Hallgrímur: Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á Smári Jökull Jónsson skrifar 17. maí 2021 20:54 KA-menn eru á miklu skriði. vísir/hulda margrét „Við erum gríðarlega ánægðir. Við spiluðum flottan leik, skoruðum fjögur mörk og klúðruðum meira að segja víti þannig að við erum ánægðir með frammistöðuna,“ sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir góðan sigur hans manna í Pepsi Max deildinni í kvöld. Með sigrinum fer KA á topp deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti. Þeir eru jafnir Víkingum að stigum en með betri markatölu. FH og Valur geta síðan bæst í þeirra hóp með sigrum í kvöld. „Við erum með fín gæði í liðinu og erum að spila vel sem lið. Mér sýnist við vera búnir að búa til ansi gott lið fyrir norðan því það eru allir að vinna fyrir hvern annan. Þó að okkur vanti menn þá eru aðrir að stíga upp og við erum með gríðarlega flottan hóp.“ KA hefur skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum sínum eftir markalaust jafntefli í fyrsta leik gegn HK. „Við erum mest ánægðir með vinnsluna í liðinu. Það eru allir jákvæðir og tilbúnir að vinna fyrir hvern annan og þá koma mörkin því við erum með gæði fram á við.“ „Við þurfum að halda fótunum á jörðinni og halda áfram. Við þurfum að skoða af hverju við erum að ná þessu fram sem við náðum ekki í fyrra og halda áfram að gera þá hluti vel. Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á.“ Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu KA menn vítaspyrnu. Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur varði hins vegar spyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar og gestirnir misstu því af tækifæri að fara með þægilega stöðu inn í leikhléið. „Við létum það ekki hafa of mikil áhrif á okkur. Hluta af seinni hálfleik spiluðu Keflvíkingar mjög vel og í svona 10-15 mínútur vorum við í veseni. Þegar það koma svona kaflar snýst það um að lifa þá af og við náðum aftur tökum á leiknum. Keflavík fór að taka sénsa og við bættum við mörkum, ég veit ekki hvort 4-1 gefur alveg rétta mynd af þessu,“ sagði Hallgrímur að endingu. KA Keflavík ÍF Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Með sigrinum fer KA á topp deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti. Þeir eru jafnir Víkingum að stigum en með betri markatölu. FH og Valur geta síðan bæst í þeirra hóp með sigrum í kvöld. „Við erum með fín gæði í liðinu og erum að spila vel sem lið. Mér sýnist við vera búnir að búa til ansi gott lið fyrir norðan því það eru allir að vinna fyrir hvern annan. Þó að okkur vanti menn þá eru aðrir að stíga upp og við erum með gríðarlega flottan hóp.“ KA hefur skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum sínum eftir markalaust jafntefli í fyrsta leik gegn HK. „Við erum mest ánægðir með vinnsluna í liðinu. Það eru allir jákvæðir og tilbúnir að vinna fyrir hvern annan og þá koma mörkin því við erum með gæði fram á við.“ „Við þurfum að halda fótunum á jörðinni og halda áfram. Við þurfum að skoða af hverju við erum að ná þessu fram sem við náðum ekki í fyrra og halda áfram að gera þá hluti vel. Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á.“ Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu KA menn vítaspyrnu. Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur varði hins vegar spyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar og gestirnir misstu því af tækifæri að fara með þægilega stöðu inn í leikhléið. „Við létum það ekki hafa of mikil áhrif á okkur. Hluta af seinni hálfleik spiluðu Keflvíkingar mjög vel og í svona 10-15 mínútur vorum við í veseni. Þegar það koma svona kaflar snýst það um að lifa þá af og við náðum aftur tökum á leiknum. Keflavík fór að taka sénsa og við bættum við mörkum, ég veit ekki hvort 4-1 gefur alveg rétta mynd af þessu,“ sagði Hallgrímur að endingu.
KA Keflavík ÍF Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira