Stríðið sem við getum stoppað Viggó Örn Jónsson skrifar 19. maí 2021 07:30 Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur nú staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur fíkniefnaneysla stóraukist, glæpir tengdir fíkniefnum vaxið ár frá ári og kostnaðurinn í mannslífum hækkar stöðugt. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir neyslu hefur þessi stefna fullkomlega mistekist. Íslenskir fíkniefnasalar hafa opið allan sólarhringinn og eru með heimsendingarþjónustu. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir glæpi getur hvert mannsbarn séð hvers konar þrot þetta er. Hér á Íslandi hefur okkur tekist að laða til okkar tug erlendra glæpahópa sem lifa hér góðu lífi á sölu fíkniefna. Eftir 50 ár er það allur árangurinn. Nú tala þingmenn af miklum kosningamóð um að leysa þetta vandamál sem glæpahóparnir eru. Það er næstum spaugilegt í ljósi þess að þingið bjó vandamálið til. Hvað er glæpur? Það er mikilvægt að skilja að það voru lögin sem bjuggu til glæpina. Þegar við gerum neyslu sumra fíkniefna að glæp, gerum við ekki aðeins þá sem neyta fíkniefna að glæpamönnum, við erum líka að búa til heilt hagkerfi af glæpum sem lifir á þessu fólki. Þannig bjó áfengisbannið í Bandaríkjunum til Mafíuna. Við bjuggum til gríðarlega ábatasama ólöglega atvinnugrein fyrir glæpamenn sem lifa eins og sníkjudýr á þeim sem við þykjumst vilja vernda. Allir glæpamennirnir sem selja fíkniefni, innheimta með ofbeldi og senda ungt skuldsett fólk sem burðardýr á milli landa - ungt fólk að stunda þjófnað og vændi til að fjármagna neyslu - við bjuggum þetta allt til með vondri löggjöf. Við bjuggum til þann hrylling sem erlendir glæpahópar eru. Ef bannið væri ekki til staðar væri ekkert hér fyrir fíkniefnasalana að gera. Til að bæta gráu ofan á svart eru sömu þingmenn og tala af mestri hörku gegn mildari löggjöf nú að nota erlendu glæpahópana til að ala á tortryggni gegn innflytjendum. Fíkn er ekki löggæsluvandamál Fíkn er heilbrigðisvandamál. Fíkniefni - lögleg sem ólögleg - eru leið til að flýja og gleyma daglegu amstri. Fyrir marga er það lítið annað en skemmtun um helgar eða afslappandi hvítvínsglas eftir vinnu. Fyrir suma er hins vegar aðeins of gott að flýja sársauka lífsins. Hjá sumum taka efnin smátt og smátt völdin. Löggjöfin okkar ætti að vernda þetta fólk en í staðinn gera lögin neyslu þeirra glæpsamlega og senda þau í fangið á glæpamönnum. Fólkið sem lögin ættu að vernda eru fólkið sem lögin vilja refsa. Hvað eigum við þá að „gera“? Nálgun okkar að öllum fíkniefnum ætti að byggja á einni grundvallarspurningu: Hvernig getum við lágmarkað þann skaða sem áfengi og önnur fíkniefni valda? Við eigum að hætta að hugsa um fíkn og fíkniefni sem glæpi og hætta að breyta fíklum í glæpamenn. Við eigum að hætta að jaðarsetja viðkvæmasta fólk samfélagsins. Við þurfum að hjálpa börnunum okkar og hætta að senda þau í fangelsi. Við eigum að gera efnin sjálf minna skaðleg. Spírinn sem er keyptur úr skottinu á bíl og bruggaður við misjöfn skilyrði er mun hættulegri en það áfengi sem er selt út í búð. Það sama gildir um fíkniefnin sem eru ólögleg. Þau eru hættulegri vegna þess hvernig þau eru framleidd og seld. Fíkniefni hverfa ekki þegar þau eru bönnuð og þau hverfa ekki þegar þau eru leyfð en við getum losað okkur við glæpamennina. Á undanförnum árum hefur stjórnvöldum víða um heim orðið þetta ljóst og í hverju landinu á fætur öðru hefur löggjöfin breyst. Bannið leysir engin vandamál en býr til mörg ný sem versna og versna. Þannig hefur þetta gengið í 50 ár. Eigum við þá að halda banninu áfram og búast við einhverri annarri niðurstöðu? Stríðið sem við getum stoppað Við horfum reið og döpur á óbreytta borgara falla í átökum í Sýrlandi, Palestínu og Lýbíu. Hversu aum eru stjórnmálin að þetta skuli vera niðurstaðan? Og við erum full vanmáttar yfir því að geta ekkert gert til að stöðva mannfallið. Við getum hins vegar hætt stríðinu gegn okkur sjálfum. Það er pólitísk ákvörðun sem við getum tekið á morgun. Við getum breytt þessari ömurlögu löggjöf og byrjað að hjálpa fólki sem þarf á hjálp að halda í stað þess að breyta þeim í óvini. Nú þegar við sjáum ofbeldið magnast á götum borgarinnar þá er tækifæri til að hugsa þetta upp á nýtt. Þegar þú ert í stríði sem hefur staðið í heilan mannsaldur en situr uppi með ekkert nema ósigra og fórnarlömb, er þá ekki kominn tími til að leggja niður vopn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lögreglan Viggó Örn Jónsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur nú staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur fíkniefnaneysla stóraukist, glæpir tengdir fíkniefnum vaxið ár frá ári og kostnaðurinn í mannslífum hækkar stöðugt. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir neyslu hefur þessi stefna fullkomlega mistekist. Íslenskir fíkniefnasalar hafa opið allan sólarhringinn og eru með heimsendingarþjónustu. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir glæpi getur hvert mannsbarn séð hvers konar þrot þetta er. Hér á Íslandi hefur okkur tekist að laða til okkar tug erlendra glæpahópa sem lifa hér góðu lífi á sölu fíkniefna. Eftir 50 ár er það allur árangurinn. Nú tala þingmenn af miklum kosningamóð um að leysa þetta vandamál sem glæpahóparnir eru. Það er næstum spaugilegt í ljósi þess að þingið bjó vandamálið til. Hvað er glæpur? Það er mikilvægt að skilja að það voru lögin sem bjuggu til glæpina. Þegar við gerum neyslu sumra fíkniefna að glæp, gerum við ekki aðeins þá sem neyta fíkniefna að glæpamönnum, við erum líka að búa til heilt hagkerfi af glæpum sem lifir á þessu fólki. Þannig bjó áfengisbannið í Bandaríkjunum til Mafíuna. Við bjuggum til gríðarlega ábatasama ólöglega atvinnugrein fyrir glæpamenn sem lifa eins og sníkjudýr á þeim sem við þykjumst vilja vernda. Allir glæpamennirnir sem selja fíkniefni, innheimta með ofbeldi og senda ungt skuldsett fólk sem burðardýr á milli landa - ungt fólk að stunda þjófnað og vændi til að fjármagna neyslu - við bjuggum þetta allt til með vondri löggjöf. Við bjuggum til þann hrylling sem erlendir glæpahópar eru. Ef bannið væri ekki til staðar væri ekkert hér fyrir fíkniefnasalana að gera. Til að bæta gráu ofan á svart eru sömu þingmenn og tala af mestri hörku gegn mildari löggjöf nú að nota erlendu glæpahópana til að ala á tortryggni gegn innflytjendum. Fíkn er ekki löggæsluvandamál Fíkn er heilbrigðisvandamál. Fíkniefni - lögleg sem ólögleg - eru leið til að flýja og gleyma daglegu amstri. Fyrir marga er það lítið annað en skemmtun um helgar eða afslappandi hvítvínsglas eftir vinnu. Fyrir suma er hins vegar aðeins of gott að flýja sársauka lífsins. Hjá sumum taka efnin smátt og smátt völdin. Löggjöfin okkar ætti að vernda þetta fólk en í staðinn gera lögin neyslu þeirra glæpsamlega og senda þau í fangið á glæpamönnum. Fólkið sem lögin ættu að vernda eru fólkið sem lögin vilja refsa. Hvað eigum við þá að „gera“? Nálgun okkar að öllum fíkniefnum ætti að byggja á einni grundvallarspurningu: Hvernig getum við lágmarkað þann skaða sem áfengi og önnur fíkniefni valda? Við eigum að hætta að hugsa um fíkn og fíkniefni sem glæpi og hætta að breyta fíklum í glæpamenn. Við eigum að hætta að jaðarsetja viðkvæmasta fólk samfélagsins. Við þurfum að hjálpa börnunum okkar og hætta að senda þau í fangelsi. Við eigum að gera efnin sjálf minna skaðleg. Spírinn sem er keyptur úr skottinu á bíl og bruggaður við misjöfn skilyrði er mun hættulegri en það áfengi sem er selt út í búð. Það sama gildir um fíkniefnin sem eru ólögleg. Þau eru hættulegri vegna þess hvernig þau eru framleidd og seld. Fíkniefni hverfa ekki þegar þau eru bönnuð og þau hverfa ekki þegar þau eru leyfð en við getum losað okkur við glæpamennina. Á undanförnum árum hefur stjórnvöldum víða um heim orðið þetta ljóst og í hverju landinu á fætur öðru hefur löggjöfin breyst. Bannið leysir engin vandamál en býr til mörg ný sem versna og versna. Þannig hefur þetta gengið í 50 ár. Eigum við þá að halda banninu áfram og búast við einhverri annarri niðurstöðu? Stríðið sem við getum stoppað Við horfum reið og döpur á óbreytta borgara falla í átökum í Sýrlandi, Palestínu og Lýbíu. Hversu aum eru stjórnmálin að þetta skuli vera niðurstaðan? Og við erum full vanmáttar yfir því að geta ekkert gert til að stöðva mannfallið. Við getum hins vegar hætt stríðinu gegn okkur sjálfum. Það er pólitísk ákvörðun sem við getum tekið á morgun. Við getum breytt þessari ömurlögu löggjöf og byrjað að hjálpa fólki sem þarf á hjálp að halda í stað þess að breyta þeim í óvini. Nú þegar við sjáum ofbeldið magnast á götum borgarinnar þá er tækifæri til að hugsa þetta upp á nýtt. Þegar þú ert í stríði sem hefur staðið í heilan mannsaldur en situr uppi með ekkert nema ósigra og fórnarlömb, er þá ekki kominn tími til að leggja niður vopn?
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar