Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 10:00 Icelandair stóð fyrir 88% af þeirri losun sem íslenskir flugrekendur stóðu skil á gagnvart evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir (ETS) í fyrra. Losunin dróst verulega saman vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. Kórónuveirufaraldurinn og sóttvarnaaðgerðir sem ríki heims gripu til vegna hans ollu nær algeru hruni í flugsamgöngum í heiminum. Stóran hluta síðasta árs var aðeins flogið á milli Íslands og nokkurra áfangastaða sem voru teljandi á fingrum annarrar handar og þá með sérstökum samningi ríkisstjórnarinnar við Icelandair til að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu. Nýjustu tölur um losun íslenskra flugrekenda sem falla undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) bera faraldursins glöggt merki. Á milli áranna 2019 og 2020 dróst losunin saman um 69% samkvæmt tölum sem Umhverfisstofnun birti í dag. Árið 2019 nam losunin 596.124 tonnum koltvísýringsígilda en 187.687 tonn í fyrra. Tölurnar segja þó aðeins hluta sögunnar um losun vegna flugs til og frá Íslandi. Þær ná ekki til Ameríkuflugs eða annars alþjóðaflugs og í hefðbundnu árferði hefur Evrópuflugið verið innan við helmingur af heildarlosun íslenskra flugrekenda. Samdrátturinn í losun íslensku flugrekendanna var nokkuð meiri en sá sem varð á flugi almennt innan ETS í fyrra. Saman losuðu allir flugrekendur innan kerfisins 24,5 milljónir tonna í fyrra og var það samdráttur um 64,1% frá 2019. Losun íslenskra aðila innan ETS-kerfisins er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú losun dróst saman um 2% á milli 2019 og 2018 samkvæmt árlegri skýrslu sem íslensk stjórnvöld skiluðu til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum innan ETS-viðskiptakerfisins 2013-2020.Umhverfisstofnun Gert ráð fyrir að losunin aukist áfram eftir stutt hlé Draga þarf hratt úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum ætli mannkynið sér að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5-2°C. Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, á ekki von á öðru en að losun frá flugi fari aftur í fyrra horf þegar áhrifa faraldursins hættir að gæta. „Í Evrópu er gert ráð fyrir að losun frá flugi haldi áfram að aukast. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á samdrátt í flugi nema þetta eina ár,“ segir hún við Vísi. Þannig hefur Icelandair gefið það út að félagið ætli að stórauka framboð á flugferðum til og frá landinu. Þá hefur lengi verið boðað að Play, nýtt íslenskt flugfélag, ætli að hefja sig til flugs á næstu misserum. Líklegt er þó að merki faraldursins á fyrri hluta þessa árs sjáist áfram þegar losunarbókhaldið verður tekið saman á næsta ári. Air Atlanta þarf að kaupa allar sínar losunarheimildir þar sem félagið kom seint inn í ETS-kerfið. Losun þess tvöfaldaðist í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur.Air Atlanta Losun fraktflugfélaganna jókst í faraldrinum Þrjú fyrirtæki stóðu fyrir losuninni: Icelandair, fraktflugfélagið Bláfugl og leigu - og fraktflugfélagið Air Atlanta. Svo mikill var samdrátturinn í flugsamgögnum í fyrra að losun Air Iceland Connect í innanlandsflugi var innan við 10.000 tonn koltvísýringsígilda og þurfti félagið því ekki að gefa hana upp gagnvart ETS. Icelandair stóð fyrir langstærstum hluta losunarinnar í fyrra. Fyrirtækið gaf upp losun upp á 165.283 tonn, um 88% af heildarlosun íslenskra flugrekenda innan ETS. Bláfugl losaði 11.985 tonn og Air Atlanta 10.419. Þrátt fyrir samdráttinn vegna kórónuveirufaraldursins jókst losun Bláfugls og Air Atlanta á milli ára í fyrra. Aukningin var lítil í tilviki Bláfugls en losun Air Atlanta meira en tvöfaldaðist. Verð á losunarheimildum fer hækkandi ETS-kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugferðum. Öll Evrópusambandsríkin auk Íslands, Liechtenstein og Noregs eiga aðild að því. Kerfið byggir á viðskiptum með svonefndar losunarheimildir. Fyrirtækin fá úthlutað ákveðnum kvóta endurgjaldlaust en losi þau meira þurfa þau að kaupa heimildir fyrir umframlosunina. Endurgjaldlausu heimildunum fækkar eftir því sem tíminn líður og verðið á losunarheimildum hefur farið hækkandi. Þannig verður til hvati fyrir fyrirtæki til að draga úr losun sinni. Losun bæði Icelandair og Bláfugls rúmaðist innan heimildanna sem félögin fengu endurgjaldlaust í fyrra. Air Atlanta kom seint inn í viðskiptakerfið og þarf að kaupa heimildir fyrir alla sína losun. Umhverfisstofnun hefur ekki upplýsingar um hversu mikið íslenskir flugrekendur hafa þurft að greiða fyrir losunarheimildir. Í tilkynningu stofnunarinnar kemur fram að verð á heimildunum fari hækkandi og nemi nú um 57 evrum á tonnið. Miðað við það þyrfti Air Atlanta að greiða nærri því níutíu milljónir króna fyrir sambærilega losun og í fyrra. Um þriðjungs samdráttur varð í losun íslensku flugrekendanna innan ETS á milli 2018 og 2019 vegna falls Wow air. Losun frá flugi hafði hins vegar aukist svo hratt á Íslandi að jafnvel með svo miklum samdrætti var hún jafnmikil árið 2019 og hún hafði verið árið 2015. Loftslagsmál Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn og sóttvarnaaðgerðir sem ríki heims gripu til vegna hans ollu nær algeru hruni í flugsamgöngum í heiminum. Stóran hluta síðasta árs var aðeins flogið á milli Íslands og nokkurra áfangastaða sem voru teljandi á fingrum annarrar handar og þá með sérstökum samningi ríkisstjórnarinnar við Icelandair til að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu. Nýjustu tölur um losun íslenskra flugrekenda sem falla undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) bera faraldursins glöggt merki. Á milli áranna 2019 og 2020 dróst losunin saman um 69% samkvæmt tölum sem Umhverfisstofnun birti í dag. Árið 2019 nam losunin 596.124 tonnum koltvísýringsígilda en 187.687 tonn í fyrra. Tölurnar segja þó aðeins hluta sögunnar um losun vegna flugs til og frá Íslandi. Þær ná ekki til Ameríkuflugs eða annars alþjóðaflugs og í hefðbundnu árferði hefur Evrópuflugið verið innan við helmingur af heildarlosun íslenskra flugrekenda. Samdrátturinn í losun íslensku flugrekendanna var nokkuð meiri en sá sem varð á flugi almennt innan ETS í fyrra. Saman losuðu allir flugrekendur innan kerfisins 24,5 milljónir tonna í fyrra og var það samdráttur um 64,1% frá 2019. Losun íslenskra aðila innan ETS-kerfisins er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú losun dróst saman um 2% á milli 2019 og 2018 samkvæmt árlegri skýrslu sem íslensk stjórnvöld skiluðu til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum innan ETS-viðskiptakerfisins 2013-2020.Umhverfisstofnun Gert ráð fyrir að losunin aukist áfram eftir stutt hlé Draga þarf hratt úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum ætli mannkynið sér að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5-2°C. Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, á ekki von á öðru en að losun frá flugi fari aftur í fyrra horf þegar áhrifa faraldursins hættir að gæta. „Í Evrópu er gert ráð fyrir að losun frá flugi haldi áfram að aukast. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á samdrátt í flugi nema þetta eina ár,“ segir hún við Vísi. Þannig hefur Icelandair gefið það út að félagið ætli að stórauka framboð á flugferðum til og frá landinu. Þá hefur lengi verið boðað að Play, nýtt íslenskt flugfélag, ætli að hefja sig til flugs á næstu misserum. Líklegt er þó að merki faraldursins á fyrri hluta þessa árs sjáist áfram þegar losunarbókhaldið verður tekið saman á næsta ári. Air Atlanta þarf að kaupa allar sínar losunarheimildir þar sem félagið kom seint inn í ETS-kerfið. Losun þess tvöfaldaðist í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur.Air Atlanta Losun fraktflugfélaganna jókst í faraldrinum Þrjú fyrirtæki stóðu fyrir losuninni: Icelandair, fraktflugfélagið Bláfugl og leigu - og fraktflugfélagið Air Atlanta. Svo mikill var samdrátturinn í flugsamgögnum í fyrra að losun Air Iceland Connect í innanlandsflugi var innan við 10.000 tonn koltvísýringsígilda og þurfti félagið því ekki að gefa hana upp gagnvart ETS. Icelandair stóð fyrir langstærstum hluta losunarinnar í fyrra. Fyrirtækið gaf upp losun upp á 165.283 tonn, um 88% af heildarlosun íslenskra flugrekenda innan ETS. Bláfugl losaði 11.985 tonn og Air Atlanta 10.419. Þrátt fyrir samdráttinn vegna kórónuveirufaraldursins jókst losun Bláfugls og Air Atlanta á milli ára í fyrra. Aukningin var lítil í tilviki Bláfugls en losun Air Atlanta meira en tvöfaldaðist. Verð á losunarheimildum fer hækkandi ETS-kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugferðum. Öll Evrópusambandsríkin auk Íslands, Liechtenstein og Noregs eiga aðild að því. Kerfið byggir á viðskiptum með svonefndar losunarheimildir. Fyrirtækin fá úthlutað ákveðnum kvóta endurgjaldlaust en losi þau meira þurfa þau að kaupa heimildir fyrir umframlosunina. Endurgjaldlausu heimildunum fækkar eftir því sem tíminn líður og verðið á losunarheimildum hefur farið hækkandi. Þannig verður til hvati fyrir fyrirtæki til að draga úr losun sinni. Losun bæði Icelandair og Bláfugls rúmaðist innan heimildanna sem félögin fengu endurgjaldlaust í fyrra. Air Atlanta kom seint inn í viðskiptakerfið og þarf að kaupa heimildir fyrir alla sína losun. Umhverfisstofnun hefur ekki upplýsingar um hversu mikið íslenskir flugrekendur hafa þurft að greiða fyrir losunarheimildir. Í tilkynningu stofnunarinnar kemur fram að verð á heimildunum fari hækkandi og nemi nú um 57 evrum á tonnið. Miðað við það þyrfti Air Atlanta að greiða nærri því níutíu milljónir króna fyrir sambærilega losun og í fyrra. Um þriðjungs samdráttur varð í losun íslensku flugrekendanna innan ETS á milli 2018 og 2019 vegna falls Wow air. Losun frá flugi hafði hins vegar aukist svo hratt á Íslandi að jafnvel með svo miklum samdrætti var hún jafnmikil árið 2019 og hún hafði verið árið 2015.
Loftslagsmál Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05
Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53