„Þráhyggja Viðreisnar“ Daði Már Kristófersson skrifar 6. maí 2021 12:02 Svo hljóðar yfirskrift leiðara í því ágæta málgagni Morgunblaðinu. Þar er kvartað yfir því að Viðreisn haldi á lofti kröfu sinnu um að þjóðin ákveði framtíðarstefnu í Evrópumálum. Í mínum huga er Morgunblaðið þarna, skiljanlega, að rugla með hugtök. Það sem Morgunblaðið kallar þráhyggju er í raun þær hugsjónir sem Viðreisn byggir á – almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Hvers vegna teljum við mikilvægt að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni? Hver vegna erum við á móti ótímabundinni úthlutun kvóta og stöðnuðu landbúnaðarkerfi. Hvers vegna berjumst við fyrir stöðugri gjaldmiðli? Hvers vegna viljum við að ríkið leiti hagkvæmustu leiða í að reka velferðarkerfið? Hvers vegna viljum við að almenningur í landinu fái að ákveða framtíð samskipta við Evrópuþjóðir? Ástæðan er einföld. Við teljum að þarna séu dæmi um eftirgjöf við sérhagsmunaöfl á kostnað hagsmuna almennings. Sterkir hagmunir fárra Stjórnmál eru viðkvæm fyrir sérhagsmunum. Þegar sérhagsmunahópar sjá tækifæri til að breyta reglum sér í hag eru þeir tilbúnir að verja til þess umtalsverðum verðmætum. Þó samanlagðir hagmunir almennings séu stærri, eru hagmunir hvers og eins ekki nægilega stórir til að almenningur taki til varna. Stjórnmálamenn falla í kjölfarið fyrir málflutningi sérhagsmunaaflanna. Þetta er ekki sér íslenskt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt. Til er heil fræðigrein um þetta fyrirbæri – svokölluð almannavalsfræði. Hugsjónafólk þarf að berjast á móti. Sérhagsmunagæsla leiðir til sóunar Þjónkun við sérhagsmunahópa er dýrkeypt fyrir samfélagið. Þeim verðmætum sem sérhagsmunahóparnir verja til að öðlast og viðhalda sérhagsmununum er sóað. Dæmi um slíkan kostnað er rekstur áróðurstækja eins og fjölmiðla, rekstur hagsmunasamtaka, þrýstingur á stjórnmálamenn, greiðslur til stjórnmálaflokka og grimmd í baráttu við meinta andstæðinga, eins og seðlabankastjóri benti nýverið á. Því stærri sem hagsmunirnir eru því meiri verður sóunin. Hinn duldi kostnaður sérhagsmuna Ekki minna áhyggjuefni er hinn duldi kostnaður þess að láta eftir sérhagsmunum. Hann felst í þeim glötuðu tækifærum sem ekki urðu vegna þess að snjallt fólk með góðar hugmyndir fékk aldrei tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Það tilheyrði ekki sérhagsmunahópnum. Snillinga framtíðarinnar, einstaklingana með frábæru hugmyndirnar sem munu koma okkur öllum til góða, er að finna meðal æskunnar. Ætlum við að takmarka tækifæri þeirra með því að loka fyrir þeim möguleikum til að hrinda þeim í framkvæmd? Vona að einungis afkomendur sægreifa fái góðar hugmyndir um nýtingu auðlinda hafsins? Vona að krónan haldist stöðug svo snilldar hugmyndir í nýsköpun verði framkvæmdar? Vona að einokunarfyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína? Svar Viðreisnar við þessum spurningum er nei. Stöðugt þarf að berjast fyrir hagsmunum almennings gagnvart sérhagsmunum. Því meira sem gefið er eftir gagnvart þeim því minni verða tækifæri framtíðarinnar. Þessi barátta er vissulega þráhyggja Viðreisnar. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Alþingi Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Svo hljóðar yfirskrift leiðara í því ágæta málgagni Morgunblaðinu. Þar er kvartað yfir því að Viðreisn haldi á lofti kröfu sinnu um að þjóðin ákveði framtíðarstefnu í Evrópumálum. Í mínum huga er Morgunblaðið þarna, skiljanlega, að rugla með hugtök. Það sem Morgunblaðið kallar þráhyggju er í raun þær hugsjónir sem Viðreisn byggir á – almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Hvers vegna teljum við mikilvægt að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni? Hver vegna erum við á móti ótímabundinni úthlutun kvóta og stöðnuðu landbúnaðarkerfi. Hvers vegna berjumst við fyrir stöðugri gjaldmiðli? Hvers vegna viljum við að ríkið leiti hagkvæmustu leiða í að reka velferðarkerfið? Hvers vegna viljum við að almenningur í landinu fái að ákveða framtíð samskipta við Evrópuþjóðir? Ástæðan er einföld. Við teljum að þarna séu dæmi um eftirgjöf við sérhagsmunaöfl á kostnað hagsmuna almennings. Sterkir hagmunir fárra Stjórnmál eru viðkvæm fyrir sérhagsmunum. Þegar sérhagsmunahópar sjá tækifæri til að breyta reglum sér í hag eru þeir tilbúnir að verja til þess umtalsverðum verðmætum. Þó samanlagðir hagmunir almennings séu stærri, eru hagmunir hvers og eins ekki nægilega stórir til að almenningur taki til varna. Stjórnmálamenn falla í kjölfarið fyrir málflutningi sérhagsmunaaflanna. Þetta er ekki sér íslenskt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt. Til er heil fræðigrein um þetta fyrirbæri – svokölluð almannavalsfræði. Hugsjónafólk þarf að berjast á móti. Sérhagsmunagæsla leiðir til sóunar Þjónkun við sérhagsmunahópa er dýrkeypt fyrir samfélagið. Þeim verðmætum sem sérhagsmunahóparnir verja til að öðlast og viðhalda sérhagsmununum er sóað. Dæmi um slíkan kostnað er rekstur áróðurstækja eins og fjölmiðla, rekstur hagsmunasamtaka, þrýstingur á stjórnmálamenn, greiðslur til stjórnmálaflokka og grimmd í baráttu við meinta andstæðinga, eins og seðlabankastjóri benti nýverið á. Því stærri sem hagsmunirnir eru því meiri verður sóunin. Hinn duldi kostnaður sérhagsmuna Ekki minna áhyggjuefni er hinn duldi kostnaður þess að láta eftir sérhagsmunum. Hann felst í þeim glötuðu tækifærum sem ekki urðu vegna þess að snjallt fólk með góðar hugmyndir fékk aldrei tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Það tilheyrði ekki sérhagsmunahópnum. Snillinga framtíðarinnar, einstaklingana með frábæru hugmyndirnar sem munu koma okkur öllum til góða, er að finna meðal æskunnar. Ætlum við að takmarka tækifæri þeirra með því að loka fyrir þeim möguleikum til að hrinda þeim í framkvæmd? Vona að einungis afkomendur sægreifa fái góðar hugmyndir um nýtingu auðlinda hafsins? Vona að krónan haldist stöðug svo snilldar hugmyndir í nýsköpun verði framkvæmdar? Vona að einokunarfyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína? Svar Viðreisnar við þessum spurningum er nei. Stöðugt þarf að berjast fyrir hagsmunum almennings gagnvart sérhagsmunum. Því meira sem gefið er eftir gagnvart þeim því minni verða tækifæri framtíðarinnar. Þessi barátta er vissulega þráhyggja Viðreisnar. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun