Fyrir sterkara og loftslagsþolnara samfélag Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 8. maí 2021 09:18 Loftslagsvá nútímans kallar á fjölbreyttar aðgerðir. Engin ein lausn mun duga til heldur þarf samstillt átak á öllum sviðum samfélagsins. Fyrst og fremst þarf að draga úr losun - og það hratt, en svo er ekki síður mikilvægt að binda það umframkolefni sem þegar er komið út í andrúmsloftið. Minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukin kolefnisbinding eru dæmi um mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og í þær hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst beint kröftum sínum hingað til. Við höfum t.d. sett af stað fjölda fjármagnaðra aðgerða til þess að draga úr losun og aukið til muna umfang skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis. Niðurdæling koldíoxíðs á vegum Carbfix er líka dæmi um afar mikilvægar mótvægisaðgerðir sem trúlega munu sækja í sig veðrið á komandi árum, ekki bara hér á landi. Búast má við að fleiri verkefnum á sviði föngunar koldíoxíðs úr andrúmslofti verði hleypt af stokkunum. Nýjustu tölur um losun á beinni ábyrgð Íslands sýna að samdráttur í losun er hafinn , þótt ljóst sé að samdrátturinn þurfi að verða mun hraðari á næstu árum. Þar þurfa allir að leggjast á eitt; stjórnvöld, atvinnulífið og einstaklingar. En svo er það hin hliðin á peningnum, en hún snýr að aðlögun samfélagsins og innviða þess að breytingum sem óhjákvæmilega munu verða. Breytingum sem við munum ekki geta komið í veg fyrir með mótvægisaðgerðum. Aukin úrkomuákefð, hætta á skriðuföllum, hækkun sjávarborðs og súrnun og hlýnun sjávar. Allt eru þetta dæmi um áhrif loftslagsbreytinga sem við verðum að bregðast við. Náttúrufarslegar breytingar leiða síðan af sér samfélagslegar breytingar. Við þurfum ekki síður að búa okkur undir þær og kappkosta að þær komi ekki harðar niður á sumum þjóðfélagshópum umfram aðra. Við þurfum í stuttu máli að búa okkur undir breyttan heim og efla viðnámsþrótt samfélagsins. Aðlögun sett á dagskrá Við byggjum á góðum grunni. Við eigum fært vísindafólk og erum illu heilli, alvön að bregðast við náttúruvá. Þótt við séum skemmra á veg komin í aðlögunarmálum en nágrannalöndin munu brátt liggja fyrir drög að fyrstu aðlögunarstefnu Íslands. Stefnan verður undanfari aðlögunaráætlunar stjórnvalda. Í nýliðinni viku var tilkynnt um nýja skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, en hún verður nokkurskonar heimili fyrir skipulagningu aðlögunarmála í samfélaginu – samstarfsvettvangur fagstofnana, hagaðila og vísindasamfélagsins. Grundvöllur réttra viðbragða er að við höfum aðgang að upplýsingum og góðan skilning á því sem er að gerast í umhverfi okkar. Þar mun ný skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar gegna lykilhlutverki. Lágmörkum samfélagslegan skaða Árið sem leið og fyrstu mánuðir nýs árs hafa sýnt okkur mikilvægi þess að við séum vel undirbúin og vel á verði. Rigningar, skriður, skjálftar og eldsumbrot, í bland við farsótt, hafa skapað krefjandi aðstæður og valdið mörgu fólki margvíslegu tjóni. Eins og gefur að skilja er aðlögun að loftslagsbreytingum gríðar víðfeðmur málaflokkur og í raun hugsanagangur sem samfélagið í heild þarf að tileinka sér á næstu árum. Það eru ótal afleidd samfélagsleg áhrif og margskonar mögulegt tjón. En aðgerðir til aðlögunar geta einnig búið til ný störf og ef rétt er á málum haldið eiga þær að skapa okkur sterkari innviði og loftslagsþolnara samfélag en ella, þar sem áhætta á samfélagslegum skaða vegna áhrifa loftslagsbreytinga er lágmörkuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Loftslagsvá nútímans kallar á fjölbreyttar aðgerðir. Engin ein lausn mun duga til heldur þarf samstillt átak á öllum sviðum samfélagsins. Fyrst og fremst þarf að draga úr losun - og það hratt, en svo er ekki síður mikilvægt að binda það umframkolefni sem þegar er komið út í andrúmsloftið. Minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukin kolefnisbinding eru dæmi um mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og í þær hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst beint kröftum sínum hingað til. Við höfum t.d. sett af stað fjölda fjármagnaðra aðgerða til þess að draga úr losun og aukið til muna umfang skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis. Niðurdæling koldíoxíðs á vegum Carbfix er líka dæmi um afar mikilvægar mótvægisaðgerðir sem trúlega munu sækja í sig veðrið á komandi árum, ekki bara hér á landi. Búast má við að fleiri verkefnum á sviði föngunar koldíoxíðs úr andrúmslofti verði hleypt af stokkunum. Nýjustu tölur um losun á beinni ábyrgð Íslands sýna að samdráttur í losun er hafinn , þótt ljóst sé að samdrátturinn þurfi að verða mun hraðari á næstu árum. Þar þurfa allir að leggjast á eitt; stjórnvöld, atvinnulífið og einstaklingar. En svo er það hin hliðin á peningnum, en hún snýr að aðlögun samfélagsins og innviða þess að breytingum sem óhjákvæmilega munu verða. Breytingum sem við munum ekki geta komið í veg fyrir með mótvægisaðgerðum. Aukin úrkomuákefð, hætta á skriðuföllum, hækkun sjávarborðs og súrnun og hlýnun sjávar. Allt eru þetta dæmi um áhrif loftslagsbreytinga sem við verðum að bregðast við. Náttúrufarslegar breytingar leiða síðan af sér samfélagslegar breytingar. Við þurfum ekki síður að búa okkur undir þær og kappkosta að þær komi ekki harðar niður á sumum þjóðfélagshópum umfram aðra. Við þurfum í stuttu máli að búa okkur undir breyttan heim og efla viðnámsþrótt samfélagsins. Aðlögun sett á dagskrá Við byggjum á góðum grunni. Við eigum fært vísindafólk og erum illu heilli, alvön að bregðast við náttúruvá. Þótt við séum skemmra á veg komin í aðlögunarmálum en nágrannalöndin munu brátt liggja fyrir drög að fyrstu aðlögunarstefnu Íslands. Stefnan verður undanfari aðlögunaráætlunar stjórnvalda. Í nýliðinni viku var tilkynnt um nýja skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, en hún verður nokkurskonar heimili fyrir skipulagningu aðlögunarmála í samfélaginu – samstarfsvettvangur fagstofnana, hagaðila og vísindasamfélagsins. Grundvöllur réttra viðbragða er að við höfum aðgang að upplýsingum og góðan skilning á því sem er að gerast í umhverfi okkar. Þar mun ný skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar gegna lykilhlutverki. Lágmörkum samfélagslegan skaða Árið sem leið og fyrstu mánuðir nýs árs hafa sýnt okkur mikilvægi þess að við séum vel undirbúin og vel á verði. Rigningar, skriður, skjálftar og eldsumbrot, í bland við farsótt, hafa skapað krefjandi aðstæður og valdið mörgu fólki margvíslegu tjóni. Eins og gefur að skilja er aðlögun að loftslagsbreytingum gríðar víðfeðmur málaflokkur og í raun hugsanagangur sem samfélagið í heild þarf að tileinka sér á næstu árum. Það eru ótal afleidd samfélagsleg áhrif og margskonar mögulegt tjón. En aðgerðir til aðlögunar geta einnig búið til ný störf og ef rétt er á málum haldið eiga þær að skapa okkur sterkari innviði og loftslagsþolnara samfélag en ella, þar sem áhætta á samfélagslegum skaða vegna áhrifa loftslagsbreytinga er lágmörkuð.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun