Merk tímamót á Króknum: „Höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2021 11:01 Óskar Smári Haraldsson og Guðni Þór Einarsson eru þjálfarar Tindastóls. Þeir voru í borginni í gær á árlegum kynningarfundi vegna upphafs Pepsi Max-deildarinnar. vísir/Sigurjón Á morgun rennur upp merkur dagur í íþróttasögu Skagafjarðar þegar Tindastóll spilar sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta. Tindastólskonur eiga hins vegar erfitt sumar fyrir höndum og er spáð botnsætinu í Pepsi Max-deildinni. Tindastóll tekur á móti Þrótti R. og verður fyrsta spyrnan á Sauðárkróksvelli tekin kl. 18. Guðni Þór Einarsson, annar tveggja þjálfara Tindastóls, tekur undir að vissulega sé mikill fiðringur í Skagfirðingum: „Stemningin á Króknum er mjög góð. Við hlökkum mikið til að taka þátt og spila við bestu lið landsins,“ segir Guðni en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni þjálfari Tindastóls sem spáð er botnsætinu „Það er mikill fílingur í okkur og okkar stuðningsmönnum, og við öll klár í verkefnið. Við erum náttúrulega algjörlega pressulaus, eina pressan er frá okkur sjálfum, en við vitum hvað við getum og hlökkum til að glíma við þessi lið,“ segir Guðni. Sauðkrækingar eru undir enn minni pressu eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar: „Síðan ég byrjaði fyrir tæpum fjórum árum síðan þá hefur okkur alltaf verið spáð misjöfnu gengi. Við höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur,“ segir Guðni. Ofboðslega ánægð með okkar stelpur Það vekur athygli hve litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og ljóst að Guðni og hans fólk ætlar að treysta á þá leikmenn sem komu liðinu í efstu deild. En ætlar félagið að fá frekari liðsstyrk? „Við höldum því alveg opnu. En við erum búin að vera ofboðslega ánægð með okkar stelpur núna í vetur. Við höfum spilað við þessi lið eins og Blika, Þór/KA og Stjörnuna, og erum mjög ánægð með hópinn. Við lokum samt engum dyrum ef að góðir leikmenn bjóðast.“ Jón Stefán Jónsson hætti í vetur eftir að hafa þjálfað Tindastól með Guðna og tók Óskar Smári Haraldsson við af Jóni: „Auðvitað er eftirsjá af Jónsa, góðum vini mínum. Hann tók að sér starf á Akureyri. En ég er mjög ánægður með að fá Óskar Smára með í teymið. Hann er búinn að þjálfa hjá Stjörnunni síðustu ár og þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Guðni. Tindastóll Pepsi Max-deild kvenna Skagafjörður Tengdar fréttir „Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00 „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Tindastóll tekur á móti Þrótti R. og verður fyrsta spyrnan á Sauðárkróksvelli tekin kl. 18. Guðni Þór Einarsson, annar tveggja þjálfara Tindastóls, tekur undir að vissulega sé mikill fiðringur í Skagfirðingum: „Stemningin á Króknum er mjög góð. Við hlökkum mikið til að taka þátt og spila við bestu lið landsins,“ segir Guðni en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni þjálfari Tindastóls sem spáð er botnsætinu „Það er mikill fílingur í okkur og okkar stuðningsmönnum, og við öll klár í verkefnið. Við erum náttúrulega algjörlega pressulaus, eina pressan er frá okkur sjálfum, en við vitum hvað við getum og hlökkum til að glíma við þessi lið,“ segir Guðni. Sauðkrækingar eru undir enn minni pressu eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar: „Síðan ég byrjaði fyrir tæpum fjórum árum síðan þá hefur okkur alltaf verið spáð misjöfnu gengi. Við höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur,“ segir Guðni. Ofboðslega ánægð með okkar stelpur Það vekur athygli hve litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og ljóst að Guðni og hans fólk ætlar að treysta á þá leikmenn sem komu liðinu í efstu deild. En ætlar félagið að fá frekari liðsstyrk? „Við höldum því alveg opnu. En við erum búin að vera ofboðslega ánægð með okkar stelpur núna í vetur. Við höfum spilað við þessi lið eins og Blika, Þór/KA og Stjörnuna, og erum mjög ánægð með hópinn. Við lokum samt engum dyrum ef að góðir leikmenn bjóðast.“ Jón Stefán Jónsson hætti í vetur eftir að hafa þjálfað Tindastól með Guðna og tók Óskar Smári Haraldsson við af Jóni: „Auðvitað er eftirsjá af Jónsa, góðum vini mínum. Hann tók að sér starf á Akureyri. En ég er mjög ánægður með að fá Óskar Smára með í teymið. Hann er búinn að þjálfa hjá Stjörnunni síðustu ár og þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Guðni.
Tindastóll Pepsi Max-deild kvenna Skagafjörður Tengdar fréttir „Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00 „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00
„Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31
Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32