Telur skynsamlegast að hraðprófa bólusetta ferðamenn eða hætta að skima þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 20:01 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að vænlegast væri að bólusettir ferðamenn verði hraðprófaðir fyrir kórónuveirunni á landamærum, eða þeir gerðir undanþegnir skimunum, að því gefnu að gögn sýni að þeir greinist almennt ekki jákvæðir við komu til landsins. Ferðaþjónusta á Íslandi virðist vera að lifna við eftir mikla lægð síðasta árið. Flugfélagið Play tilkynnti í dag að flugrekstrarleyfi væri í höfn og að fyrsta flugvél félagsins hefði fengist afhent í gær. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar áformum Play. „Þetta eru afar ánægjulegar og jákvæðar fréttir tel ég fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Ég held að þetta flugfélag sé búið að bíða í þónokkurn tíma eftir því að komast í gang og það er bara rétt að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Ég held að þetta muni auka framboð á sætum til Íslands og eins og staðan er í dag held ég að það sé bara mjög gott mál,“ segir Jóhannes. „Þetta þýðir það að sætaframboðið verður meira í sumar en menn bjuggust við. Við þetta bætast ýmis erlend flugfélög og Icelandair er að auka sínar ferðir. Ég held að samanlagt muni þetta í rauninni kveikja möguleika á stærra ferðasumri í ár og vonandi inn í haustið. Það er rétt að vonast eftir því að íslensk flugfélög nái sem allra bestum árangri því þá þýðir það að ferðaþjónustan komist hraðar af stað.“ Sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að áhugi ferðamanna á landinu væri fyrr á ferðinni og talsvert meiri en búist hefði verið við. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að leita til Íslenskrar erfðagreiningar vegna anna við skimun á landamærum. Jóhannes tekur undir það að meiri áhugi sé á landinu en búist var við í byrjun árs. Ferðamenn séu aðallega úr röðum bólusettra Bandaríkjamanna. „En við erum að sjá bókanir töluvert meiri heldur en við áttum von á frá Bretlandi og öðrum mörkuðum enn þá síðar í sumar,“ segir Jóhannes. „Ég held það sé einfaldast að horfa á þetta þannig að ef gögnin sýna að ef bólusettir ferðamenn eru ekki að mælast jákvæðir þá sé skynsamlegast að annað hvort nýta hraðpróf til að prófa þá eða hætta skima þá, til að skimunargetan nýtist þar sem hennar er meiri þörf.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi virðist vera að lifna við eftir mikla lægð síðasta árið. Flugfélagið Play tilkynnti í dag að flugrekstrarleyfi væri í höfn og að fyrsta flugvél félagsins hefði fengist afhent í gær. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar áformum Play. „Þetta eru afar ánægjulegar og jákvæðar fréttir tel ég fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Ég held að þetta flugfélag sé búið að bíða í þónokkurn tíma eftir því að komast í gang og það er bara rétt að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Ég held að þetta muni auka framboð á sætum til Íslands og eins og staðan er í dag held ég að það sé bara mjög gott mál,“ segir Jóhannes. „Þetta þýðir það að sætaframboðið verður meira í sumar en menn bjuggust við. Við þetta bætast ýmis erlend flugfélög og Icelandair er að auka sínar ferðir. Ég held að samanlagt muni þetta í rauninni kveikja möguleika á stærra ferðasumri í ár og vonandi inn í haustið. Það er rétt að vonast eftir því að íslensk flugfélög nái sem allra bestum árangri því þá þýðir það að ferðaþjónustan komist hraðar af stað.“ Sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að áhugi ferðamanna á landinu væri fyrr á ferðinni og talsvert meiri en búist hefði verið við. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að leita til Íslenskrar erfðagreiningar vegna anna við skimun á landamærum. Jóhannes tekur undir það að meiri áhugi sé á landinu en búist var við í byrjun árs. Ferðamenn séu aðallega úr röðum bólusettra Bandaríkjamanna. „En við erum að sjá bókanir töluvert meiri heldur en við áttum von á frá Bretlandi og öðrum mörkuðum enn þá síðar í sumar,“ segir Jóhannes. „Ég held það sé einfaldast að horfa á þetta þannig að ef gögnin sýna að ef bólusettir ferðamenn eru ekki að mælast jákvæðir þá sé skynsamlegast að annað hvort nýta hraðpróf til að prófa þá eða hætta skima þá, til að skimunargetan nýtist þar sem hennar er meiri þörf.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira