Erlendar efnisveitur á Íslandi: Ekkert svar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. maí 2021 15:22 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki enn svarað skriflegri fyrirspurn frá mér um starfsemi erlendra efnisveitna hér á landi en fyrirspurnin var lögð fram þann 7. desember á síðasta ári. Reglur þingsins kveða á um að skriflegum fyrirspurnum sé að jafnaði svarað innan hálfs mánaðar en skriflegar skýringar á töfunum skuli koma ef ekki tekst að svara innan tímamarka. Nú eru liðnir meira en fimm mánuðir og engin svör berast og engar skýringar. Það fer að örla á höfnunarkennd hjá manni. Samt eru þessar spurningar alveg svaraverðar. Í nýlegu meirihlutaáliti Allsherjar- og menntamálanefndar um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur er klausa um þetta þar sem talað er um nauðsyn þess að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla og tekið fram að fjármála- og efnhagsráðuneytið og menntamálaráðuneytið „hafi til skoðunar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna eða ígildi skattlagningar rafrænna viðskipta við erlendu miðlana.“ Guð láti gott á vita, að ráðuneytisfólk „hafi til skoðunar“ mál þó ekki sé verið að ómaka sig við að svara óbreyttum stjórnarandstöðuþingmanni – því þetta er stórmál. Kannski vefst fyrir ráðherranum að ég skuli setja málið í samhengi við evrópusamstarf okkar, sem er hægrimönnum feimnismál, en með fullri virðingu fyrir afli og málafylgju íslenskra stjórnvalda er hætt við að fátt verði um svör ef Íslendingar fara að hafa í hótunum við þess risa – þeir bara fari – en hér geti Íslendingar notið stærðarhagkvæmni í samfloti við Evrópusambandið. Fyrirspurn mín var í þremur liðum og svohljóðandi: „Hafa íslensk stjórnvöld af sjálfsdáðum, eða í samvinnu við önnur EFTA-ríki, metið hvaða þýðingu löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu, eins og Evrópusambandið og OECD eru að skoða, hefði á Íslandi? Hefur verið lagt mat á það hvort íslenskt skattaumhverfi sé í stakk búið að innleiða nauðsynlegar breytingar til að slík skattlagning, þvert á landamæri, virki með skilvirkum hætti á Íslandi? Telur ráðherra ekki mikilvægt að hafin sé strax vinna við gerð á íslenskri löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu svo að Ísland verði tilbúið í breytingar með öðrum þjóðum á Evrópska efnahagssvæðinu þegar að þeim kemur?“ Þessar spurningar varða grundvallaratriði í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi, og þá hrikalega skekktu samkeppnisstöðu sem þeir búa við gagnvart alþjóðarisum sem starfrækja hér efnisveitur og samfélagsmiðla án þess að greiða skatta, laun eða aðrar skyldur, og neyta aflsmunar í krafti stærðar sinnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Alþingi Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki enn svarað skriflegri fyrirspurn frá mér um starfsemi erlendra efnisveitna hér á landi en fyrirspurnin var lögð fram þann 7. desember á síðasta ári. Reglur þingsins kveða á um að skriflegum fyrirspurnum sé að jafnaði svarað innan hálfs mánaðar en skriflegar skýringar á töfunum skuli koma ef ekki tekst að svara innan tímamarka. Nú eru liðnir meira en fimm mánuðir og engin svör berast og engar skýringar. Það fer að örla á höfnunarkennd hjá manni. Samt eru þessar spurningar alveg svaraverðar. Í nýlegu meirihlutaáliti Allsherjar- og menntamálanefndar um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur er klausa um þetta þar sem talað er um nauðsyn þess að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla og tekið fram að fjármála- og efnhagsráðuneytið og menntamálaráðuneytið „hafi til skoðunar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna eða ígildi skattlagningar rafrænna viðskipta við erlendu miðlana.“ Guð láti gott á vita, að ráðuneytisfólk „hafi til skoðunar“ mál þó ekki sé verið að ómaka sig við að svara óbreyttum stjórnarandstöðuþingmanni – því þetta er stórmál. Kannski vefst fyrir ráðherranum að ég skuli setja málið í samhengi við evrópusamstarf okkar, sem er hægrimönnum feimnismál, en með fullri virðingu fyrir afli og málafylgju íslenskra stjórnvalda er hætt við að fátt verði um svör ef Íslendingar fara að hafa í hótunum við þess risa – þeir bara fari – en hér geti Íslendingar notið stærðarhagkvæmni í samfloti við Evrópusambandið. Fyrirspurn mín var í þremur liðum og svohljóðandi: „Hafa íslensk stjórnvöld af sjálfsdáðum, eða í samvinnu við önnur EFTA-ríki, metið hvaða þýðingu löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu, eins og Evrópusambandið og OECD eru að skoða, hefði á Íslandi? Hefur verið lagt mat á það hvort íslenskt skattaumhverfi sé í stakk búið að innleiða nauðsynlegar breytingar til að slík skattlagning, þvert á landamæri, virki með skilvirkum hætti á Íslandi? Telur ráðherra ekki mikilvægt að hafin sé strax vinna við gerð á íslenskri löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu svo að Ísland verði tilbúið í breytingar með öðrum þjóðum á Evrópska efnahagssvæðinu þegar að þeim kemur?“ Þessar spurningar varða grundvallaratriði í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi, og þá hrikalega skekktu samkeppnisstöðu sem þeir búa við gagnvart alþjóðarisum sem starfrækja hér efnisveitur og samfélagsmiðla án þess að greiða skatta, laun eða aðrar skyldur, og neyta aflsmunar í krafti stærðar sinnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun