Börn sem þátttakendur í heimi fullorðinna Þóra Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 07:00 Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda. Meðal áhugaverðustu réttinda barna eru þátttökuréttindi þeirra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að láta skoðun sína í ljós og að virðing sé borin fyrir þeim, þau eiga að njóta frelsis til að deila hugmyndum sínum og reynslu. Til þess að þau réttindi séu virk í raun þarf samfélagið að skapa farveg fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og berast. Reynsla og skoðanir barna eru mikilvægar upplýsingar fyrir samfélagið til að skapa betri heim. Fyrir þingi eru nú nokkur mál sem áhrif geta haft og skipta miklu máli fyrir þátttöku barna. Ég nefni hér þrjú mál. Tvö fjalla um lækkun kosningaaldurs, annars vegar tillaga um að í stjórnarskránni verði kveðið á um að börn geti tekið þátt í Alþingiskosningum við 16 ára aldur og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sem lagt er til að börn geti tekið þátt í þeim við 16 ára aldur. Bæði frumvörpin eru svokölluð þingmannamál. Barnaheill sendu umsögn um bæði málin og fögnuðu framlagningu þeirra og telja þau bæði til þess fallin að styrkja stöðu barna í samfélaginu. Þriðja málið sem skal nefnt er stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla. Það er einnig mál sem Barnaheill styðja og skiluðu jákvæðri umsögn um. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af hálfu Barnaheilla að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að börn geti tekið þátt í stjórn félaga. Í frumvarpinu er þess aðeins getið að stjórnarmenn skuli vera lögráða. Í umsögn Barnaheilla kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til að mynda félög og taka þátt í þeim, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti því ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, [innsk. lögráða] heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa með takmarkaðri ábyrgð.“ Barnaheill hafa nú í nokkur ár gert ráð fyrir þátttöku fulltrúa ungmennaráðs Barnaheilla í stjórn samtakanna með góðum árangri. Í lögum Barnaheilla segir að fulltrúi ungmennaráðs hafi rétt til setu á stjórnarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Hér er því að finna dæmi um aðferð til að gera börnum kleift að taka þátt í stjórnarstörfum félaga, með takmarkaðri ábyrgð. Að mati Barnaheilla hefði mátt tiltaka það í frumvarpinu að félögum væri heimilt að gera ráð fyrir þátttöku barna á stjórnarfundum með takmörkuðum hætti. Ef ekki er fjallað um börn eða ráð fyrir þeim gert, er ólíklegt að þeim verði boðið til þátttöku í stjórnum félaga. Viðhorf til þátttökuréttinda barna breytast hægt ef lög gera ekki ráð fyrir þeim. Að mati Barnaheilla ætti samfélagið að nýta raddir barna til mótunar og þróunar og læra að hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið. Reynsluheimur barna kemur að gagni við stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækja, þegar og ef áhugasömum börnum eru fengnar upplýsingar á viðeigandi og barnvænan hátt, svo þau megi taka upplýstar ákvarðanir og tjá skoðanir sínar eftir þörfum. Barnaheill vilja því hvetja stjórnir félaga til að skapa farveg fyrir þátttöku barna í starfi þeirra með reglubundnu samtali við börn og ungmenni og með því að gera þeim kleift að taka þátt á stjórnarfundum. Bjóðum börnum til þátttöku! Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda. Meðal áhugaverðustu réttinda barna eru þátttökuréttindi þeirra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að láta skoðun sína í ljós og að virðing sé borin fyrir þeim, þau eiga að njóta frelsis til að deila hugmyndum sínum og reynslu. Til þess að þau réttindi séu virk í raun þarf samfélagið að skapa farveg fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og berast. Reynsla og skoðanir barna eru mikilvægar upplýsingar fyrir samfélagið til að skapa betri heim. Fyrir þingi eru nú nokkur mál sem áhrif geta haft og skipta miklu máli fyrir þátttöku barna. Ég nefni hér þrjú mál. Tvö fjalla um lækkun kosningaaldurs, annars vegar tillaga um að í stjórnarskránni verði kveðið á um að börn geti tekið þátt í Alþingiskosningum við 16 ára aldur og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sem lagt er til að börn geti tekið þátt í þeim við 16 ára aldur. Bæði frumvörpin eru svokölluð þingmannamál. Barnaheill sendu umsögn um bæði málin og fögnuðu framlagningu þeirra og telja þau bæði til þess fallin að styrkja stöðu barna í samfélaginu. Þriðja málið sem skal nefnt er stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla. Það er einnig mál sem Barnaheill styðja og skiluðu jákvæðri umsögn um. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af hálfu Barnaheilla að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að börn geti tekið þátt í stjórn félaga. Í frumvarpinu er þess aðeins getið að stjórnarmenn skuli vera lögráða. Í umsögn Barnaheilla kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til að mynda félög og taka þátt í þeim, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti því ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, [innsk. lögráða] heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa með takmarkaðri ábyrgð.“ Barnaheill hafa nú í nokkur ár gert ráð fyrir þátttöku fulltrúa ungmennaráðs Barnaheilla í stjórn samtakanna með góðum árangri. Í lögum Barnaheilla segir að fulltrúi ungmennaráðs hafi rétt til setu á stjórnarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Hér er því að finna dæmi um aðferð til að gera börnum kleift að taka þátt í stjórnarstörfum félaga, með takmarkaðri ábyrgð. Að mati Barnaheilla hefði mátt tiltaka það í frumvarpinu að félögum væri heimilt að gera ráð fyrir þátttöku barna á stjórnarfundum með takmörkuðum hætti. Ef ekki er fjallað um börn eða ráð fyrir þeim gert, er ólíklegt að þeim verði boðið til þátttöku í stjórnum félaga. Viðhorf til þátttökuréttinda barna breytast hægt ef lög gera ekki ráð fyrir þeim. Að mati Barnaheilla ætti samfélagið að nýta raddir barna til mótunar og þróunar og læra að hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið. Reynsluheimur barna kemur að gagni við stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækja, þegar og ef áhugasömum börnum eru fengnar upplýsingar á viðeigandi og barnvænan hátt, svo þau megi taka upplýstar ákvarðanir og tjá skoðanir sínar eftir þörfum. Barnaheill vilja því hvetja stjórnir félaga til að skapa farveg fyrir þátttöku barna í starfi þeirra með reglubundnu samtali við börn og ungmenni og með því að gera þeim kleift að taka þátt á stjórnarfundum. Bjóðum börnum til þátttöku! Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun