Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 13:33 Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar Madridar, og Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, fagna saman sigri í kosningunum í gærkvöldi. Vísir/EPA Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. Þegar 99,9% atkvæða höfðu verið talin í dag hafði Lýðflokkur Isabelu Díaz Ayuso unnið 65 sæti á héraðsþinginu og þannig tvöfaldað þingstyrk sinn frá því í kosningunum árið 2019. Flokkurinn náði þó ekki meirihluta þingsæta. Vox, hægriöfgaflokkur sem hefur vaxið ásmegin víða á Spáni undanfarin ár, virðist bæta við sig einu þingsæti og hljóta um níu prósent atkvæða. Saman gætu flokkarnir myndað meirihluta en það yrði þó á skjön við stefnu Pablo Casado, leiðtoga Lýðflokksins, um að fjarlægja sig harðlínustefnu Vox. Díaz Ayuso boðaði snemma til kosninga eftir að slitnaði upp úr samstarfi Lýðflokksins og miðhægriflokksins Borgaranna. Vox varði þá stjórn falli. Borgararnir guldu afhroð og unnu ekki eitt einasta sæti á héraðsþinginu. Þeir hafa verið með 26 sæti frá 2019. Vinstriflokkarnir eru ekki í stöðu til að mynda stjórn. Sósíalistaflokkur Pedros Sánchez forsætisráðherra tapaði stórt, fer úr 37 þingsætum í 24. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, hlaut aðeins um 7,2 atkvæða og tíu þingsæti en Pablo Iglesias, leiðtogi flokksins, sagði af sér sem ráðherra í ríkisstjórn til að bjóða sig fram til forseta héraðsstjórnarinnar. Iglesias tilkynnti að hann ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum eftir ósigurinn. Útilokar ekki aðkomu Vox að héraðsstjórninni Madridar-svæðið hefur verið eitt helsta vígi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, um áratugaskeið. Flokkurinn hefur stýrt héraðinu undanfarin 26 ár. Sigurinn nú er sagður gefa flokknum byr í seglin fyrir þingkosningar árið 2023 þar sem hann stefnir á að fella minnahlutastjórn sósíalista og vinstrimanna. „Lýðflokkurinn er tilbúinn í þingkosningar. Þetta er upphaf endaloka Pedros Sánchez. Stóri taparinn var Pedro Sánchez,“ segir Pablo Montesinos, þingmaður Lýðflokksins um úrslitin. Ekki liggur þó enn fyrir hvernig héraðsstjórninni í Madrid verður háttað eftir kosningarnar. Rocío Monasterio, leiðtogi Vox, hefur ekki tekið af tvímæli um hvort að flokkur hennar ætli að verja stjórn Lýðflokksins falli eða krefjast þess að fá aðild að stjórninni. Í útvarpsviðtölum í morgun útilokaði Díaz Ayuso ekki þann möguleika að fulltrúar Vox tækju sæti í héraðsstjórninni. Kjörsókn var óvenjumikil í gær þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var rúm 76 prósent, ellefu stigum hærri en árið 2019. Faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir voru á meðal helstu málanna í kosningabaráttunni en Díaz Ayuso vann sér stuðning marga veitingahúsa- og fyrirtækjaeigenda með því að leyfa ýmis konar starfsemi sem stöðvaðist annars staðar í faraldrinum. Þungt var yfir Pablo Iglesias, leiðtoga Sameinaðar getum við, eftir ósigur vinstriflokkanna í Madrid. Hann sagði af sér sem ráðherra til að bjóða sig fram til héraðsstjórnarinnar. Eftir að úrslitin urðu ljós í gær sagðist hann ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum.Vísir/EPA Ólíklegt að stjórnin riði til falls Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkur Sánchez forsætisráðherra hafi fengið sína verstu útkomu í Madrid frá endurreisn lýðræðis á 8. áratug síðustu aldar telja stjórnmálaskýrendur afar ósennilegt að úrslitin felli minnihlutastjórn hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lýðflokkurinn hefur ekki nógu mörg þingsæti á landsþinginu til þess að koma í gegn vantrausti á stjórnina og Sánchez hefur lítinn hvata til að boða snemma til kosningar eftir afhroðið á höfuðborgarsvæðinu. Ört hefur verið kosið til spænska þingsins á undanförnum árum. Risavaxið spillingarmál Lýðflokksins og harðar deilur um sjálfstæðisbaráttu Katalóna ofan á viðvarandi bágborið efnahagsástand eftir efnahagskreppuna árið 2008 hefur valdið pólitískum óstöðugleika og stjórnarkreppu. Eftir að stjórn Lýðflokksins hrökklaðist frá völdum árið 2018 mynduðu sósíalistar minnihlutastjórn. Ekki tókst að mynda nýja ríkisstjórn eftir tvennar kosningar í framhaldinu en eftir þær þriðju púsluðu sósíalistar og Sameinaðar getum við saman minnihlutastjórninni sem hefur verið við völd frá því í janúar í fyrra. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í oddastöðu í Madrid Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkurinn Vox verði í oddastöðu eftir héraðsþingskosningar í Madrid á Spáni í dag. Flestar kannanir benda til þess að Lýðflokkur núverandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur amast gegn sóttvarnaraðgerðum landsstjórnarinnar fái flest atkvæði. 4. maí 2021 11:13 Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Þegar 99,9% atkvæða höfðu verið talin í dag hafði Lýðflokkur Isabelu Díaz Ayuso unnið 65 sæti á héraðsþinginu og þannig tvöfaldað þingstyrk sinn frá því í kosningunum árið 2019. Flokkurinn náði þó ekki meirihluta þingsæta. Vox, hægriöfgaflokkur sem hefur vaxið ásmegin víða á Spáni undanfarin ár, virðist bæta við sig einu þingsæti og hljóta um níu prósent atkvæða. Saman gætu flokkarnir myndað meirihluta en það yrði þó á skjön við stefnu Pablo Casado, leiðtoga Lýðflokksins, um að fjarlægja sig harðlínustefnu Vox. Díaz Ayuso boðaði snemma til kosninga eftir að slitnaði upp úr samstarfi Lýðflokksins og miðhægriflokksins Borgaranna. Vox varði þá stjórn falli. Borgararnir guldu afhroð og unnu ekki eitt einasta sæti á héraðsþinginu. Þeir hafa verið með 26 sæti frá 2019. Vinstriflokkarnir eru ekki í stöðu til að mynda stjórn. Sósíalistaflokkur Pedros Sánchez forsætisráðherra tapaði stórt, fer úr 37 þingsætum í 24. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, hlaut aðeins um 7,2 atkvæða og tíu þingsæti en Pablo Iglesias, leiðtogi flokksins, sagði af sér sem ráðherra í ríkisstjórn til að bjóða sig fram til forseta héraðsstjórnarinnar. Iglesias tilkynnti að hann ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum eftir ósigurinn. Útilokar ekki aðkomu Vox að héraðsstjórninni Madridar-svæðið hefur verið eitt helsta vígi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, um áratugaskeið. Flokkurinn hefur stýrt héraðinu undanfarin 26 ár. Sigurinn nú er sagður gefa flokknum byr í seglin fyrir þingkosningar árið 2023 þar sem hann stefnir á að fella minnahlutastjórn sósíalista og vinstrimanna. „Lýðflokkurinn er tilbúinn í þingkosningar. Þetta er upphaf endaloka Pedros Sánchez. Stóri taparinn var Pedro Sánchez,“ segir Pablo Montesinos, þingmaður Lýðflokksins um úrslitin. Ekki liggur þó enn fyrir hvernig héraðsstjórninni í Madrid verður háttað eftir kosningarnar. Rocío Monasterio, leiðtogi Vox, hefur ekki tekið af tvímæli um hvort að flokkur hennar ætli að verja stjórn Lýðflokksins falli eða krefjast þess að fá aðild að stjórninni. Í útvarpsviðtölum í morgun útilokaði Díaz Ayuso ekki þann möguleika að fulltrúar Vox tækju sæti í héraðsstjórninni. Kjörsókn var óvenjumikil í gær þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var rúm 76 prósent, ellefu stigum hærri en árið 2019. Faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir voru á meðal helstu málanna í kosningabaráttunni en Díaz Ayuso vann sér stuðning marga veitingahúsa- og fyrirtækjaeigenda með því að leyfa ýmis konar starfsemi sem stöðvaðist annars staðar í faraldrinum. Þungt var yfir Pablo Iglesias, leiðtoga Sameinaðar getum við, eftir ósigur vinstriflokkanna í Madrid. Hann sagði af sér sem ráðherra til að bjóða sig fram til héraðsstjórnarinnar. Eftir að úrslitin urðu ljós í gær sagðist hann ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum.Vísir/EPA Ólíklegt að stjórnin riði til falls Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkur Sánchez forsætisráðherra hafi fengið sína verstu útkomu í Madrid frá endurreisn lýðræðis á 8. áratug síðustu aldar telja stjórnmálaskýrendur afar ósennilegt að úrslitin felli minnihlutastjórn hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lýðflokkurinn hefur ekki nógu mörg þingsæti á landsþinginu til þess að koma í gegn vantrausti á stjórnina og Sánchez hefur lítinn hvata til að boða snemma til kosningar eftir afhroðið á höfuðborgarsvæðinu. Ört hefur verið kosið til spænska þingsins á undanförnum árum. Risavaxið spillingarmál Lýðflokksins og harðar deilur um sjálfstæðisbaráttu Katalóna ofan á viðvarandi bágborið efnahagsástand eftir efnahagskreppuna árið 2008 hefur valdið pólitískum óstöðugleika og stjórnarkreppu. Eftir að stjórn Lýðflokksins hrökklaðist frá völdum árið 2018 mynduðu sósíalistar minnihlutastjórn. Ekki tókst að mynda nýja ríkisstjórn eftir tvennar kosningar í framhaldinu en eftir þær þriðju púsluðu sósíalistar og Sameinaðar getum við saman minnihlutastjórninni sem hefur verið við völd frá því í janúar í fyrra.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í oddastöðu í Madrid Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkurinn Vox verði í oddastöðu eftir héraðsþingskosningar í Madrid á Spáni í dag. Flestar kannanir benda til þess að Lýðflokkur núverandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur amast gegn sóttvarnaraðgerðum landsstjórnarinnar fái flest atkvæði. 4. maí 2021 11:13 Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Hægriöfgaflokkur gæti komist í oddastöðu í Madrid Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkurinn Vox verði í oddastöðu eftir héraðsþingskosningar í Madrid á Spáni í dag. Flestar kannanir benda til þess að Lýðflokkur núverandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur amast gegn sóttvarnaraðgerðum landsstjórnarinnar fái flest atkvæði. 4. maí 2021 11:13
Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45