitað enn án Donavan Mitchell og það sást í nótt. Suns var mun betri aðilinn frá upphafi og unnu sanngjarnan sigur. Devin Booker fór fyrir sínum mönnum í Suns með 31 stig. Chris Paul var með 12 stig og gaf níu stoðsendingar. Hjá Jazz var Bojan Bogdanović stigahæstur með 22 stig. 31 points for @DevinBook. 1st place out West for @Suns. pic.twitter.com/ERCYOMmyEy— NBA (@NBA) May 1, 2021 Jayson Tatum fór gjörsamlega á kostum í ótrúlegum leik Boston Celtics og San Antonio Spurs. Celtics vann þriggja stiga sigur í framlengdum leik, lokatölur 143-140 Celtics í vil. Tatum skoraði 60 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók átta fráköst í liði Boston. Þar með jafnaði hann stigamet Larry Bird fyrir Celtics. Jaylen Brown kom þar á eftir með 17 stig. Hjá Spurs var DeMar DeRozan stigahæstur með 30 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Þar á eftir komu Dejounte Murray og Lonnie Walker með 24 stig. 60 POINTS FOR JAYSON TATUM. Career high, ties BOS record (Bird) 31 PTS in 4th quarter & OT Leads @celtics 32-point comeback W pic.twitter.com/XxP9Sqf8cZ— NBA (@NBA) May 1, 2021 Russell Westbrook með þrennu er Washington Wizards vann Cleveland Cavaliers, lokatölur 122-93. Westbrook með 15 stig, 11 stoðsendingar og 12 fráköst. Philadelphia 76ers vann stórsigur á Atlanta Hawks, 126-104. Þeir Joel Embiid, Ben Simmons og Tobias Harris gerðu allir 18 stig fyrir 76ers en Dwight Howard stal senunni með 19 stigum og 11 fráköstum á aðeins 17 mínútum. Hjá Hawks var Trae Young með 32 stig á meðan Clitn Capela skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. CUE THAT SUPERMAN MUSIC@DwightHoward | #HereTheyCome pic.twitter.com/xRUD9cDAwl— Philadelphia 76ers (@sixers) May 1, 2021 LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers og var ætlast til að meistararnir myndu rúlla yfir slakt lið Sacramento King, annað kom á daginn. Kings byrjaði leikinn betur en Lakers var yfir í hálfleik. Meistararnir virtust hafa gert út um leikinn í þriðja leikhluta en Kings vann fjórða leikhluta með 14 stiga mun og leikinn þar af leiðandi með fjórum stigum, lokatölur 110-106. LeBron James skoraði 16 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók átta fráköst í endurkomu sinni. Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 11 fráköst. Hjá Kings var Tyrese Haliburton með 23 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Richaun Holmes með 22 stig. 23 points & 10 dimes from @TyHaliburton22 leads the @SacramentoKings to victory in Los Angeles. #SacramentoProud #NBARooks pic.twitter.com/8eayrNFbzp— NBA (@NBA) May 1, 2021 Lakers hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og situr nú í 5. sæti Vesturdeildar með 36 sigra og 27 töp. Það er mjög stutt í Dallas Mavericks [35-27] og Portland [35-28]. Lakers mætir Toronto Raptors í næsta leik en í kjölfarið koma fimm mjög erfiðir leikir gegn Denver Nuggets, Los Angeles Clippers, Portland, Suns og Knicks. Meistararnir þurfa því að fara stíga upp ef þeir ætla sér ekki að enda í sjöunda eða áttunda sæti. Stöðuna í NBA-deildinni má sjá hér en Suns og Jazz eru efst í Vesturdeildinni með 45 sigra og 18 töp. Í Austurdeildinni er Nets efst með 43 sigra og 21 tap á meðan 76ers er í öðru sæti með 42 sigra og 21 tap. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Los Angeles Lakers tapaði gegn Sacramento Kings af öllum liðum í endurkomu LeBron James. Meisturunum hefur gengið skelfilega að undanförnu og eiga erfiða leiki á næstunni. Þá jafnaði Jayson Tatum stigamet Boston Celtics en hann skoraði 60 stig í framlengdum leik gegn San Antonio Spurs. Phoeniz Suns gerði sér lítið fyrir og skellti Utah Jazz með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 121-100. Um var að ræða uppgjör toppliða Vesturdeildarinnar. Utah auðvitað enn án Donavan Mitchell og það sást í nótt. Suns var mun betri aðilinn frá upphafi og unnu sanngjarnan sigur. Devin Booker fór fyrir sínum mönnum í Suns með 31 stig. Chris Paul var með 12 stig og gaf níu stoðsendingar. Hjá Jazz var Bojan Bogdanović stigahæstur með 22 stig. 31 points for @DevinBook. 1st place out West for @Suns. pic.twitter.com/ERCYOMmyEy— NBA (@NBA) May 1, 2021 Jayson Tatum fór gjörsamlega á kostum í ótrúlegum leik Boston Celtics og San Antonio Spurs. Celtics vann þriggja stiga sigur í framlengdum leik, lokatölur 143-140 Celtics í vil. Tatum skoraði 60 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók átta fráköst í liði Boston. Þar með jafnaði hann stigamet Larry Bird fyrir Celtics. Jaylen Brown kom þar á eftir með 17 stig. Hjá Spurs var DeMar DeRozan stigahæstur með 30 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Þar á eftir komu Dejounte Murray og Lonnie Walker með 24 stig. 60 POINTS FOR JAYSON TATUM. Career high, ties BOS record (Bird) 31 PTS in 4th quarter & OT Leads @celtics 32-point comeback W pic.twitter.com/XxP9Sqf8cZ— NBA (@NBA) May 1, 2021 Russell Westbrook með þrennu er Washington Wizards vann Cleveland Cavaliers, lokatölur 122-93. Westbrook með 15 stig, 11 stoðsendingar og 12 fráköst. Philadelphia 76ers vann stórsigur á Atlanta Hawks, 126-104. Þeir Joel Embiid, Ben Simmons og Tobias Harris gerðu allir 18 stig fyrir 76ers en Dwight Howard stal senunni með 19 stigum og 11 fráköstum á aðeins 17 mínútum. Hjá Hawks var Trae Young með 32 stig á meðan Clitn Capela skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. CUE THAT SUPERMAN MUSIC@DwightHoward | #HereTheyCome pic.twitter.com/xRUD9cDAwl— Philadelphia 76ers (@sixers) May 1, 2021 LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers og var ætlast til að meistararnir myndu rúlla yfir slakt lið Sacramento King, annað kom á daginn. Kings byrjaði leikinn betur en Lakers var yfir í hálfleik. Meistararnir virtust hafa gert út um leikinn í þriðja leikhluta en Kings vann fjórða leikhluta með 14 stiga mun og leikinn þar af leiðandi með fjórum stigum, lokatölur 110-106. LeBron James skoraði 16 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók átta fráköst í endurkomu sinni. Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 11 fráköst. Hjá Kings var Tyrese Haliburton með 23 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Richaun Holmes með 22 stig. 23 points & 10 dimes from @TyHaliburton22 leads the @SacramentoKings to victory in Los Angeles. #SacramentoProud #NBARooks pic.twitter.com/8eayrNFbzp— NBA (@NBA) May 1, 2021 Lakers hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og situr nú í 5. sæti Vesturdeildar með 36 sigra og 27 töp. Það er mjög stutt í Dallas Mavericks [35-27] og Portland [35-28]. Lakers mætir Toronto Raptors í næsta leik en í kjölfarið koma fimm mjög erfiðir leikir gegn Denver Nuggets, Los Angeles Clippers, Portland, Suns og Knicks. Meistararnir þurfa því að fara stíga upp ef þeir ætla sér ekki að enda í sjöunda eða áttunda sæti. Stöðuna í NBA-deildinni má sjá hér en Suns og Jazz eru efst í Vesturdeildinni með 45 sigra og 18 töp. Í Austurdeildinni er Nets efst með 43 sigra og 21 tap á meðan 76ers er í öðru sæti með 42 sigra og 21 tap. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira