Duglegir og vinnusamir Grindvíkingar að taka við sér á hárréttum tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2021 09:46 Grindvíkingar eru að vakna á frábærum tímapunkti. vísir/bára Framganga Grindavíkur í síðustu leikjum hefur verið frábær en liðið er að taka við sér skömmu fyrir úrslitakeppni. Frammistaða þeirra var rædd í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Grindavík hafði betur gegn Tindastól fyrir helgi en þeir hafa unnið þrjá leiki í röð; gegn ÍR, KR og nú síðast Tindastól. Þeir eru í fimmta sætinu með 22 stig í góðum málum. Framherjinn Kazembe Abif gekk í raðir þeirra gulklæddu undir lok febrúar og hann hefur komist betur og betur í takt við leik liðsins. „Það er gott þú nefnir hægt og rólega því hann gerir allt hægt og rólega. Ég talaði um fyrir tveimur þáttum síðan að hann væri lélegasti Kani deildarinnar en eins og margt sem maður segir, þá hefur maður kolrangt fyrir sér,“ sagði Sævar. Hann bætti við: „Það gekk allt upp hjá honum í þessum leik. Hann er mikill af burðum og ekkert lamb að leika sér við. Hann er með ágætis stroku, fínar hreyfingar. Það virkaði eins og hann væri ekki í formi en hann er mjög hægt og bítandi að komast í leikform. Það á hárréttum tíma.“ Benedikt Guðmundsson segir að það sé allt annað að sjá Grindavíkurliðið í síðustu leikjum. Margir hafi stigið upp eftir komu Kazembe. „Ég er ekki enn tilbúinn að kvittera undir að hann sé hæfileikaríkur leikmaður en hann má eiga það að hann er ofboðslega duglegur. Grindavíkurliðið í þessum sigurleikjum; eru bara allir duglegir.“ „Vinnusemin, dugnaðurinn. Það er ekki langt síðan að við vorum með Ólaf Ólafsson hérna í hverju viðtalinu á fætur öðru að hann væri tilbúinn að koma af bekknum ef að það hjálpaði einhverjum. Nú eru allir að berjast og þetta er ein heild,“ bætti Benedikt við. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Grindavík á uppleið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Grindavík hafði betur gegn Tindastól fyrir helgi en þeir hafa unnið þrjá leiki í röð; gegn ÍR, KR og nú síðast Tindastól. Þeir eru í fimmta sætinu með 22 stig í góðum málum. Framherjinn Kazembe Abif gekk í raðir þeirra gulklæddu undir lok febrúar og hann hefur komist betur og betur í takt við leik liðsins. „Það er gott þú nefnir hægt og rólega því hann gerir allt hægt og rólega. Ég talaði um fyrir tveimur þáttum síðan að hann væri lélegasti Kani deildarinnar en eins og margt sem maður segir, þá hefur maður kolrangt fyrir sér,“ sagði Sævar. Hann bætti við: „Það gekk allt upp hjá honum í þessum leik. Hann er mikill af burðum og ekkert lamb að leika sér við. Hann er með ágætis stroku, fínar hreyfingar. Það virkaði eins og hann væri ekki í formi en hann er mjög hægt og bítandi að komast í leikform. Það á hárréttum tíma.“ Benedikt Guðmundsson segir að það sé allt annað að sjá Grindavíkurliðið í síðustu leikjum. Margir hafi stigið upp eftir komu Kazembe. „Ég er ekki enn tilbúinn að kvittera undir að hann sé hæfileikaríkur leikmaður en hann má eiga það að hann er ofboðslega duglegur. Grindavíkurliðið í þessum sigurleikjum; eru bara allir duglegir.“ „Vinnusemin, dugnaðurinn. Það er ekki langt síðan að við vorum með Ólaf Ólafsson hérna í hverju viðtalinu á fætur öðru að hann væri tilbúinn að koma af bekknum ef að það hjálpaði einhverjum. Nú eru allir að berjast og þetta er ein heild,“ bætti Benedikt við. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Grindavík á uppleið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira