Elliði segir í samtali við Vísi að þeir sem greindust í gær tengist hópsmiti sem kom upp á vinnustað í bæjarfélaginu.

„Við erum bara farin að vera bjartsýn á að búið sé að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu hópsýkingar,“ segir Elliði.
Stefnt sé að því að koma Þorlákshöfn aftur af stað eftir að ýmiss konar þjónustu var lokað vegna hópsýkingarinnar. Hann reiknar til að mynda með að grunnskóli Þorlákshafnar verði opnaður á mánudag og sundlaug bæjarins opnuð á morgun.