Blóðug aftaka náðist á myndband Snorri Másson skrifar 19. maí 2021 07:30 Þrír háhyrningar sveimuðu um hríð í kringum sel áður en þeir réðust í að taka hann af lífi. Hörður Jónsson Það var ójafn leikur þegar þrír háhyrningar tóku varnarlausan sel af lífi skammt vestan við Hvammsvík í Hvalfirði á dögunum, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Þetta er hringrás lífsins, en grimmileg birtingarmynd, eins og Hörður Jónsson vefhönnuður lýsir því í samtali við Vísi. „Þetta var alveg magnað atriði hérna beint út úr stofuglugganum,“ segir Hörður, sem tók atburðarásina upp á myndband af pallinum hjá sér, eftir að hann og sonur hans komu auga á hamagang á hafi úti. Hann klippti myndbandið saman og gaf Vísi leyfi til að birta það. Klippa: Grimmir háhyrningar og varnarlaus selur Hörður og fjölskylda hans sjá á eftir Sella sel eins og þau hafa kallað hann, sem hafði vanið komu sína í litla vík við heimili þeirra við Hvalfjörðinn. Þrír háhyrningar, sem vitað er að sást einnig til vestur á fjörðum fyrir skemmstu, birtust í byrjun mánaðar og voru ekki lengi að finna sér fórnarlamb. „Þeir byrjuðu á að leika sér eiginlega bara að selnum. Þetta er móðir og tveir kálfar, þannig að kannski var hún að kenna þeim að veiða, því að það var ekki eins og þeir þyrftu að elta selinn neitt. Hann syndir aðeins upp úr nokkrum sinnum eftir að þeir umkringja hann, þar til einn þeirra tekur gott glefs í hann,“ segir Hörður. Eftir það glefs átti Selli selur sér ekki viðreisnar von og mávarnir voru síðan ekki lengi að renna á lyktina, eins og sést í myndbandinu þegar þeir hafa á brott innyfli selsins. Það var eftirsjá að Sella að sögn Harðar en bót í máli að nýr selur hefur gert sig heimankominn við ströndina. Dýr Kjósarhreppur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Þetta er hringrás lífsins, en grimmileg birtingarmynd, eins og Hörður Jónsson vefhönnuður lýsir því í samtali við Vísi. „Þetta var alveg magnað atriði hérna beint út úr stofuglugganum,“ segir Hörður, sem tók atburðarásina upp á myndband af pallinum hjá sér, eftir að hann og sonur hans komu auga á hamagang á hafi úti. Hann klippti myndbandið saman og gaf Vísi leyfi til að birta það. Klippa: Grimmir háhyrningar og varnarlaus selur Hörður og fjölskylda hans sjá á eftir Sella sel eins og þau hafa kallað hann, sem hafði vanið komu sína í litla vík við heimili þeirra við Hvalfjörðinn. Þrír háhyrningar, sem vitað er að sást einnig til vestur á fjörðum fyrir skemmstu, birtust í byrjun mánaðar og voru ekki lengi að finna sér fórnarlamb. „Þeir byrjuðu á að leika sér eiginlega bara að selnum. Þetta er móðir og tveir kálfar, þannig að kannski var hún að kenna þeim að veiða, því að það var ekki eins og þeir þyrftu að elta selinn neitt. Hann syndir aðeins upp úr nokkrum sinnum eftir að þeir umkringja hann, þar til einn þeirra tekur gott glefs í hann,“ segir Hörður. Eftir það glefs átti Selli selur sér ekki viðreisnar von og mávarnir voru síðan ekki lengi að renna á lyktina, eins og sést í myndbandinu þegar þeir hafa á brott innyfli selsins. Það var eftirsjá að Sella að sögn Harðar en bót í máli að nýr selur hefur gert sig heimankominn við ströndina.
Dýr Kjósarhreppur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira