Þórólfur skorar á íþróttafélög eftir fjölda ábendinga um brot á sóttvarnareglum Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 11:41 Kristófer Acox með boltann í DHL-höllinni í Vesturbæ í gærkvöld. Eins og sjá má í baksýn var þétt setið, eða staðið, á leiknum og allur gangur á því hvort fólk bæri grímur eða ekki. vísir/bára „Í þessum fjölmörgu skjáskotum sem við höfum fengið í morgun er ljóst að mönnum hefur hlaupið kapp í kinn í gærkvöld, og þurfa að bæta sig,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á fundi almannavarna í dag, aðspurður um sóttvarnabrot áhorfenda á íþróttaleikjum. Víðir segir að fjöldi ábendinga hafi borist um það að áhorfendur á íþróttaleikjum virði ekki sóttvarnareglur. Þetta virðist hafa verið sérstaklega áberandi í gærkvöld þegar KR og Valur mættust í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. „Við höfum fengið mjög margar ábendingar, sérstaklega í morgun, og mörg skjáskot af körfuboltaleik í gærkvöldi. Miðað við þær myndir… hver var fjöldinn raunverulega, hvernig voru þessi sóttvarnahólf útfærð? Og svo var þéttleikinn milli manna, grímunotkun og annað ekki í neinu samræmi við þær leiðbeiningar sem að ÍSÍ hefur gefið íþróttafélögunum vegna þessara viðburða,“ sagði Víðir. „Nú eru úrslitakeppnirnar byrjaðar sem að kalla á fleiri áhorfendur, og það er greinilegt að það er mikil áskorun fyrir íþróttafélögin að standa áfram vel að sínum sóttvarnamálum eins og þau hafa gert,“ bætti hann við. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem var gagnrýndur þegar hann lagði til áhorfendabann á íþróttaleikjum en vildi á sama tíma leyfa áhorfendur í leikhúsum og á tónleikum, tók undir orð Víðis og sagði: „Ég vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Víðir segir að fjöldi ábendinga hafi borist um það að áhorfendur á íþróttaleikjum virði ekki sóttvarnareglur. Þetta virðist hafa verið sérstaklega áberandi í gærkvöld þegar KR og Valur mættust í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. „Við höfum fengið mjög margar ábendingar, sérstaklega í morgun, og mörg skjáskot af körfuboltaleik í gærkvöldi. Miðað við þær myndir… hver var fjöldinn raunverulega, hvernig voru þessi sóttvarnahólf útfærð? Og svo var þéttleikinn milli manna, grímunotkun og annað ekki í neinu samræmi við þær leiðbeiningar sem að ÍSÍ hefur gefið íþróttafélögunum vegna þessara viðburða,“ sagði Víðir. „Nú eru úrslitakeppnirnar byrjaðar sem að kalla á fleiri áhorfendur, og það er greinilegt að það er mikil áskorun fyrir íþróttafélögin að standa áfram vel að sínum sóttvarnamálum eins og þau hafa gert,“ bætti hann við. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem var gagnrýndur þegar hann lagði til áhorfendabann á íþróttaleikjum en vildi á sama tíma leyfa áhorfendur í leikhúsum og á tónleikum, tók undir orð Víðis og sagði: „Ég vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn