Fyrir sterkara og loftslagsþolnara samfélag Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 8. maí 2021 09:18 Loftslagsvá nútímans kallar á fjölbreyttar aðgerðir. Engin ein lausn mun duga til heldur þarf samstillt átak á öllum sviðum samfélagsins. Fyrst og fremst þarf að draga úr losun - og það hratt, en svo er ekki síður mikilvægt að binda það umframkolefni sem þegar er komið út í andrúmsloftið. Minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukin kolefnisbinding eru dæmi um mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og í þær hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst beint kröftum sínum hingað til. Við höfum t.d. sett af stað fjölda fjármagnaðra aðgerða til þess að draga úr losun og aukið til muna umfang skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis. Niðurdæling koldíoxíðs á vegum Carbfix er líka dæmi um afar mikilvægar mótvægisaðgerðir sem trúlega munu sækja í sig veðrið á komandi árum, ekki bara hér á landi. Búast má við að fleiri verkefnum á sviði föngunar koldíoxíðs úr andrúmslofti verði hleypt af stokkunum. Nýjustu tölur um losun á beinni ábyrgð Íslands sýna að samdráttur í losun er hafinn , þótt ljóst sé að samdrátturinn þurfi að verða mun hraðari á næstu árum. Þar þurfa allir að leggjast á eitt; stjórnvöld, atvinnulífið og einstaklingar. En svo er það hin hliðin á peningnum, en hún snýr að aðlögun samfélagsins og innviða þess að breytingum sem óhjákvæmilega munu verða. Breytingum sem við munum ekki geta komið í veg fyrir með mótvægisaðgerðum. Aukin úrkomuákefð, hætta á skriðuföllum, hækkun sjávarborðs og súrnun og hlýnun sjávar. Allt eru þetta dæmi um áhrif loftslagsbreytinga sem við verðum að bregðast við. Náttúrufarslegar breytingar leiða síðan af sér samfélagslegar breytingar. Við þurfum ekki síður að búa okkur undir þær og kappkosta að þær komi ekki harðar niður á sumum þjóðfélagshópum umfram aðra. Við þurfum í stuttu máli að búa okkur undir breyttan heim og efla viðnámsþrótt samfélagsins. Aðlögun sett á dagskrá Við byggjum á góðum grunni. Við eigum fært vísindafólk og erum illu heilli, alvön að bregðast við náttúruvá. Þótt við séum skemmra á veg komin í aðlögunarmálum en nágrannalöndin munu brátt liggja fyrir drög að fyrstu aðlögunarstefnu Íslands. Stefnan verður undanfari aðlögunaráætlunar stjórnvalda. Í nýliðinni viku var tilkynnt um nýja skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, en hún verður nokkurskonar heimili fyrir skipulagningu aðlögunarmála í samfélaginu – samstarfsvettvangur fagstofnana, hagaðila og vísindasamfélagsins. Grundvöllur réttra viðbragða er að við höfum aðgang að upplýsingum og góðan skilning á því sem er að gerast í umhverfi okkar. Þar mun ný skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar gegna lykilhlutverki. Lágmörkum samfélagslegan skaða Árið sem leið og fyrstu mánuðir nýs árs hafa sýnt okkur mikilvægi þess að við séum vel undirbúin og vel á verði. Rigningar, skriður, skjálftar og eldsumbrot, í bland við farsótt, hafa skapað krefjandi aðstæður og valdið mörgu fólki margvíslegu tjóni. Eins og gefur að skilja er aðlögun að loftslagsbreytingum gríðar víðfeðmur málaflokkur og í raun hugsanagangur sem samfélagið í heild þarf að tileinka sér á næstu árum. Það eru ótal afleidd samfélagsleg áhrif og margskonar mögulegt tjón. En aðgerðir til aðlögunar geta einnig búið til ný störf og ef rétt er á málum haldið eiga þær að skapa okkur sterkari innviði og loftslagsþolnara samfélag en ella, þar sem áhætta á samfélagslegum skaða vegna áhrifa loftslagsbreytinga er lágmörkuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsvá nútímans kallar á fjölbreyttar aðgerðir. Engin ein lausn mun duga til heldur þarf samstillt átak á öllum sviðum samfélagsins. Fyrst og fremst þarf að draga úr losun - og það hratt, en svo er ekki síður mikilvægt að binda það umframkolefni sem þegar er komið út í andrúmsloftið. Minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukin kolefnisbinding eru dæmi um mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og í þær hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst beint kröftum sínum hingað til. Við höfum t.d. sett af stað fjölda fjármagnaðra aðgerða til þess að draga úr losun og aukið til muna umfang skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis. Niðurdæling koldíoxíðs á vegum Carbfix er líka dæmi um afar mikilvægar mótvægisaðgerðir sem trúlega munu sækja í sig veðrið á komandi árum, ekki bara hér á landi. Búast má við að fleiri verkefnum á sviði föngunar koldíoxíðs úr andrúmslofti verði hleypt af stokkunum. Nýjustu tölur um losun á beinni ábyrgð Íslands sýna að samdráttur í losun er hafinn , þótt ljóst sé að samdrátturinn þurfi að verða mun hraðari á næstu árum. Þar þurfa allir að leggjast á eitt; stjórnvöld, atvinnulífið og einstaklingar. En svo er það hin hliðin á peningnum, en hún snýr að aðlögun samfélagsins og innviða þess að breytingum sem óhjákvæmilega munu verða. Breytingum sem við munum ekki geta komið í veg fyrir með mótvægisaðgerðum. Aukin úrkomuákefð, hætta á skriðuföllum, hækkun sjávarborðs og súrnun og hlýnun sjávar. Allt eru þetta dæmi um áhrif loftslagsbreytinga sem við verðum að bregðast við. Náttúrufarslegar breytingar leiða síðan af sér samfélagslegar breytingar. Við þurfum ekki síður að búa okkur undir þær og kappkosta að þær komi ekki harðar niður á sumum þjóðfélagshópum umfram aðra. Við þurfum í stuttu máli að búa okkur undir breyttan heim og efla viðnámsþrótt samfélagsins. Aðlögun sett á dagskrá Við byggjum á góðum grunni. Við eigum fært vísindafólk og erum illu heilli, alvön að bregðast við náttúruvá. Þótt við séum skemmra á veg komin í aðlögunarmálum en nágrannalöndin munu brátt liggja fyrir drög að fyrstu aðlögunarstefnu Íslands. Stefnan verður undanfari aðlögunaráætlunar stjórnvalda. Í nýliðinni viku var tilkynnt um nýja skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, en hún verður nokkurskonar heimili fyrir skipulagningu aðlögunarmála í samfélaginu – samstarfsvettvangur fagstofnana, hagaðila og vísindasamfélagsins. Grundvöllur réttra viðbragða er að við höfum aðgang að upplýsingum og góðan skilning á því sem er að gerast í umhverfi okkar. Þar mun ný skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar gegna lykilhlutverki. Lágmörkum samfélagslegan skaða Árið sem leið og fyrstu mánuðir nýs árs hafa sýnt okkur mikilvægi þess að við séum vel undirbúin og vel á verði. Rigningar, skriður, skjálftar og eldsumbrot, í bland við farsótt, hafa skapað krefjandi aðstæður og valdið mörgu fólki margvíslegu tjóni. Eins og gefur að skilja er aðlögun að loftslagsbreytingum gríðar víðfeðmur málaflokkur og í raun hugsanagangur sem samfélagið í heild þarf að tileinka sér á næstu árum. Það eru ótal afleidd samfélagsleg áhrif og margskonar mögulegt tjón. En aðgerðir til aðlögunar geta einnig búið til ný störf og ef rétt er á málum haldið eiga þær að skapa okkur sterkari innviði og loftslagsþolnara samfélag en ella, þar sem áhætta á samfélagslegum skaða vegna áhrifa loftslagsbreytinga er lágmörkuð.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun