Bólusettu túristarnir eru lentir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 12:33 Flugvél Delta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vísir/Sigurjón Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Átta flugvélar eru á áætlun til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Sú fyrsta, á vegum bandaríska flugfélagsins Delta, lenti á áttunda tímanum í morgun frá New York. Um hundrað og þrjátíu farþegar voru um borð, ýmist bólusettir gegn Covid eða með mótefni. Fréttastofa hitti Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann segir komu Delta-vélarinnar marka ákveðin tímamót í kórónuveirufaraldrinum. „Þessi vél er kannski fyrsta vélin sem er aðallega að koma með „detikeraða“ ferðamenn, það er allur munurinn, sem sýnir að ferðamannasumarið er kannski að hefjast núna,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór á Keflavíkurflugvelli í morgun.Vísir/Sigurjón „Sá fjöldi véla sem er að koma núna þessa helgi og næstu daga sýnir það að þetta er aðeins að breytast núna inn í sumarið hjá okkur. Þetta eru kannski fyrstu merki um að landið sé að rísa, ekki bara í ferðaþjónustunni, heldur út úr þessum faraldri.“ Ferðamannastaumurinn muni vonandi byrja að aukast í maí og svo talsvert meira í júní. „Til að byrja með verður þetta væntanlega aðallega bólusettir Bandaríkjamenn og þeir sem geta framvísað vottorðum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem verða fyrstu alvöru túristarnir á landinu. En við munum þurfa að bíða væntanlega heldur lengur eftir fólki frá meginlandi Evrópu.“ Farþegar úr Delta-flugvélinni framvísa tilskildum skjölum við komu í morgun.Vísir/Sigurjón Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31 Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27 Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Átta flugvélar eru á áætlun til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Sú fyrsta, á vegum bandaríska flugfélagsins Delta, lenti á áttunda tímanum í morgun frá New York. Um hundrað og þrjátíu farþegar voru um borð, ýmist bólusettir gegn Covid eða með mótefni. Fréttastofa hitti Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann segir komu Delta-vélarinnar marka ákveðin tímamót í kórónuveirufaraldrinum. „Þessi vél er kannski fyrsta vélin sem er aðallega að koma með „detikeraða“ ferðamenn, það er allur munurinn, sem sýnir að ferðamannasumarið er kannski að hefjast núna,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór á Keflavíkurflugvelli í morgun.Vísir/Sigurjón „Sá fjöldi véla sem er að koma núna þessa helgi og næstu daga sýnir það að þetta er aðeins að breytast núna inn í sumarið hjá okkur. Þetta eru kannski fyrstu merki um að landið sé að rísa, ekki bara í ferðaþjónustunni, heldur út úr þessum faraldri.“ Ferðamannastaumurinn muni vonandi byrja að aukast í maí og svo talsvert meira í júní. „Til að byrja með verður þetta væntanlega aðallega bólusettir Bandaríkjamenn og þeir sem geta framvísað vottorðum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem verða fyrstu alvöru túristarnir á landinu. En við munum þurfa að bíða væntanlega heldur lengur eftir fólki frá meginlandi Evrópu.“ Farþegar úr Delta-flugvélinni framvísa tilskildum skjölum við komu í morgun.Vísir/Sigurjón
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31 Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27 Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31
Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27
Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51