Bjarndýr banaði konu í göngutúr Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2021 19:22 Þessi tiltekni svartbjörn heldur til í Kanada. Árásir þeirra á menn eru mjög sjaldgæfar. Vísir/Getty Svartbjörn banaði 39 ára gamalli konu í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Er það í fjórða sinn sem björn banar manneskju í ríkinu frá 1960, þegar byrjað var að halda utan um slíkar upplýsingar. Konan fór í göngutúr með tvo hunda sína en þegar kærasti hennar kom heim um kvöldið voru hundarnir tveir fyrir utan húsið sem þau bjuggu í og hún hvergi sjáanleg. Hundarnir voru enn með gönguólar og hóf maðurinn því leit að konunni. Hann fann lík hennar um klukkustund síðar. Í frétt Washington Post segir að birna og tveir húnar hennar hefir verið felld á svæðinu þar sem konan dó og rannsókn á innihaldi maga dýranna hafi sýnt fram á að þeir bönuðu konunni. Í grein Washington Post segir að sérfræðingar telji margar árásir bjarndýra á menn mega rekja til hunda. Ráðist hafi verið á menn sem hafi viljað bjarga hundum sínum frá bjarndýrum og í öðrum tilfellum hafi hundar rambað á bjarndýr og hlaupið aftur til eigenda sinna með bjarndýr á hælunum. Í tilkynningu frá yfirvöldum í Colorado segir um einstaklega sorglegt atvik sé að ræða, sem sé áminning varðandi það að birnir geti verið hættulegir. Svartbirnir eru í langflestum tilfellum hræddir við menn og hlaupa frá þeim. Áætlað er að um sautján til tuttugu þúsund svartbirni megi finna í Colorado. Í tilkynningunni kemur fram að hin atvikin þrjú, þar sem svartbjörn banaði fólki, hafi átt sér stað árið 2009, 1993 og 1971. Árið 1971 réðst gamall björn á nýbökuð hjón sem voru í útilegu. Björninn særði konuna og banaði manninum. Hann var svo felldur í kjölfarið og fannst plastfata í maga hans. Árið 1991 braut stór björn sér leið inn í húsbíl í ríkinu og banaði þar manni. Talið er að björninn hafi verið að leita sér að mat og eigandi bílsins skaut dýrið og reyndi að fella það. Það tókst honum þó ekki og fór sem fór. Björninn var felldur nokkrum dögum síðar. Ári 2009 banaði svartbjörn 74 ára konu skammt frá heimili hennar í Colorado og át hana. Þegar lögregluþjónar voru á vettvangi sáu þeir björn. Sá virtist ekkert óttast menn og nálgaðist þá, svo þeir felldu dýrið. Rannsókn á magainnihaldi bjarnarins sýndi ekki fram á með afgerandi hætti hvort dýrið hefði banað konunni. Næsta dag var stór björn felldur sem nálgaðist veiðiverði með ógnandi hætti. Mannahold og bútar úr fötum fundust í maga þess bjarnar og leiddi frekari rannsókn í ljós að konan hafði verið að gefa björnum að éta í bakgarði sínum. Bandaríkin Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Konan fór í göngutúr með tvo hunda sína en þegar kærasti hennar kom heim um kvöldið voru hundarnir tveir fyrir utan húsið sem þau bjuggu í og hún hvergi sjáanleg. Hundarnir voru enn með gönguólar og hóf maðurinn því leit að konunni. Hann fann lík hennar um klukkustund síðar. Í frétt Washington Post segir að birna og tveir húnar hennar hefir verið felld á svæðinu þar sem konan dó og rannsókn á innihaldi maga dýranna hafi sýnt fram á að þeir bönuðu konunni. Í grein Washington Post segir að sérfræðingar telji margar árásir bjarndýra á menn mega rekja til hunda. Ráðist hafi verið á menn sem hafi viljað bjarga hundum sínum frá bjarndýrum og í öðrum tilfellum hafi hundar rambað á bjarndýr og hlaupið aftur til eigenda sinna með bjarndýr á hælunum. Í tilkynningu frá yfirvöldum í Colorado segir um einstaklega sorglegt atvik sé að ræða, sem sé áminning varðandi það að birnir geti verið hættulegir. Svartbirnir eru í langflestum tilfellum hræddir við menn og hlaupa frá þeim. Áætlað er að um sautján til tuttugu þúsund svartbirni megi finna í Colorado. Í tilkynningunni kemur fram að hin atvikin þrjú, þar sem svartbjörn banaði fólki, hafi átt sér stað árið 2009, 1993 og 1971. Árið 1971 réðst gamall björn á nýbökuð hjón sem voru í útilegu. Björninn særði konuna og banaði manninum. Hann var svo felldur í kjölfarið og fannst plastfata í maga hans. Árið 1991 braut stór björn sér leið inn í húsbíl í ríkinu og banaði þar manni. Talið er að björninn hafi verið að leita sér að mat og eigandi bílsins skaut dýrið og reyndi að fella það. Það tókst honum þó ekki og fór sem fór. Björninn var felldur nokkrum dögum síðar. Ári 2009 banaði svartbjörn 74 ára konu skammt frá heimili hennar í Colorado og át hana. Þegar lögregluþjónar voru á vettvangi sáu þeir björn. Sá virtist ekkert óttast menn og nálgaðist þá, svo þeir felldu dýrið. Rannsókn á magainnihaldi bjarnarins sýndi ekki fram á með afgerandi hætti hvort dýrið hefði banað konunni. Næsta dag var stór björn felldur sem nálgaðist veiðiverði með ógnandi hætti. Mannahold og bútar úr fötum fundust í maga þess bjarnar og leiddi frekari rannsókn í ljós að konan hafði verið að gefa björnum að éta í bakgarði sínum.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira