Mavericks og Trail Blazers með mikilvæga sigra á meðan Lakers marði Rockets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 11:31 Damian Lillard var frábær í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Í Vesturdeildinni unnu Dallas Mavericks og Portland Trail Blazers mikilvæga sigra sem þýðir að það er nær öruggt að ríkjandi meistarar Los Angeles Lakers þurfa að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Dallas lagði New Orleans Pelicans 125-107 í nótt. Luka Dončić var að venju aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Tim Hardaway Junior kom þar á eftir með 27 stig. Hjá Pelicans dreifðist stigaskorið töluvert. Eric Bledsoe og Jaxson Hayes voru stigahæstir með 15 stig en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Luka Doncic (33 PTS, 8 REB, 8 AST) knocks down 7 threes as the @dallasmavs keep pace in the West! #MFFL pic.twitter.com/Uon2f30MMI— NBA (@NBA) May 13, 2021 Portland gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz með sjö stiga mun, 105-98. Damian Lillard var að venju stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig á meðan Jusuf Nurkić var með tvöfalda tvennu, 11 stig og 15 fráköst. Hjá Utah var Jordan Clarkson enn á ný sjóðandi heitur en hann gerði 29 stig á 30 mínútum. Þá var Rudy Gobert með tvennu, 15 stig og 20 fráköst. Dame and CJ lead the way in the @trailblazers 5th straight win... as they stay at #5 out West! #RipCity @Dame_Lillard: 30 PTS, 6 AST@CJMcCollum: 26 PTS pic.twitter.com/eIV2oHFxSF— NBA (@NBA) May 13, 2021 Sigrar þessara liða þýða að þegar tveir leikir eru eftir af deildakeppni NBA-deildarinnar er nær ómögulegt fyrir meistara Los Angeles Lakers, sem lögðu Houston Rockets í nótt 124-122, að ná þessum liðum. Lakers situr í 7. sæti deildarinnar og þarf því að fara í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Var sú breyting gerð vegna þess að tímabilið var stytt um tíu leiki. Efstu sex liðin í hvorri deild fara í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil. Lakers voru án LeBron James, Anthony Davis, Alex Caruso og Marc Gasol í nótt. Liðið rétt marði því slakt Rockets lið þökk sé 23 stigum og 10 stoðsendingum Talen Horton-Tucker. Þá skoraði Andre Drummond 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. THT & KUZ put together clutch performances for the @Lakers... LAL remains within 1 game of #6 in the West! #LakeShow @Thortontucker: 23 PTS, 10 AST@kylekuzma: 19 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/d0EDwQrKK4— NBA (@NBA) May 13, 2021 Í Austurdeildinni vann Atlanta Hawks fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 120-116. Trae Young var ekki langt frá tvöfaldri þrennu í liði Hawks en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Washington var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, hann gaf einnig 15 stoðsendingar. Brooklyn Nets vann San Antonio Spurs 128-116 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 102-94. Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Dallas lagði New Orleans Pelicans 125-107 í nótt. Luka Dončić var að venju aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Tim Hardaway Junior kom þar á eftir með 27 stig. Hjá Pelicans dreifðist stigaskorið töluvert. Eric Bledsoe og Jaxson Hayes voru stigahæstir með 15 stig en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Luka Doncic (33 PTS, 8 REB, 8 AST) knocks down 7 threes as the @dallasmavs keep pace in the West! #MFFL pic.twitter.com/Uon2f30MMI— NBA (@NBA) May 13, 2021 Portland gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz með sjö stiga mun, 105-98. Damian Lillard var að venju stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig á meðan Jusuf Nurkić var með tvöfalda tvennu, 11 stig og 15 fráköst. Hjá Utah var Jordan Clarkson enn á ný sjóðandi heitur en hann gerði 29 stig á 30 mínútum. Þá var Rudy Gobert með tvennu, 15 stig og 20 fráköst. Dame and CJ lead the way in the @trailblazers 5th straight win... as they stay at #5 out West! #RipCity @Dame_Lillard: 30 PTS, 6 AST@CJMcCollum: 26 PTS pic.twitter.com/eIV2oHFxSF— NBA (@NBA) May 13, 2021 Sigrar þessara liða þýða að þegar tveir leikir eru eftir af deildakeppni NBA-deildarinnar er nær ómögulegt fyrir meistara Los Angeles Lakers, sem lögðu Houston Rockets í nótt 124-122, að ná þessum liðum. Lakers situr í 7. sæti deildarinnar og þarf því að fara í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Var sú breyting gerð vegna þess að tímabilið var stytt um tíu leiki. Efstu sex liðin í hvorri deild fara í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil. Lakers voru án LeBron James, Anthony Davis, Alex Caruso og Marc Gasol í nótt. Liðið rétt marði því slakt Rockets lið þökk sé 23 stigum og 10 stoðsendingum Talen Horton-Tucker. Þá skoraði Andre Drummond 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. THT & KUZ put together clutch performances for the @Lakers... LAL remains within 1 game of #6 in the West! #LakeShow @Thortontucker: 23 PTS, 10 AST@kylekuzma: 19 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/d0EDwQrKK4— NBA (@NBA) May 13, 2021 Í Austurdeildinni vann Atlanta Hawks fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 120-116. Trae Young var ekki langt frá tvöfaldri þrennu í liði Hawks en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Washington var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, hann gaf einnig 15 stoðsendingar. Brooklyn Nets vann San Antonio Spurs 128-116 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 102-94. Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira