Gert að sanna að þau séu hætt að vakta lóð nágrannans Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 13:20 Notast var við svokallaðar hálfkúlumyndavélar. Vísir/Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að rafræn vöktun íbúa sem voru með eftirlitsmyndavélar framan á húsi sínu og í bakgarði hafi verið óheimil samkvæmt persónuverndarlögum. Skjáskot úr myndavélunum sýndu að sjónsvið þeirra náði út á svæði á almannafæri og á yfirráðasvæði nágranna. Persónuvernd segir að íbúum sé almennt heimilt að vakta sitt yfirráðasvæði og jafnvel út fyrir það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þó hafi ekki verið sýnt fram á slíka nauðsyn til að ná fram tilgangi vöktunarinnar í þessu tilfelli og því talið að vöktunin, með því sjónsviði sem hún tæki til, væri óheimil. Voru íbúunum veitt fyrirmæli um að láta af vöktun á almannafæri og yfirráðasvæði annarra. Skal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í nóvember 2019 frá nágranna í næsta húsi sem taldi að vöktun umræddra íbúa næði til lóðar sinnar. Um væri að ræða svokallaðar hálfkúlumyndavélar sem útilokað væri að vita hvert sé beint og þar af leiðandi hvert sjónsviðið sé. Settar upp í öryggisskyni Í svari Securitas hf., sem er þjónustuaðili umrædds myndavélakerfis, til Persónuverndar kom fram að viðskiptavinir fyrirtækisins geti breytt sjónarhorni myndavélanna, sett upp reglur um vistun myndbrota og hlaðið niður myndbroti hvenær sem er. Við nánari skoðun kom í ljós að sjónsvið myndavélanna náði út á svæði á almannafæri og eins á yfirráðasvæði annars nágranna líkt og áður segir en þó ekki á lóð kvartanda, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar. Í svari íbúanna sem kvörtunin beindist að til Persónuverndar kom fram að eftirlitsmyndavélarnar tvær hafi verið settar upp í öryggisskyni til að varna skemmdarverkum og þjófnaði. Þremur hjólum í eigu ábyrgðaraðila hafi verið stolið við inngang hússins og skemmdir unnar á eignum í bakgarði. Þá var einnig vísað til þess að innbrot og þjófnaður hafi aukist í hverfinu undanfarin ár. Persónuvernd Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Persónuvernd segir að íbúum sé almennt heimilt að vakta sitt yfirráðasvæði og jafnvel út fyrir það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þó hafi ekki verið sýnt fram á slíka nauðsyn til að ná fram tilgangi vöktunarinnar í þessu tilfelli og því talið að vöktunin, með því sjónsviði sem hún tæki til, væri óheimil. Voru íbúunum veitt fyrirmæli um að láta af vöktun á almannafæri og yfirráðasvæði annarra. Skal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í nóvember 2019 frá nágranna í næsta húsi sem taldi að vöktun umræddra íbúa næði til lóðar sinnar. Um væri að ræða svokallaðar hálfkúlumyndavélar sem útilokað væri að vita hvert sé beint og þar af leiðandi hvert sjónsviðið sé. Settar upp í öryggisskyni Í svari Securitas hf., sem er þjónustuaðili umrædds myndavélakerfis, til Persónuverndar kom fram að viðskiptavinir fyrirtækisins geti breytt sjónarhorni myndavélanna, sett upp reglur um vistun myndbrota og hlaðið niður myndbroti hvenær sem er. Við nánari skoðun kom í ljós að sjónsvið myndavélanna náði út á svæði á almannafæri og eins á yfirráðasvæði annars nágranna líkt og áður segir en þó ekki á lóð kvartanda, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar. Í svari íbúanna sem kvörtunin beindist að til Persónuverndar kom fram að eftirlitsmyndavélarnar tvær hafi verið settar upp í öryggisskyni til að varna skemmdarverkum og þjófnaði. Þremur hjólum í eigu ábyrgðaraðila hafi verið stolið við inngang hússins og skemmdir unnar á eignum í bakgarði. Þá var einnig vísað til þess að innbrot og þjófnaður hafi aukist í hverfinu undanfarin ár.
Persónuvernd Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira