Svo gæti farið að fyrirliði Barcelona hafi með þessu hópefli sínu brotið sóttvarnarreglur sem voru í gildi á svæðinu.
Fólk má hittast utan og innan dyra í Katalóníu en aldrei þó fleiri en sex saman í einu. Það er ljóst að það voru miklu fleiri komnir saman þegar Messi bauð öllu Barcelona liðinu heim til sín í Castelldefels, sem er útborg Barcelona við Miðjarðarhafið.
La Liga has opened an investigation into whether Barcelona's players breached coronavirus regulations by attending a lunch at Messi's house, a league source confirmed to ESPN. pic.twitter.com/Y55dcMB8Cc
— ESPN FC (@ESPNFC) May 4, 2021
Börsungar vildu þjappa hópnum saman fyrir stórleik á móti Atletico Madrid um næstu helgi sem er einn af úrslitaleikjunum um spænska meistaratitilinn í ár.
ESPN hefur heimildir fyrir því að bæði leikmenn og makar þeirra hafi mætt í boðið en að þau hafi haldið sig utan dyra og borðað á aðskildum borðum. Messi hafi því passað upp á það að virða allar þær sóttvarnarreglur sem La Liga hefur sett.
Það breytir því þó ekki að forráðamenn La Liga vilja vita meira um hvað fór fram í matarboði Messi. Það þykir líka mikilvægt að áberandi menn eins og leikmenn Barcelona séu góð fyrirmynd á erfiðum tímum eins og nú í þessum miðja heimsfaraldri.
Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, gaf leikmönnum Barcelona frí daginn eftir matarboðið og fyrsta æfing var ekki fyrr en í kvöld. Leikurinn við Atletico fer fram á Nývangi á laugardaginn.