Gert að sanna að þau séu hætt að vakta lóð nágrannans Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 13:20 Notast var við svokallaðar hálfkúlumyndavélar. Vísir/Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að rafræn vöktun íbúa sem voru með eftirlitsmyndavélar framan á húsi sínu og í bakgarði hafi verið óheimil samkvæmt persónuverndarlögum. Skjáskot úr myndavélunum sýndu að sjónsvið þeirra náði út á svæði á almannafæri og á yfirráðasvæði nágranna. Persónuvernd segir að íbúum sé almennt heimilt að vakta sitt yfirráðasvæði og jafnvel út fyrir það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þó hafi ekki verið sýnt fram á slíka nauðsyn til að ná fram tilgangi vöktunarinnar í þessu tilfelli og því talið að vöktunin, með því sjónsviði sem hún tæki til, væri óheimil. Voru íbúunum veitt fyrirmæli um að láta af vöktun á almannafæri og yfirráðasvæði annarra. Skal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í nóvember 2019 frá nágranna í næsta húsi sem taldi að vöktun umræddra íbúa næði til lóðar sinnar. Um væri að ræða svokallaðar hálfkúlumyndavélar sem útilokað væri að vita hvert sé beint og þar af leiðandi hvert sjónsviðið sé. Settar upp í öryggisskyni Í svari Securitas hf., sem er þjónustuaðili umrædds myndavélakerfis, til Persónuverndar kom fram að viðskiptavinir fyrirtækisins geti breytt sjónarhorni myndavélanna, sett upp reglur um vistun myndbrota og hlaðið niður myndbroti hvenær sem er. Við nánari skoðun kom í ljós að sjónsvið myndavélanna náði út á svæði á almannafæri og eins á yfirráðasvæði annars nágranna líkt og áður segir en þó ekki á lóð kvartanda, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar. Í svari íbúanna sem kvörtunin beindist að til Persónuverndar kom fram að eftirlitsmyndavélarnar tvær hafi verið settar upp í öryggisskyni til að varna skemmdarverkum og þjófnaði. Þremur hjólum í eigu ábyrgðaraðila hafi verið stolið við inngang hússins og skemmdir unnar á eignum í bakgarði. Þá var einnig vísað til þess að innbrot og þjófnaður hafi aukist í hverfinu undanfarin ár. Persónuvernd Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
Persónuvernd segir að íbúum sé almennt heimilt að vakta sitt yfirráðasvæði og jafnvel út fyrir það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þó hafi ekki verið sýnt fram á slíka nauðsyn til að ná fram tilgangi vöktunarinnar í þessu tilfelli og því talið að vöktunin, með því sjónsviði sem hún tæki til, væri óheimil. Voru íbúunum veitt fyrirmæli um að láta af vöktun á almannafæri og yfirráðasvæði annarra. Skal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í nóvember 2019 frá nágranna í næsta húsi sem taldi að vöktun umræddra íbúa næði til lóðar sinnar. Um væri að ræða svokallaðar hálfkúlumyndavélar sem útilokað væri að vita hvert sé beint og þar af leiðandi hvert sjónsviðið sé. Settar upp í öryggisskyni Í svari Securitas hf., sem er þjónustuaðili umrædds myndavélakerfis, til Persónuverndar kom fram að viðskiptavinir fyrirtækisins geti breytt sjónarhorni myndavélanna, sett upp reglur um vistun myndbrota og hlaðið niður myndbroti hvenær sem er. Við nánari skoðun kom í ljós að sjónsvið myndavélanna náði út á svæði á almannafæri og eins á yfirráðasvæði annars nágranna líkt og áður segir en þó ekki á lóð kvartanda, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar. Í svari íbúanna sem kvörtunin beindist að til Persónuverndar kom fram að eftirlitsmyndavélarnar tvær hafi verið settar upp í öryggisskyni til að varna skemmdarverkum og þjófnaði. Þremur hjólum í eigu ábyrgðaraðila hafi verið stolið við inngang hússins og skemmdir unnar á eignum í bakgarði. Þá var einnig vísað til þess að innbrot og þjófnaður hafi aukist í hverfinu undanfarin ár.
Persónuvernd Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira