Elvar Már Friðriksson var í daginn valinn mikilvægasti leikmaður, MVP, litáensku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Þar leikur hann með Šiauliai.
Elvar Már er á sínu fyrsta tímabili í Litáen og þó liðinu hafi ekki gengið neitt sérstaklega, það skreið inn í úrslitakeppnina með 13 sigra og 23 töp í 36 leikjum þá hefur Njarðvíkingurinn blómstrað.
The 2020-21 #betsafeLKL regular season MVP comes in the form of @ElvarFridriks pic.twitter.com/cE96ECOuMz
— Betsafe LKL (@betsafeLKL) May 13, 2021
Hinn 26 ára gamli Elvar hefur skorað að meðaltali 15,6 stig, gefið 7,7 stoðsendingar og verið með 19,9 framlagspunkta í leik á tímabilinu Þá átti hann það sem kalla má hinn fullkomna leik fyrir ekki svo löngu.
Absolutely incredible performance by the Iceland NT guard Elvar Fridriksson in the Lithuanian basketball league.
— Marius Mila ius (@mamilasius) April 21, 2021
He made every shot he took (9/9 FG, 5/5 3FG, 10/10 FT) and finished the game with 33 PTS, 12 AST & 51 EFF.
It's the second best performance in LKL since 2000.
Elvar Már er uppalinn í Njarðvík hér á landi og lék með liðinu frá 2011 til 2015 sem og tímabilið 2018-2019.. Hann fór til Bandaríkjanna í háskóla og lék þar með LIU Brooklyn og Barry-háskólanum frá 2014 til 2018.
Hann lék með franska liðinu Denain Voltaire árið 2018 og sænska liðinu Borås Basket áður en ferðinni var heitið til Litáen. Það er ljóst að frammistaða hans í vetur hefur vakið mikla athygli og spurning hvert þessi magnaði leikmaður fer næst.