Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 18:18 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision. Vísir/kolbeinn tumi Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva greindi fyrst frá smitinu í yfirlýsingu í dag. Íslenski hópurinn var þannig fjarri góðu gamni á opnunarathöfn keppninnar í Rotterdam nú síðdegis. Fjarverandi voru einnig pólski hópurinn, þar sem smit kom upp í gær, auk fulltrúa Rúmeníu og Möltu, sem eru á sama hóteli og Ísland og Pólland. „Það er náttúrulega öllum dálítið brugðið að sjálfsögðu, þetta er eitthvað sem við höfðum séð sem möguleika. Við erum á hárauðu svæði í Hollandi, hér hittast þjóðir sem margar hverjar eru að eiga við Covid þessa dagana þannig að það var alveg vitað að það væri möguleiki,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, í samtali við fréttastofu - úr sóttkví á hótelherbergi sínu í Rotterdam. Algjörlega í opna skjöldu Hópurinn var bólusettur með bóluefni Janssen fyrir brottför og Felix telur að í því ætti að vera fólgin ágæt vörn. Sá sem greindist er ekki í Eurovision-atriðinu sjálfu en Felix segir viðkomandi ekki finna fyrir neinum einkennum. „Og þetta kom viðkomandi algjörlega í opna skjöldu þegar þetta gerðist í dag. Viðkomandi ætlaði bara út að hlaupa og taka daginn rólega, það er fallegt veður og svona, á meðan við hin færum á „teppið“ [opnunarhátíð Eurovision] en það varð ekki, því miður,“ segir Felix. „En það kom upp smit í pólska hópnum og þá fékk maður strax svona vonda tilfinningu, að það væri Covid á hótelinu.“ Íslenski hópurinn var sendur í sýnatöku í dag en niðurstöðu er að vænta á morgun. Þá tekur við nokkurra daga sóttkví. Ísland verður þó með í keppninni sama hvað, þó að sóttkvíin teygi sig fram yfir seinna undankvöld Eurovision á fimmtudag. „Til að bæta þetta enn meira var æfingin okkar mjög góð á fimmtudaginn og ef allt um þrýtur verður hún notuð,“ segir Felix. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva greindi fyrst frá smitinu í yfirlýsingu í dag. Íslenski hópurinn var þannig fjarri góðu gamni á opnunarathöfn keppninnar í Rotterdam nú síðdegis. Fjarverandi voru einnig pólski hópurinn, þar sem smit kom upp í gær, auk fulltrúa Rúmeníu og Möltu, sem eru á sama hóteli og Ísland og Pólland. „Það er náttúrulega öllum dálítið brugðið að sjálfsögðu, þetta er eitthvað sem við höfðum séð sem möguleika. Við erum á hárauðu svæði í Hollandi, hér hittast þjóðir sem margar hverjar eru að eiga við Covid þessa dagana þannig að það var alveg vitað að það væri möguleiki,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, í samtali við fréttastofu - úr sóttkví á hótelherbergi sínu í Rotterdam. Algjörlega í opna skjöldu Hópurinn var bólusettur með bóluefni Janssen fyrir brottför og Felix telur að í því ætti að vera fólgin ágæt vörn. Sá sem greindist er ekki í Eurovision-atriðinu sjálfu en Felix segir viðkomandi ekki finna fyrir neinum einkennum. „Og þetta kom viðkomandi algjörlega í opna skjöldu þegar þetta gerðist í dag. Viðkomandi ætlaði bara út að hlaupa og taka daginn rólega, það er fallegt veður og svona, á meðan við hin færum á „teppið“ [opnunarhátíð Eurovision] en það varð ekki, því miður,“ segir Felix. „En það kom upp smit í pólska hópnum og þá fékk maður strax svona vonda tilfinningu, að það væri Covid á hótelinu.“ Íslenski hópurinn var sendur í sýnatöku í dag en niðurstöðu er að vænta á morgun. Þá tekur við nokkurra daga sóttkví. Ísland verður þó með í keppninni sama hvað, þó að sóttkvíin teygi sig fram yfir seinna undankvöld Eurovision á fimmtudag. „Til að bæta þetta enn meira var æfingin okkar mjög góð á fimmtudaginn og ef allt um þrýtur verður hún notuð,“ segir Felix.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41
Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45
Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24