Dæmd fyrir að slá son sinn ítrekað í deilum um Fortnite-spilun Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2021 21:01 Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári. Myndin er úr safni. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt móður í fjögurra mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið þrettán ára son sinn eftir rifrildi þeirra í millum um Fortnite-spilamennsku sonarins sem móðirin taldi meiri en góðu hófi gegndi. Fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Í dómnum kemur fram að þáverandi sambýlismaður konunnar, sem einnig var ákærður í málinu, hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa haldið drengnum föstum á meðan móðirin sló hann ítrekað í andlitið svo blæddi úr munni. Sagðist maðurinn hafa stokkið inn í alvarlegar aðstæður í samskiptum mæðginanna og ekki gert annað en að taka utan um drenginn og haldið höndum hans föstum fyrir aftan bak til að koma í veg fyrir að „drengurinn hjólaði í móður sína“. Vildi ekki slökkva á tölvunni Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári, en konan var sakfelld fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Umrætt atvik átti sérstað 19. febrúar 2020, en drengurinn sagðist þá ekki vilja fara sofa klukkan 23 líkt og hann var beðinn um, þar sem það væri ekki skóli daginn eftir. Móðirin hafi þá slökkt á netbeini og drengurinn við það reiðst mjög. Segir að sambýlismaður móðurinnar hafi svo blandað sér í málið, verið „mjög reiður“ og haldið drengnum. Móðurinni og manninum, sem voru á þeim tímapunkti nýbyrjuð saman, bar ekki saman um hvað hafi gerst umrætt kvöld. Neituðu þau bæði sök og vísuðu ábyrð á því sem gerðist umrætt sinn ýmist yfir á hvort annað eða þá drenginn. Sleginn ítrekað í andlit með flötum lófa Dómurinn taldi það hins vegar yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir eindregna sakarneitun, að móðirin hafi veist að drengnum með ofbeldi og slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa þannig að blæddi úr munni hans. Var því hafnað, líkt og kom fram í framburði móðurinnar, að hún hafi valdið áverka í munni drengsins með því að grípa um munn hans. Var háttsemi konunnar gagnvart barni sínu þess utan talin hafa verið „ógnandi, ruddaleg, ósiðleg og undir engum kringumstæðum réttlætanleg“. Konan var dæmd til greiðslu hálfrar milljónar í miskabætur til drendsins, auk greiðslu sakarkostnaðar, um tvær milljónir króna. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Í dómnum kemur fram að þáverandi sambýlismaður konunnar, sem einnig var ákærður í málinu, hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa haldið drengnum föstum á meðan móðirin sló hann ítrekað í andlitið svo blæddi úr munni. Sagðist maðurinn hafa stokkið inn í alvarlegar aðstæður í samskiptum mæðginanna og ekki gert annað en að taka utan um drenginn og haldið höndum hans föstum fyrir aftan bak til að koma í veg fyrir að „drengurinn hjólaði í móður sína“. Vildi ekki slökkva á tölvunni Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári, en konan var sakfelld fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Umrætt atvik átti sérstað 19. febrúar 2020, en drengurinn sagðist þá ekki vilja fara sofa klukkan 23 líkt og hann var beðinn um, þar sem það væri ekki skóli daginn eftir. Móðirin hafi þá slökkt á netbeini og drengurinn við það reiðst mjög. Segir að sambýlismaður móðurinnar hafi svo blandað sér í málið, verið „mjög reiður“ og haldið drengnum. Móðurinni og manninum, sem voru á þeim tímapunkti nýbyrjuð saman, bar ekki saman um hvað hafi gerst umrætt kvöld. Neituðu þau bæði sök og vísuðu ábyrð á því sem gerðist umrætt sinn ýmist yfir á hvort annað eða þá drenginn. Sleginn ítrekað í andlit með flötum lófa Dómurinn taldi það hins vegar yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir eindregna sakarneitun, að móðirin hafi veist að drengnum með ofbeldi og slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa þannig að blæddi úr munni hans. Var því hafnað, líkt og kom fram í framburði móðurinnar, að hún hafi valdið áverka í munni drengsins með því að grípa um munn hans. Var háttsemi konunnar gagnvart barni sínu þess utan talin hafa verið „ógnandi, ruddaleg, ósiðleg og undir engum kringumstæðum réttlætanleg“. Konan var dæmd til greiðslu hálfrar milljónar í miskabætur til drendsins, auk greiðslu sakarkostnaðar, um tvær milljónir króna.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira