Ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson sækjast bæði eftir forystusætinu.
Þingmennirnir Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson vilja skipa annað sætið, og Birgir Ármannsson annað eða þriðja sætið.
Auk þingmanna vill Diljá Mist Einarsdóttir skipa þriðja sætið en auk hennar sækjast Hildur Sverrisdóttir og Kjartan Magnússon eftir þriðja til fjórða sæti. Friðjón R. Friðjónsson sækist síðan eftir fjórða sætinu.
Í prófkjörinu verður kosið sameiginlega í Reykjavíkurkjördæmunum og sá sem hlýtur fyrsta sætið fær að ráða hvort hann vilji leiða flokkinn í Reykjavík norður eða suður. Sá sem fær ekki fyrsta sætið en fá atkvæði í annað sæti gæti rúllað niður listann.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum, þrjá í norður og tvo í suður. Endanlegur listi frambjóðenda verður væntanlega ekki kunngerður fyrr en á sunnudag.