Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Samúel Karl Ólason og skrifa 12. maí 2021 14:44 Liz Cheney, eftir atkvæðagreiðsluna. AP/Scott Applewhite Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. Hún ætlar að sitja áfram á þingi en lýsti því yfir bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna að hún myndi halda áfram að standa í hárinu á Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ekki taka þátt í lygum hans. „Ef þið viljið leiðtoga sem hjálpar við að dreifa hættulegum lygum hans, er ég ekki manneskjan fyrir ykkur. Þið hafið úr nógum öðrum að velja. Það verður þeirra arfleifð,“ sagði Cheney í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar við baul nokkurra annarra þingmanna, samkvæmt frétt Politico. „En ég lofa ykkur því, að eftir daginn í dag mun ég halda áfram baráttunni í því að koma aftur á íhaldssömum grunngildum flokks okkar og þjóðar, að sigrast á sósíalisma, að verja lýðveldi okkar og að gera Repúblikanaflokkinn aftur verðugan þess að vera kallaður flokkur Lincolns,“ bætti hún við. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ræddi hún svo við blaðamenn og sagðist ekki ætla að stíga til hliðar. Hún myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir að Trump kæmist einhvern tímann aftur í Hvíta húsið. Rep. Liz Cheney: "We must go forward based on truth. We cannot both embrace the big lie and embrace the Constitution...I will do everything I can to ensure that the former president never again gets anywhere near the Oval Office." pic.twitter.com/jrIwLTdP6t— CSPAN (@cspan) May 12, 2021 Atkvæðagreiðsla um hver tekur við af henni mun fara fram á föstudaginn. Líklegast þykir að það verði þingkonan Elise Stefanik, sem hefur á undanförnum mánuðum gengið sífellt meira í takt við Trump og staðið dyggilega við bakið á honum. Farið var ítarlega yfir ástæður atlögunnar gegn Cheney í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli sagt, þá hefur hún neitað að dreifa þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í fyrra og segir hún hann bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið í janúar. Hún var ein fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. Í ræðu sem Cheney hélt á þinginu í gærkvöldi kallaði hún Trump „ógn“ og sagðist óttast þá stefnu sem Repúblikanaflokkurinn væri á. Hún sagði það að þaga og hunsa lygar gæfi lygurum byr í báða vængi og neitaði hún að taka þátt í því. „Ég mun ekki sitja hjá og þaga meðan aðrir leiða flokk okkar frá réttarríkinu og gengur til liðs við krossför fyrrverandi forsetans í að grafa undna lýðræði okkar,“ sagði hún þá. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt Cheney meðvitaða um að það að henni hafi verið vikið úr embætti myndi njóta mikillar athygli á landsvísu. Hún ætli sér að nýta þá athygli og nú haldi henni engin bönd lengur. Trump harðorður í garð Cheney Í kjölfar niðurstöðunnar í þingflokknum sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cheney var „bitra, og hræðilega manneskju“. Hún væri slæm fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún hefði engan persónuleika og ekkert gott til málanna að leggja. Þá væri hún sífellt að veita Demókrötum höggstað á Repúblikanaflokknum. Trump sagði einnig að hún væri stríðsmangari og fjölskylda hennar hefði leitt Bandaríkin í hernað í Mið-Austurlöndum, sem hefði verið versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna. „Ég hlakka til þess að sjá hana brátt sem starfsmann CNN eða MSDNC,“ skrifaði Trump. Þar síðast á hann við MSNBC en er að bendla sjónvarpsstöðina við Landsnefnd Demókrataflokksins, sem kallast DNC. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Sjá meira
Hún ætlar að sitja áfram á þingi en lýsti því yfir bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna að hún myndi halda áfram að standa í hárinu á Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ekki taka þátt í lygum hans. „Ef þið viljið leiðtoga sem hjálpar við að dreifa hættulegum lygum hans, er ég ekki manneskjan fyrir ykkur. Þið hafið úr nógum öðrum að velja. Það verður þeirra arfleifð,“ sagði Cheney í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar við baul nokkurra annarra þingmanna, samkvæmt frétt Politico. „En ég lofa ykkur því, að eftir daginn í dag mun ég halda áfram baráttunni í því að koma aftur á íhaldssömum grunngildum flokks okkar og þjóðar, að sigrast á sósíalisma, að verja lýðveldi okkar og að gera Repúblikanaflokkinn aftur verðugan þess að vera kallaður flokkur Lincolns,“ bætti hún við. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ræddi hún svo við blaðamenn og sagðist ekki ætla að stíga til hliðar. Hún myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir að Trump kæmist einhvern tímann aftur í Hvíta húsið. Rep. Liz Cheney: "We must go forward based on truth. We cannot both embrace the big lie and embrace the Constitution...I will do everything I can to ensure that the former president never again gets anywhere near the Oval Office." pic.twitter.com/jrIwLTdP6t— CSPAN (@cspan) May 12, 2021 Atkvæðagreiðsla um hver tekur við af henni mun fara fram á föstudaginn. Líklegast þykir að það verði þingkonan Elise Stefanik, sem hefur á undanförnum mánuðum gengið sífellt meira í takt við Trump og staðið dyggilega við bakið á honum. Farið var ítarlega yfir ástæður atlögunnar gegn Cheney í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli sagt, þá hefur hún neitað að dreifa þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í fyrra og segir hún hann bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið í janúar. Hún var ein fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. Í ræðu sem Cheney hélt á þinginu í gærkvöldi kallaði hún Trump „ógn“ og sagðist óttast þá stefnu sem Repúblikanaflokkurinn væri á. Hún sagði það að þaga og hunsa lygar gæfi lygurum byr í báða vængi og neitaði hún að taka þátt í því. „Ég mun ekki sitja hjá og þaga meðan aðrir leiða flokk okkar frá réttarríkinu og gengur til liðs við krossför fyrrverandi forsetans í að grafa undna lýðræði okkar,“ sagði hún þá. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt Cheney meðvitaða um að það að henni hafi verið vikið úr embætti myndi njóta mikillar athygli á landsvísu. Hún ætli sér að nýta þá athygli og nú haldi henni engin bönd lengur. Trump harðorður í garð Cheney Í kjölfar niðurstöðunnar í þingflokknum sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cheney var „bitra, og hræðilega manneskju“. Hún væri slæm fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún hefði engan persónuleika og ekkert gott til málanna að leggja. Þá væri hún sífellt að veita Demókrötum höggstað á Repúblikanaflokknum. Trump sagði einnig að hún væri stríðsmangari og fjölskylda hennar hefði leitt Bandaríkin í hernað í Mið-Austurlöndum, sem hefði verið versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna. „Ég hlakka til þess að sjá hana brátt sem starfsmann CNN eða MSDNC,“ skrifaði Trump. Þar síðast á hann við MSNBC en er að bendla sjónvarpsstöðina við Landsnefnd Demókrataflokksins, sem kallast DNC.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Sjá meira