„Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur um stóra berjarunnamálið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2021 10:49 Guðmundur í „garðinum“. Vísir/Vilhelm „Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason um þá ákvörðun borgarráðs að hafna deiliskipulagsbreytingu í Vogabyggð. Ákvörðunin hefur það í för með sér að íbúum á fyrstu hæð er skylt að vera með örlítinn grasblett og berjarunna á lóð sinni. „Ég hélt að mér væri að takast þetta, eftir að hafa fengið þau í heimsókn,“ segir hann. „Og ég vil meina að þau hafi tekið undir að það væru vankantar á þessu.“ „Þau“ eru borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn breytingunni. Það var verktakafyrirtækið ÞG sem sótti um breytingu á deiliskipulaginu en samkvæmt núgildandi skipulagi er gerð krafa um að sérafnotafletir skuli að lágmarki hafa 50 prósent gróðurþekju og að minnsta kosti einn berjarunna. „Að mati lóðarhafa þá er hér um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðareigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika eigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna. Finnst lóðarhafa deiliskipulagið ganga of langt varðandi frágang sérafnotarýma,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa, sem var neikvæður gagnvart breytingunni. En hver er þá staðan? Samkvæmt Fréttablaðinu spurði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í gær að því hverjar afleiðingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa reitinn eins og þeir vildu. Svarið var að ekki yrði framkvæmd lokaúttekt á sérafnotareitunum en skilmálaeftirlit sent á svæðið ef aðrir íbúar kvörtuðu. „Þetta eru auðvitað fráleit afskipti af heimilum fólks. Kerfið verður að vera sveigjanlegt,“ hefur Fréttablaðið eftir Hildi. Í umræðunni hefur margoft verið bent á að vafasamt verði að teljast að gróður muni þrífast vel í skugga skjólveggja. Spurður að því hvort hann sé á leiðinni að kaupa sér runna svarar Guðmundur: „Ég veit það ekki. Við ætlum að meta þetta. Sjáum bara til hvað gerist.“ Hann segist furða sig á þeirri stöðu sem upp er komin. Reykjavík Skipulag Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Ég hélt að mér væri að takast þetta, eftir að hafa fengið þau í heimsókn,“ segir hann. „Og ég vil meina að þau hafi tekið undir að það væru vankantar á þessu.“ „Þau“ eru borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn breytingunni. Það var verktakafyrirtækið ÞG sem sótti um breytingu á deiliskipulaginu en samkvæmt núgildandi skipulagi er gerð krafa um að sérafnotafletir skuli að lágmarki hafa 50 prósent gróðurþekju og að minnsta kosti einn berjarunna. „Að mati lóðarhafa þá er hér um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðareigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika eigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna. Finnst lóðarhafa deiliskipulagið ganga of langt varðandi frágang sérafnotarýma,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa, sem var neikvæður gagnvart breytingunni. En hver er þá staðan? Samkvæmt Fréttablaðinu spurði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í gær að því hverjar afleiðingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa reitinn eins og þeir vildu. Svarið var að ekki yrði framkvæmd lokaúttekt á sérafnotareitunum en skilmálaeftirlit sent á svæðið ef aðrir íbúar kvörtuðu. „Þetta eru auðvitað fráleit afskipti af heimilum fólks. Kerfið verður að vera sveigjanlegt,“ hefur Fréttablaðið eftir Hildi. Í umræðunni hefur margoft verið bent á að vafasamt verði að teljast að gróður muni þrífast vel í skugga skjólveggja. Spurður að því hvort hann sé á leiðinni að kaupa sér runna svarar Guðmundur: „Ég veit það ekki. Við ætlum að meta þetta. Sjáum bara til hvað gerist.“ Hann segist furða sig á þeirri stöðu sem upp er komin.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira