Hislop: Liverpool mun klúðra þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 08:31 Mohamed Salah félagar ættu að komast í Meistaradeildina með tveimur góðum sigrum á Burnley og Crystal Palace. EPA-EFE/Phil Noble Úrslitin í leik Chelsea og Leicester City voru líklega þau verstu í boði fyrir Liverpool en það breytir ekki því að lærisveinar Jürgen Klopp ættu að komast í Meistaradeildina með sigrum í síðustu tveimur leikjum sínum. Chelsea vann 2-1 sigur á Leicester City í gær og er þar með einu stigi á undan Leicester og fjórum stigum á undan Liverpool. Liverpool getur komist upp að hlið Leicester, einu stigi á eftir Chelsea, með sigri í kvöld í leiknum sem liðið á inni. Það að Chelsea skyldi vinna svona nauman sigur þýðir að ekkert má klikka hjá Liverpool sem þarf væntanlega bæði sex stig sem og að bæta markatöluna til að enda fyrir ofan Leicester. Liverpool looking at that 4th UCL spot like: pic.twitter.com/hllBVJ7nQt— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2021 Lokaleikir Liverpool liðsins eru á móti Burnley og Crystal Palace sem bæði hafa að litlu að keppa. Frammistaða Liverpool á móti liðum í neðri hlutanum hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi og því eru stuðningsmenn Liverpool örugglega allt annað en rólegir. Það er spurning hvernig spá Shaka Hislop á ESPN fari síðan í þá en gamli markvörðurinn sem spilaði yfir tvö hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni er ekki bjartsýnn fyrir hönd Liverpool liðsins. Hislop hefur nefniega ekki trú á því að Liverpool tryggi sér sæti í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera aðeins tveimur sigrum frá því. „Mín tilfinning er að Liverpool rétt missi af Meistaradeildarsætinu. Ef við lítum á það hvaða miðverði þeir eru með og hvað liðið er fyrirsjáanlegt. Liðin sem þau mæta eru pressulaus og munu gefa Liverpool mönnum hausverk,“ sagði Shaka Hislop. „Liverpool mun klúðra þessu og tapa stigum í þessum síðustu tveimur leikjum en ég held líka að bæði Chelsea og Leicester vinni lokaleiki sína og þessi úrslita í gær munu því skipta minna máli,“ sagði Hislop en það má sjá hvað hann sagði með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira
Chelsea vann 2-1 sigur á Leicester City í gær og er þar með einu stigi á undan Leicester og fjórum stigum á undan Liverpool. Liverpool getur komist upp að hlið Leicester, einu stigi á eftir Chelsea, með sigri í kvöld í leiknum sem liðið á inni. Það að Chelsea skyldi vinna svona nauman sigur þýðir að ekkert má klikka hjá Liverpool sem þarf væntanlega bæði sex stig sem og að bæta markatöluna til að enda fyrir ofan Leicester. Liverpool looking at that 4th UCL spot like: pic.twitter.com/hllBVJ7nQt— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2021 Lokaleikir Liverpool liðsins eru á móti Burnley og Crystal Palace sem bæði hafa að litlu að keppa. Frammistaða Liverpool á móti liðum í neðri hlutanum hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi og því eru stuðningsmenn Liverpool örugglega allt annað en rólegir. Það er spurning hvernig spá Shaka Hislop á ESPN fari síðan í þá en gamli markvörðurinn sem spilaði yfir tvö hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni er ekki bjartsýnn fyrir hönd Liverpool liðsins. Hislop hefur nefniega ekki trú á því að Liverpool tryggi sér sæti í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera aðeins tveimur sigrum frá því. „Mín tilfinning er að Liverpool rétt missi af Meistaradeildarsætinu. Ef við lítum á það hvaða miðverði þeir eru með og hvað liðið er fyrirsjáanlegt. Liðin sem þau mæta eru pressulaus og munu gefa Liverpool mönnum hausverk,“ sagði Shaka Hislop. „Liverpool mun klúðra þessu og tapa stigum í þessum síðustu tveimur leikjum en ég held líka að bæði Chelsea og Leicester vinni lokaleiki sína og þessi úrslita í gær munu því skipta minna máli,“ sagði Hislop en það má sjá hvað hann sagði með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira