„Það var ansi súrt svona tveimur vikum fyrir mót. Maður var orðinn virkilega spenntur fyrir fyrsta leik, sérstaklega gegn mínu gamla liði. Svo þetta er virkilega súrt,“ sagði Tryggvi Hrafn í viðtali í dag en Valsmenn fengu loks Íslandsmeistaratitilinn fyrir sigur í Pepsi Max deild karla árið 2020 afhentan.
„Bara æfa með Jóa þjálfara á hverjum degi og Einar Óli sjúkraþjálfari fer mjög vel með mig. Þeir gefa mér góð fyrirmæli og maður fylgir þeim,“ sagði Tryggvi Hrafn aðspurður út svona hvernig hann væri að tækla meiðslin.
„Við erum að horfa í miðjan júní, eftir landsleikjahléið, ef allt gengur að óskum. Það er spilað rosalega þétt svo hálft mótið er búið þegar maður snýr aftur en ég stefni á að ná Evrópu allavega,“ sagði Tryggvi að endingu um endurkomuna.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.