Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Ekkert lát er á hörðum átökum Ísraela og Palestínumanna á Gasa og hafa tugir látist í loftárásum síðustu daga og hundruð særst.

Ísraelskt herlið hefur nú komið sér fyrir við landamærin. Áttatíu og sjö Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraela frá því um helgina, þar af átján börn, og rúmlega fimm hundruð særst. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem við ræðum við Hjálmtý Heiðdal, fyrrum stjórnarmann í félaginu Ísland- Palestína.

Þá er fjallað um bólusetningaáætlun fyrir næstu viku en búist er við að bólusetningum fólks með undirliggjandi sjúkdóma verði lokið í næstu viku.Fimm greindust með veiruna innanlands í gær og eru nú á þriðja hundrað í sóttkví á Sauðárkróki. Við ræðum við sveitastjóra í Skagafirði í fréttatímanum.

Auk þess hittum við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, sem er einnig dýralæknir en hryssan hans Gleði kastaði hestfolaldi í vikunni þrátt fyrir mikla kuldatíð. Sigurður Ingi segir að fylfullar hryssur hafi þó þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×