Sektar Mentor um 3,5 milljónir vegna öryggisbrestsins Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2021 11:27 Vegna veikleika í kerfinu gátu tveir aðilar, einn á Íslandi og annar í Svíþjóð, nálgast kennitölur og myndir, svokallaða avatars, samtals 424 barna án þess að hafa til þess heimild. Vísir/Samsett Persónuvernd hefur lagt 3,5 milljóna króna stjórnvaldssekt InfoMentor ehf. vegna öryggisbrests sem átti sér stað í vefkerfinu Mentor í febrúar 2019. Vegna veikleika í kerfinu gátu tveir aðilar, einn á Íslandi og annar í Svíþjóð, nálgast kennitölur og myndir, svokallaða avatars, samtals 424 barna án þess að hafa til þess heimild. Frá þessu segir á vef Persónuverndar. Þar segir að veikleikinn hafi falist í því að sex stafa kerfisnúmer nemenda hafi verið sýnileg í vefslóð tiltekinnar síðu í Mentor-kerfinu og unnt hefði verið að nálgast þær persónuupplýsingar sem þar var að finna með því einu að breyta tölum í viðkomandi vefslóð. „InfoMentor ehf. gekkst við því að mannleg mistök hefðu orðið til þess að lagfæringu veikleikans hefði ekki verið lokið að fullu, þrátt fyrir að fyrirmæli hefðu verið gefin þar um. Þannig hafði lausn þegar verið þróuð, en ekki innleidd í kerfið fyrr en eftir að fyrirtækinu varð kunnugt um öryggisbrestinn. Taldi Persónuvernd að koma hefði mátt í veg fyrir öryggisbrestinn með fullnægjandi eftirfylgni og prófunum öryggisráðstafana.“ Sendu líka kennitölur barnanna til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að InfoMentor hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga innan Mentor-kerfisins með þeim hætti sem áskilið er persónuverndarlögum. Persónuvernd taldi sömuleiðis að InfoMentor hafi ekki tryggt fullnægjandi öryggi persónuupplýsinga þeirra skráðu einstaklinga sem urðu fyrir áhrifum öryggisbrestsins þegar fyrirtækið sendi kennitölur hlutaðeigandi einstaklinga í nokkrum tilvikum til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill „Við ákvörðun stjórnvaldssektarinnar var einkum horft til fjölda þeirra skráðu einstaklinga sem öryggisbresturinn hafði áhrif á og sem hefðu getað orðið fyrir áhrifum hans með tilliti til fjölda notenda Mentor-kerfisins. Einnig hafði mikla þýðingu að um var að ræða persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar laga nr. 90/2018 og reglugerðarinnar. Þá taldi Persónuvernd þurfa að gera enn ríkari kröfur en ella til InfoMentors ehf. sem vinnsluaðila í ljósi þess að meginstarfsemi fyrirtækisins felst í þróun og rekstri vefkerfis sem er sérstaklega ætlað fyrir vinnslu persónuupplýsinga um börn. Á hinn bóginn benti ekkert til þess að skráðir einstaklingar hefðu orðið fyrir tjóni vegna öryggisbrestsins, auk þess sem InfoMentor ehf. lagði fram gögn sem sýndu fram á ýmsar ráðstafanir sem fyrirtækið hafði gripið til með það að markmiði að tryggja öryggi persónuupplýsinga í Mentor-kerfinu. Þótti stjórnvaldssektin því hæfilega ákveðin kr. 3.500.000,“ segir á vef Persónuverndar. Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Frá þessu segir á vef Persónuverndar. Þar segir að veikleikinn hafi falist í því að sex stafa kerfisnúmer nemenda hafi verið sýnileg í vefslóð tiltekinnar síðu í Mentor-kerfinu og unnt hefði verið að nálgast þær persónuupplýsingar sem þar var að finna með því einu að breyta tölum í viðkomandi vefslóð. „InfoMentor ehf. gekkst við því að mannleg mistök hefðu orðið til þess að lagfæringu veikleikans hefði ekki verið lokið að fullu, þrátt fyrir að fyrirmæli hefðu verið gefin þar um. Þannig hafði lausn þegar verið þróuð, en ekki innleidd í kerfið fyrr en eftir að fyrirtækinu varð kunnugt um öryggisbrestinn. Taldi Persónuvernd að koma hefði mátt í veg fyrir öryggisbrestinn með fullnægjandi eftirfylgni og prófunum öryggisráðstafana.“ Sendu líka kennitölur barnanna til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að InfoMentor hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga innan Mentor-kerfisins með þeim hætti sem áskilið er persónuverndarlögum. Persónuvernd taldi sömuleiðis að InfoMentor hafi ekki tryggt fullnægjandi öryggi persónuupplýsinga þeirra skráðu einstaklinga sem urðu fyrir áhrifum öryggisbrestsins þegar fyrirtækið sendi kennitölur hlutaðeigandi einstaklinga í nokkrum tilvikum til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill „Við ákvörðun stjórnvaldssektarinnar var einkum horft til fjölda þeirra skráðu einstaklinga sem öryggisbresturinn hafði áhrif á og sem hefðu getað orðið fyrir áhrifum hans með tilliti til fjölda notenda Mentor-kerfisins. Einnig hafði mikla þýðingu að um var að ræða persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar laga nr. 90/2018 og reglugerðarinnar. Þá taldi Persónuvernd þurfa að gera enn ríkari kröfur en ella til InfoMentors ehf. sem vinnsluaðila í ljósi þess að meginstarfsemi fyrirtækisins felst í þróun og rekstri vefkerfis sem er sérstaklega ætlað fyrir vinnslu persónuupplýsinga um börn. Á hinn bóginn benti ekkert til þess að skráðir einstaklingar hefðu orðið fyrir tjóni vegna öryggisbrestsins, auk þess sem InfoMentor ehf. lagði fram gögn sem sýndu fram á ýmsar ráðstafanir sem fyrirtækið hafði gripið til með það að markmiði að tryggja öryggi persónuupplýsinga í Mentor-kerfinu. Þótti stjórnvaldssektin því hæfilega ákveðin kr. 3.500.000,“ segir á vef Persónuverndar.
Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira