Börn sem þátttakendur í heimi fullorðinna Þóra Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 07:00 Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda. Meðal áhugaverðustu réttinda barna eru þátttökuréttindi þeirra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að láta skoðun sína í ljós og að virðing sé borin fyrir þeim, þau eiga að njóta frelsis til að deila hugmyndum sínum og reynslu. Til þess að þau réttindi séu virk í raun þarf samfélagið að skapa farveg fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og berast. Reynsla og skoðanir barna eru mikilvægar upplýsingar fyrir samfélagið til að skapa betri heim. Fyrir þingi eru nú nokkur mál sem áhrif geta haft og skipta miklu máli fyrir þátttöku barna. Ég nefni hér þrjú mál. Tvö fjalla um lækkun kosningaaldurs, annars vegar tillaga um að í stjórnarskránni verði kveðið á um að börn geti tekið þátt í Alþingiskosningum við 16 ára aldur og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sem lagt er til að börn geti tekið þátt í þeim við 16 ára aldur. Bæði frumvörpin eru svokölluð þingmannamál. Barnaheill sendu umsögn um bæði málin og fögnuðu framlagningu þeirra og telja þau bæði til þess fallin að styrkja stöðu barna í samfélaginu. Þriðja málið sem skal nefnt er stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla. Það er einnig mál sem Barnaheill styðja og skiluðu jákvæðri umsögn um. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af hálfu Barnaheilla að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að börn geti tekið þátt í stjórn félaga. Í frumvarpinu er þess aðeins getið að stjórnarmenn skuli vera lögráða. Í umsögn Barnaheilla kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til að mynda félög og taka þátt í þeim, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti því ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, [innsk. lögráða] heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa með takmarkaðri ábyrgð.“ Barnaheill hafa nú í nokkur ár gert ráð fyrir þátttöku fulltrúa ungmennaráðs Barnaheilla í stjórn samtakanna með góðum árangri. Í lögum Barnaheilla segir að fulltrúi ungmennaráðs hafi rétt til setu á stjórnarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Hér er því að finna dæmi um aðferð til að gera börnum kleift að taka þátt í stjórnarstörfum félaga, með takmarkaðri ábyrgð. Að mati Barnaheilla hefði mátt tiltaka það í frumvarpinu að félögum væri heimilt að gera ráð fyrir þátttöku barna á stjórnarfundum með takmörkuðum hætti. Ef ekki er fjallað um börn eða ráð fyrir þeim gert, er ólíklegt að þeim verði boðið til þátttöku í stjórnum félaga. Viðhorf til þátttökuréttinda barna breytast hægt ef lög gera ekki ráð fyrir þeim. Að mati Barnaheilla ætti samfélagið að nýta raddir barna til mótunar og þróunar og læra að hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið. Reynsluheimur barna kemur að gagni við stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækja, þegar og ef áhugasömum börnum eru fengnar upplýsingar á viðeigandi og barnvænan hátt, svo þau megi taka upplýstar ákvarðanir og tjá skoðanir sínar eftir þörfum. Barnaheill vilja því hvetja stjórnir félaga til að skapa farveg fyrir þátttöku barna í starfi þeirra með reglubundnu samtali við börn og ungmenni og með því að gera þeim kleift að taka þátt á stjórnarfundum. Bjóðum börnum til þátttöku! Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda. Meðal áhugaverðustu réttinda barna eru þátttökuréttindi þeirra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að láta skoðun sína í ljós og að virðing sé borin fyrir þeim, þau eiga að njóta frelsis til að deila hugmyndum sínum og reynslu. Til þess að þau réttindi séu virk í raun þarf samfélagið að skapa farveg fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og berast. Reynsla og skoðanir barna eru mikilvægar upplýsingar fyrir samfélagið til að skapa betri heim. Fyrir þingi eru nú nokkur mál sem áhrif geta haft og skipta miklu máli fyrir þátttöku barna. Ég nefni hér þrjú mál. Tvö fjalla um lækkun kosningaaldurs, annars vegar tillaga um að í stjórnarskránni verði kveðið á um að börn geti tekið þátt í Alþingiskosningum við 16 ára aldur og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, þar sem lagt er til að börn geti tekið þátt í þeim við 16 ára aldur. Bæði frumvörpin eru svokölluð þingmannamál. Barnaheill sendu umsögn um bæði málin og fögnuðu framlagningu þeirra og telja þau bæði til þess fallin að styrkja stöðu barna í samfélaginu. Þriðja málið sem skal nefnt er stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla. Það er einnig mál sem Barnaheill styðja og skiluðu jákvæðri umsögn um. Hins vegar hefur það verið gagnrýnt af hálfu Barnaheilla að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að börn geti tekið þátt í stjórn félaga. Í frumvarpinu er þess aðeins getið að stjórnarmenn skuli vera lögráða. Í umsögn Barnaheilla kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til að mynda félög og taka þátt í þeim, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti því ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, [innsk. lögráða] heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa með takmarkaðri ábyrgð.“ Barnaheill hafa nú í nokkur ár gert ráð fyrir þátttöku fulltrúa ungmennaráðs Barnaheilla í stjórn samtakanna með góðum árangri. Í lögum Barnaheilla segir að fulltrúi ungmennaráðs hafi rétt til setu á stjórnarfundi og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Hér er því að finna dæmi um aðferð til að gera börnum kleift að taka þátt í stjórnarstörfum félaga, með takmarkaðri ábyrgð. Að mati Barnaheilla hefði mátt tiltaka það í frumvarpinu að félögum væri heimilt að gera ráð fyrir þátttöku barna á stjórnarfundum með takmörkuðum hætti. Ef ekki er fjallað um börn eða ráð fyrir þeim gert, er ólíklegt að þeim verði boðið til þátttöku í stjórnum félaga. Viðhorf til þátttökuréttinda barna breytast hægt ef lög gera ekki ráð fyrir þeim. Að mati Barnaheilla ætti samfélagið að nýta raddir barna til mótunar og þróunar og læra að hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið. Reynsluheimur barna kemur að gagni við stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækja, þegar og ef áhugasömum börnum eru fengnar upplýsingar á viðeigandi og barnvænan hátt, svo þau megi taka upplýstar ákvarðanir og tjá skoðanir sínar eftir þörfum. Barnaheill vilja því hvetja stjórnir félaga til að skapa farveg fyrir þátttöku barna í starfi þeirra með reglubundnu samtali við börn og ungmenni og með því að gera þeim kleift að taka þátt á stjórnarfundum. Bjóðum börnum til þátttöku! Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun