Lygilegar tölur hjá Doncic í spennutrylli, Jokic sá um Clippers og Pacers skoruðu 152 stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2021 09:15 Luka Dončić var hreint út sagt magnaður í nótt. Dallas Mavericks Að venju var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem tíu leikir fóru fram. Luka Dončić var stórkostlegur í 125-124 sigri Dallas Mavericks á Washington Wizards. Nikola Jokić fór fyrir Denver Nuggets í sex stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-104. Þá skoruðu leikmenn Indiana Pacers 152 stig gegn aðeins 95 hjá Oklahoma City Thunder. Slóveninn ungi sá eins og áður sagði til þess að Dallas vann Washington í spennutrylli í nótt. Dončić var með þrefalda tvennu: 31 stig, 20 stoðsendingar og 12 fráköst. Síðasta stoðsendingin tryggði sigurinn en Dončić fann þá galopinn Dorian Finney-Smith í horninu. Luka and Russ DUELED in the @dallasmavs 125-124 win over Washington! Luka: 31 PTS, 12 REB, 20 AST (career high)Russ: 42 PTS, 10 REB, 9 AST pic.twitter.com/Z3lD0Klv8d— NBA (@NBA) May 2, 2021 Washington fór í lokasóknina en náði ekki að setja boltann í körfuna og Dallas fagnaði því naumum 125-124 sigri. Russell Westbrook var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Nikola Jokić átti ef til vill ekki alveg jafn góðan leik og Dončić en Serbinn var samt sem áður ástæða þess að Denver Nuggets lagði Los Angeles Clippers í nótt. Jokić skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Lokatölur 110-104 Denver í vil. 30 PTS, 14 REB, 7 AST for Jokic.5 straight wins for @nuggets. pic.twitter.com/LSbiWl8bE5— NBA (@NBA) May 2, 2021 Indiana Pacers skoruðu yfir 40 stig í fyrstu þremur leikhlutunum gegn Oklahoma City Thunder í nótt. Þó liðið hafi „aðeins“ skorað 26 í síðasta þá vann það samt þann leikhluta. Lokatölur 152-95 í biluðum leik. Þrír leikmenn Indiana skoruðu 25 stig eða meira. Domantas Sabonis splæsti í þrefalda tvennu en hann bauð upp á 26 stig, 19 fráköst og 14 stoðsendingar. Stigahæstur var Doug McDermott með 31 stig og þá skoraði Caris LeVert 25 stig. Domantas Sabonis becomes the third player with a first-half triple double since 1997-98! @Dsabonis11: 26p/19r/14a in @Pacers W pic.twitter.com/RKkwNxZWCK— NBA (@NBA) May 2, 2021 LaMelo Ball sneri til baka er lið hans, Charlotte Hornets, lagði Detroit Pistons 107-94. Bróðir hans, Lonzo Ball, skoraði 33 stig er New Orleans Pelicans lagði Minnesota Timberwolves í framlengdum leik, 140-136. Zion Williamson var samt stigahæstur allra á vellinum með 37 stig. Önnur úrslit Golden State Warriors 113-187 Houston Rockets Chicago Bulls 97-108 Atlanta Hawks Miami Heat 124-107 Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies 111-112 Orlando Magic Toronto Raptors 102-106 Utah Jazz Stöðuna í deildinni má finna hér. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Luka Dončić var stórkostlegur í 125-124 sigri Dallas Mavericks á Washington Wizards. Nikola Jokić fór fyrir Denver Nuggets í sex stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-104. Þá skoruðu leikmenn Indiana Pacers 152 stig gegn aðeins 95 hjá Oklahoma City Thunder. Slóveninn ungi sá eins og áður sagði til þess að Dallas vann Washington í spennutrylli í nótt. Dončić var með þrefalda tvennu: 31 stig, 20 stoðsendingar og 12 fráköst. Síðasta stoðsendingin tryggði sigurinn en Dončić fann þá galopinn Dorian Finney-Smith í horninu. Luka and Russ DUELED in the @dallasmavs 125-124 win over Washington! Luka: 31 PTS, 12 REB, 20 AST (career high)Russ: 42 PTS, 10 REB, 9 AST pic.twitter.com/Z3lD0Klv8d— NBA (@NBA) May 2, 2021 Washington fór í lokasóknina en náði ekki að setja boltann í körfuna og Dallas fagnaði því naumum 125-124 sigri. Russell Westbrook var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Nikola Jokić átti ef til vill ekki alveg jafn góðan leik og Dončić en Serbinn var samt sem áður ástæða þess að Denver Nuggets lagði Los Angeles Clippers í nótt. Jokić skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Lokatölur 110-104 Denver í vil. 30 PTS, 14 REB, 7 AST for Jokic.5 straight wins for @nuggets. pic.twitter.com/LSbiWl8bE5— NBA (@NBA) May 2, 2021 Indiana Pacers skoruðu yfir 40 stig í fyrstu þremur leikhlutunum gegn Oklahoma City Thunder í nótt. Þó liðið hafi „aðeins“ skorað 26 í síðasta þá vann það samt þann leikhluta. Lokatölur 152-95 í biluðum leik. Þrír leikmenn Indiana skoruðu 25 stig eða meira. Domantas Sabonis splæsti í þrefalda tvennu en hann bauð upp á 26 stig, 19 fráköst og 14 stoðsendingar. Stigahæstur var Doug McDermott með 31 stig og þá skoraði Caris LeVert 25 stig. Domantas Sabonis becomes the third player with a first-half triple double since 1997-98! @Dsabonis11: 26p/19r/14a in @Pacers W pic.twitter.com/RKkwNxZWCK— NBA (@NBA) May 2, 2021 LaMelo Ball sneri til baka er lið hans, Charlotte Hornets, lagði Detroit Pistons 107-94. Bróðir hans, Lonzo Ball, skoraði 33 stig er New Orleans Pelicans lagði Minnesota Timberwolves í framlengdum leik, 140-136. Zion Williamson var samt stigahæstur allra á vellinum með 37 stig. Önnur úrslit Golden State Warriors 113-187 Houston Rockets Chicago Bulls 97-108 Atlanta Hawks Miami Heat 124-107 Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies 111-112 Orlando Magic Toronto Raptors 102-106 Utah Jazz Stöðuna í deildinni má finna hér. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira