Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 18:44 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í dag. visir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Augustin Dufatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miskabætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakarkostnað. Í dómnum kemur fram að Augustin hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Hún hafði verið á skemmtanalífinu með vinnufélögum sínum en varð viðskila við þá. Brotið átti sér stað aðfaranótt 21. mars 2019 en í dómnum segir að konan hafi vaknað klukkan rúmlega fimm um nóttina í ókunnri íbúð við það að ókunnugur maður væri að hafa við hana samfarir. Síðar sama dag fór hún á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota og gaf lögreglu skýrslu um málið, sem tók þá til við að rannsaka það. Við rannsóknina var stuðst við upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaða, símagögn og upplýsingar úr heilsuforriti í síma konunnar. Í kjölfarið komst lögregla að því hver maðurinn væri og handtók hann. Breytti framburði sínum ítrekað Í fyrstu neitaði Augustin að hafa átt í nokkrum samskiptum við konuna. Í annarri skýrslutöku í málinu breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hann hefði verið í samskiptum við konuna en neitaði að nokkuð kynferðislegt hefði farið fram á milli þeirra. Í þriðju skýrslutöku breytti hann svo aftur framburði sínum og sagðist þá að hafa stundað kynlíf með konunni í stigaganginum að íbúð sinni. Þessi framburður mannsins í skýrslutökum lögreglunnar þótti eðlilega óstöðugur og ósannfærandi. Á meðan þótti framburður konunnar stöðugur og skýr um þau atvik sem hún mundi eftir umrædda nótt. Við rannsókn málsins nýttust þá gögn úr heilsuforriti í síma konunnar vel en þær sýndu til dæmis að margt í framburði Augustins stæðist ekki. Í síðustu skýrslutöku yfir honum þegar hann hafði játað að hafa farið með henni heim til sín, lýsti hann leiðinni sem þau áttu að hafa gengið og kvað þau hafa verið 40 mínútur á leiðinni. Gögn forritsins sýndu þó að konan hefði labbað mun styttri vegalengd en hann lýsti og sýndu að ferðin hefði líklega verið farin í bíl. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í dómnum kemur fram að Augustin hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Hún hafði verið á skemmtanalífinu með vinnufélögum sínum en varð viðskila við þá. Brotið átti sér stað aðfaranótt 21. mars 2019 en í dómnum segir að konan hafi vaknað klukkan rúmlega fimm um nóttina í ókunnri íbúð við það að ókunnugur maður væri að hafa við hana samfarir. Síðar sama dag fór hún á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota og gaf lögreglu skýrslu um málið, sem tók þá til við að rannsaka það. Við rannsóknina var stuðst við upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaða, símagögn og upplýsingar úr heilsuforriti í síma konunnar. Í kjölfarið komst lögregla að því hver maðurinn væri og handtók hann. Breytti framburði sínum ítrekað Í fyrstu neitaði Augustin að hafa átt í nokkrum samskiptum við konuna. Í annarri skýrslutöku í málinu breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hann hefði verið í samskiptum við konuna en neitaði að nokkuð kynferðislegt hefði farið fram á milli þeirra. Í þriðju skýrslutöku breytti hann svo aftur framburði sínum og sagðist þá að hafa stundað kynlíf með konunni í stigaganginum að íbúð sinni. Þessi framburður mannsins í skýrslutökum lögreglunnar þótti eðlilega óstöðugur og ósannfærandi. Á meðan þótti framburður konunnar stöðugur og skýr um þau atvik sem hún mundi eftir umrædda nótt. Við rannsókn málsins nýttust þá gögn úr heilsuforriti í síma konunnar vel en þær sýndu til dæmis að margt í framburði Augustins stæðist ekki. Í síðustu skýrslutöku yfir honum þegar hann hafði játað að hafa farið með henni heim til sín, lýsti hann leiðinni sem þau áttu að hafa gengið og kvað þau hafa verið 40 mínútur á leiðinni. Gögn forritsins sýndu þó að konan hefði labbað mun styttri vegalengd en hann lýsti og sýndu að ferðin hefði líklega verið farin í bíl.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira