Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:39 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. „Það er líklegt að einhver hópur vilji halda áfram grímunotkun. Fólk verður bara að hafa frjálst val í því,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna nú á tólfta tímanum. Fjórir greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þrír í sóttkví, og tengdust allir smitunum sem greindust í H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar en það hefur ekki greinst hér á landi frá 9. maí síðastliðnum. Þórólfur segir það skýr merki þess að veiran sé í samfélaginu en við vitum þó ekkert hvert umfang þess sé. „Ég hef nú trú á því að það sé ekki mjög víðtækt. Hún er þarna ennþá og getur þannig blossað upp. Við erum blessunarlega búin að bólusetja flesta viðkvæma hópa þannig að þeir eru vel varðir. En við getum enn fengið stórar hópsýkingar hjá fólki á miðjum aldri og yngra fólki eins og er að sjást á hinum Norðurlöndunum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fara ekki of hratt í afléttingar Hann bendir á að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 undanfarið hafi verið yngra fólk en áður, allt niður í þrítugt. Ef útbreitt hópsmit komi upp gæti því þurft að leggja fjölda inn á sjúkrahús. Þórólfur segir þessi smit ekki breyta afléttingaáætlun hans. Vel hafi gengið að létta á takmörkunum undanfarið þrátt fyrir smit og telur hann að það eigi að halda áfram. „Það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er hvernig við högum okkur sem einstaklingar og við erum að hamra á því. Þetta sýnir samt sem áður að við þurfum að fara varlega og ég held að við eigum ekki að fara mjög hratt í afléttingar heldur höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og vonandi gengur það vel.“ Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan. Klippa: 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
„Það er líklegt að einhver hópur vilji halda áfram grímunotkun. Fólk verður bara að hafa frjálst val í því,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna nú á tólfta tímanum. Fjórir greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þrír í sóttkví, og tengdust allir smitunum sem greindust í H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar en það hefur ekki greinst hér á landi frá 9. maí síðastliðnum. Þórólfur segir það skýr merki þess að veiran sé í samfélaginu en við vitum þó ekkert hvert umfang þess sé. „Ég hef nú trú á því að það sé ekki mjög víðtækt. Hún er þarna ennþá og getur þannig blossað upp. Við erum blessunarlega búin að bólusetja flesta viðkvæma hópa þannig að þeir eru vel varðir. En við getum enn fengið stórar hópsýkingar hjá fólki á miðjum aldri og yngra fólki eins og er að sjást á hinum Norðurlöndunum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fara ekki of hratt í afléttingar Hann bendir á að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 undanfarið hafi verið yngra fólk en áður, allt niður í þrítugt. Ef útbreitt hópsmit komi upp gæti því þurft að leggja fjölda inn á sjúkrahús. Þórólfur segir þessi smit ekki breyta afléttingaáætlun hans. Vel hafi gengið að létta á takmörkunum undanfarið þrátt fyrir smit og telur hann að það eigi að halda áfram. „Það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er hvernig við högum okkur sem einstaklingar og við erum að hamra á því. Þetta sýnir samt sem áður að við þurfum að fara varlega og ég held að við eigum ekki að fara mjög hratt í afléttingar heldur höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og vonandi gengur það vel.“ Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan. Klippa: 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira